Versta starfið statisti í sjónvarpsþætti: „Það var dauði hins hugsandi listamanns“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2014 11:45 Þórir Sæmundsson hefur tekið við hlutverki Glanna glæps af Stefáni Karli Stefánssyni í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ævintýri í Latabæ. Ástæðan fyrir þessari skiptingu er að Stefán er farinn til Bandaríkjanna til að leika Trölla í farandsýningunni Þegar Trölli stal jólunum.Þórir er reynslumikill í leiklistarbransanum en einhverjir muna kannski eftir því að hann lék sjálfan Bugsy Malone í samnefndu leikriti hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar árið 1994. Þetta voru hans fyrstu skref á leikhúsfjölunum en þá var Þórir á fjórtánda aldursári. Í viðtali við Eintak á þeim tíma sagði hann að sín helstu áhugamál væru stelpur, veiðar og handbolti. Þá sagði hann að honum fyndist líka mjög gott að sofa. Eftir Bugsy lék Þórir í Evu Lunu í Borgarleikhúsinu veturinn 1995 og síðan lá leiðin aftur í Hafnarfjörðin þar sem hann lék í Leiðin til hásætis. Þá lék hann einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni Benjamín dúfa.Þórir flutti til Noregs árið 1996 og hóf þá nám á leiklistarbraut í Hartvig Nissen-skólanum í Osló. Hann sló í gegn í skólanum árið 1999 þegar han var revíustjóri auk þess að leika eitt aðalhlutverkið í árlegri skólarevíu skólans. Var hann þá einn af fáum útlendingum, ef ekki sá fyrsti, sem fékk að stjórna revíu.Í viðtali við Dag um revíuna sagði Þórir að búið væri að bjóða honum að reyna við inntökuprófið í norska Leiklistarháskólanum. Sem hann og gerði og komst inn. 549 manns sóttu um inngöngu en aðeins átta komust að. Þá var Þórir á nítjánda aldursári og fyrsti útlendingurinn sem ekki er uppalinn í Noregi sem komst inn í skólann.Þórir útskrifaðist úr skólanum vorið 2002 og vann í nokkur ár í Noregi. Hann flutti síðan heim árið 2007 og vakti athygli í hlutverki sínu sem Nonni rokk í söngleiknum Ástin er diskó, lífið er pönk ári síðar.Í viðtali við Fréttablaðið það ár sagði hann að hann væri eflaust líffræðingur eða auglýsingadólgur ef hann væri ekki leikari. Aðspurður hvað væri versta starf sem hann hefði nokkurn tímann gegnt stóð ekki á svörunum. „Statisti í sjónvarpsþætti. Það var dauði hins hugsandi listamanns.“ Í viðtalinu sagði hann einnig að handboltakappinn Ólafur Stefánsson ætti að vera forseti lýðveldisins og að hans leynda nautn væri kókómjólk og kleinur.Þórir hefur leikið ýmis önnur hlutverk, til dæmis í Mary Poppins, Galdrakarlinum í Oz, Brennuvörgunum og Músum og mönnum. Þá hefur hann brætt hjörtu margra kvenna í hlutverki sínu sem Davíð í sjónvarpsþættinum Ástríði. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Þórir Sæmundsson hefur tekið við hlutverki Glanna glæps af Stefáni Karli Stefánssyni í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ævintýri í Latabæ. Ástæðan fyrir þessari skiptingu er að Stefán er farinn til Bandaríkjanna til að leika Trölla í farandsýningunni Þegar Trölli stal jólunum.Þórir er reynslumikill í leiklistarbransanum en einhverjir muna kannski eftir því að hann lék sjálfan Bugsy Malone í samnefndu leikriti hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar árið 1994. Þetta voru hans fyrstu skref á leikhúsfjölunum en þá var Þórir á fjórtánda aldursári. Í viðtali við Eintak á þeim tíma sagði hann að sín helstu áhugamál væru stelpur, veiðar og handbolti. Þá sagði hann að honum fyndist líka mjög gott að sofa. Eftir Bugsy lék Þórir í Evu Lunu í Borgarleikhúsinu veturinn 1995 og síðan lá leiðin aftur í Hafnarfjörðin þar sem hann lék í Leiðin til hásætis. Þá lék hann einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni Benjamín dúfa.Þórir flutti til Noregs árið 1996 og hóf þá nám á leiklistarbraut í Hartvig Nissen-skólanum í Osló. Hann sló í gegn í skólanum árið 1999 þegar han var revíustjóri auk þess að leika eitt aðalhlutverkið í árlegri skólarevíu skólans. Var hann þá einn af fáum útlendingum, ef ekki sá fyrsti, sem fékk að stjórna revíu.Í viðtali við Dag um revíuna sagði Þórir að búið væri að bjóða honum að reyna við inntökuprófið í norska Leiklistarháskólanum. Sem hann og gerði og komst inn. 549 manns sóttu um inngöngu en aðeins átta komust að. Þá var Þórir á nítjánda aldursári og fyrsti útlendingurinn sem ekki er uppalinn í Noregi sem komst inn í skólann.Þórir útskrifaðist úr skólanum vorið 2002 og vann í nokkur ár í Noregi. Hann flutti síðan heim árið 2007 og vakti athygli í hlutverki sínu sem Nonni rokk í söngleiknum Ástin er diskó, lífið er pönk ári síðar.Í viðtali við Fréttablaðið það ár sagði hann að hann væri eflaust líffræðingur eða auglýsingadólgur ef hann væri ekki leikari. Aðspurður hvað væri versta starf sem hann hefði nokkurn tímann gegnt stóð ekki á svörunum. „Statisti í sjónvarpsþætti. Það var dauði hins hugsandi listamanns.“ Í viðtalinu sagði hann einnig að handboltakappinn Ólafur Stefánsson ætti að vera forseti lýðveldisins og að hans leynda nautn væri kókómjólk og kleinur.Þórir hefur leikið ýmis önnur hlutverk, til dæmis í Mary Poppins, Galdrakarlinum í Oz, Brennuvörgunum og Músum og mönnum. Þá hefur hann brætt hjörtu margra kvenna í hlutverki sínu sem Davíð í sjónvarpsþættinum Ástríði.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira