Rifrildi geta gert ykkur feit Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2014 18:00 vísir/getty Ný rannsókn á vegum Institute for Behavioral Medicine Research í Ohio State-háskólanum sýnir fram á að rifrildi geti valdið því að fólk fitni. Fylgst var með 43, heilbrigðum hjónum í rannsókninni sem voru búin að vera gift í að minnsta kosti þrjú ár. Hjónin þurftu að fylla út könnun sem spurði út í skapgerð og hvort þau hefðu einhvern tímann glímt við þunglyndi. Síðan var hjónunum gefinn fituríkur matur, svipaður og sá sem fæst á hefðbundnum skyndibitastöðum. Magn kaloría sem hjónin brenndu var mælt á tuttugu mínútna fresti í sjö klukkutíma eftir hverja máltíð. Þá voru líka tekin blóðsýni úr þeim til að mæla insúlínmagn og blóðfitu. Þá voru hjónin beðin um að ræða eitthvað tiltekið vandamál í sambandinu og reyna að leysa það. Kom þá í ljós að sá aðili í sambandinu sem var fjandsamlegri í úrlausn mála og hafði glímt við þunglyndi brenndi 31 færri kaloríu á klukkustund en hinn aðilinn í sambandinu. Ef þessar kaloríur eru lagðar saman gæti það þýtt um fimm kílóa þyngdaraukningu á ári. Þessir aðila voru líka með meira insúlínmagn í líkamanum sem eykur matarlyst og líkur á offitu. Jan Kiecolt-Glaser stjórnaði rannsókninni og segir að streita spili hér stórt hlutverk en áður hefur verið sannað að streita geti haft áhrif á hjartslátt, blóðþrýsting og ónæmiskerfið. Jan segir að þessar niðurstöður gætu gilt um alla sem eru í fjandsamlegu sambandi þó þeir hafi ekki glímt við þunglyndi. „Ef sambandið þitt gengur illa verður það til þess að sá sem á að veita þér stuðning veldur þér mikilli streitu. Fjandsamlegt samband getur einnig haft áhrif á heilsuna hjá fólki sem borðar aðeins hollan mat,“ segir hann. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Ný rannsókn á vegum Institute for Behavioral Medicine Research í Ohio State-háskólanum sýnir fram á að rifrildi geti valdið því að fólk fitni. Fylgst var með 43, heilbrigðum hjónum í rannsókninni sem voru búin að vera gift í að minnsta kosti þrjú ár. Hjónin þurftu að fylla út könnun sem spurði út í skapgerð og hvort þau hefðu einhvern tímann glímt við þunglyndi. Síðan var hjónunum gefinn fituríkur matur, svipaður og sá sem fæst á hefðbundnum skyndibitastöðum. Magn kaloría sem hjónin brenndu var mælt á tuttugu mínútna fresti í sjö klukkutíma eftir hverja máltíð. Þá voru líka tekin blóðsýni úr þeim til að mæla insúlínmagn og blóðfitu. Þá voru hjónin beðin um að ræða eitthvað tiltekið vandamál í sambandinu og reyna að leysa það. Kom þá í ljós að sá aðili í sambandinu sem var fjandsamlegri í úrlausn mála og hafði glímt við þunglyndi brenndi 31 færri kaloríu á klukkustund en hinn aðilinn í sambandinu. Ef þessar kaloríur eru lagðar saman gæti það þýtt um fimm kílóa þyngdaraukningu á ári. Þessir aðila voru líka með meira insúlínmagn í líkamanum sem eykur matarlyst og líkur á offitu. Jan Kiecolt-Glaser stjórnaði rannsókninni og segir að streita spili hér stórt hlutverk en áður hefur verið sannað að streita geti haft áhrif á hjartslátt, blóðþrýsting og ónæmiskerfið. Jan segir að þessar niðurstöður gætu gilt um alla sem eru í fjandsamlegu sambandi þó þeir hafi ekki glímt við þunglyndi. „Ef sambandið þitt gengur illa verður það til þess að sá sem á að veita þér stuðning veldur þér mikilli streitu. Fjandsamlegt samband getur einnig haft áhrif á heilsuna hjá fólki sem borðar aðeins hollan mat,“ segir hann.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira