Eflum baráttuandann Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 24. október 2014 08:00 Kvennafrídagurinn 24. október er að komast á virðulegan aldur. 39 ár eru liðin frá því að konur söfnuðust saman á fundum um land allt til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þjóðfélagið nánast lamaðist. Í hugum margra kvenna kviknaði baráttuandi sem skilaði sér í stórfelldum samfélagsbreytingum á næstu árum. Það er full ástæða til að vera stolt af þeim krafti sem einkennt hefur jafnréttisbaráttu hér á landi en betur má ef duga skal. Þar skortir ekki síst á þátttöku karla í umræðum um feðraveldið, karlmennskuhugmyndir, heftandi staðalmyndir, föðurhlutverkið, klámvæðingu, ofbeldi og jafnréttissamfélagið sem á að einkennast af virðingu fyrir öðru fólki, hvert sem kynið er, kynhneigð, vinnu- og námsgeta, aldur, litarháttur, trú eða uppruni. Það er verk að vinna og ég kalla á karla til þátttöku. Það er ekki nóg að skrifa upp á HEforSHE þó gott sé. Við þurfum hugarfarsbyltingu. Mikið vatn er til sjávar runnið frá 1975 og margt hefur áunnist. Það ár voru samþykkt ný lög um fóstureyðingar eftir mjög harðar deilur. Það mál er nú allt í einu komið aftur á dagskrá en á afar hæpnum forsendum að mínum dómi. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama er grundvalarréttur. Frá 1975 hefur menntun kvenna og atvinnuþátttaka stóraukist og hlutur þeirra á Alþingi og í sveitarstjórnum vaxið nánast jafnt og þétt. Það er þó full ástæða til að standa á verði og hvetja til jafnrar þátttöku kvenna og karla við alla ákvarðanatöku. Greining á kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor leiddi í ljós að ungar konur var sá hópur kjósenda sem síst skilaði sér á kjörstað. Hvernig stendur á því? Hvers vegna láta svo margar ungar konur sér í léttu rúmi liggja hverjir stjórna þeirra nærsamfélagi? Af hverju vilja þær láta aðra um að taka ákvarðanir? Þeir sem sitja heima gefa öðrum valdið til að móta samfélagið. Þarna er eitthvað nýtt á ferð sem þarf að rannsaka. Árið 1975 var sjónum einkum beint að stöðu kvenna á vinnumarkaði, ekki síst vanmati á störfum kvenna. Óviðunandi launamisrétti, allt of kynskiptan vinnumarkað og atvinnulíf sem er að miklu leyti stjórnað af körlum eru enn á dagskrá. Þar þarf markvisst átak í glímu við rótgrónar hefðir. Menntun kvenna hefur farið sívaxandi en á sama tíma eru karlar að dragast aftur úr hvað varðar framhalds- og háskólamenntun. Það er sannarlega áhyggjuefni. Samfélagið á að nýta allan sinn mannauð og jafna tækifæri fólks til náms og starfa, fólks á öllum aldri. Það er ástæða til að spyrja hvað fyrirhugaðar takmarkanir á námsmöguleikum fólks sem er 25 ára og eldra þýði út frá kynjasjónarhorni? Hverjir hafa skilað sér inn í skóla eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða við að koma upp fjölskyldu? Þar hafa konur lengi verið í meirihluta en sem betur fer eru sífellt fleiri karlar að skila sér aftur í skóla enda brottfall mun meira meðal þeirra en meðal kvenna. Þetta er mál sem þarf að skoða út frá öðrum sjónarhornum en því fjárhagslega. Það þarf að auka og bæta menntun, ekki að draga úr möguleikum og jafnrétti til náms. Á þessu ári hefur Ísland farið með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Fjöldi ráðstefna og funda hefur verið haldinn af því tilefni, m.a. var haldið upp á 40 ára samstarf Norðurlandanna í jafnréttismálum. Í næstu viku verður spennandi ráðstefna á Akureyri um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum. Þar verður kynjagleraugum beint að sérkennum þeirra samfélaga í norðri sem mótast hafa af óblíðum aðstæðum og einkennst af veiðum og landbúnaði, sumstaðar í árþúsundir. Stóra spurningin er hvernig hægt verður að gera samfélög norðurslóða lífvænlegri, bæði fyrir konur og karla. Staðan er þannig nú að margar konur fara og karlarnir verða eftir. Ástæðan er menntasókn kvenna, einhæft atvinnulíf, karlremba og ofbeldi sem konur sætta sig ekki lengur við. Samfélög án kvenna standast auðvitað ekki til lengdar. Um leið og við Íslendingar erum hluti af þessari mynd höfum við margt fram að færa í umræðunni um mótun sjálfbærra jafnréttissamfélaga . Við höfum náð miklum árangri hvað varðar kynjajafnrétti, einkum vegna þrotlausrar baráttu íslenskra kvennahreyfinga, en við þurfum líka að standa vörð um það. Vindar blása úr ýmsum áttum þessa stundina og víða gætir andstöðu, þekkingarleysis (t.d. á alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga), fordóma og jafnvel hatursorðræðu í garð femínista og jafnréttisbaráttunnar. Því er mikilvægt að vera vel á verði, sýna samstöðu og sækja fram. Það þarf að kveikja aftur baráttuandann frá 1975. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Kvennafrídagurinn 24. október er að komast á virðulegan aldur. 39 ár eru liðin frá því að konur söfnuðust saman á fundum um land allt til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þjóðfélagið nánast lamaðist. Í hugum margra kvenna kviknaði baráttuandi sem skilaði sér í stórfelldum samfélagsbreytingum á næstu árum. Það er full ástæða til að vera stolt af þeim krafti sem einkennt hefur jafnréttisbaráttu hér á landi en betur má ef duga skal. Þar skortir ekki síst á þátttöku karla í umræðum um feðraveldið, karlmennskuhugmyndir, heftandi staðalmyndir, föðurhlutverkið, klámvæðingu, ofbeldi og jafnréttissamfélagið sem á að einkennast af virðingu fyrir öðru fólki, hvert sem kynið er, kynhneigð, vinnu- og námsgeta, aldur, litarháttur, trú eða uppruni. Það er verk að vinna og ég kalla á karla til þátttöku. Það er ekki nóg að skrifa upp á HEforSHE þó gott sé. Við þurfum hugarfarsbyltingu. Mikið vatn er til sjávar runnið frá 1975 og margt hefur áunnist. Það ár voru samþykkt ný lög um fóstureyðingar eftir mjög harðar deilur. Það mál er nú allt í einu komið aftur á dagskrá en á afar hæpnum forsendum að mínum dómi. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama er grundvalarréttur. Frá 1975 hefur menntun kvenna og atvinnuþátttaka stóraukist og hlutur þeirra á Alþingi og í sveitarstjórnum vaxið nánast jafnt og þétt. Það er þó full ástæða til að standa á verði og hvetja til jafnrar þátttöku kvenna og karla við alla ákvarðanatöku. Greining á kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor leiddi í ljós að ungar konur var sá hópur kjósenda sem síst skilaði sér á kjörstað. Hvernig stendur á því? Hvers vegna láta svo margar ungar konur sér í léttu rúmi liggja hverjir stjórna þeirra nærsamfélagi? Af hverju vilja þær láta aðra um að taka ákvarðanir? Þeir sem sitja heima gefa öðrum valdið til að móta samfélagið. Þarna er eitthvað nýtt á ferð sem þarf að rannsaka. Árið 1975 var sjónum einkum beint að stöðu kvenna á vinnumarkaði, ekki síst vanmati á störfum kvenna. Óviðunandi launamisrétti, allt of kynskiptan vinnumarkað og atvinnulíf sem er að miklu leyti stjórnað af körlum eru enn á dagskrá. Þar þarf markvisst átak í glímu við rótgrónar hefðir. Menntun kvenna hefur farið sívaxandi en á sama tíma eru karlar að dragast aftur úr hvað varðar framhalds- og háskólamenntun. Það er sannarlega áhyggjuefni. Samfélagið á að nýta allan sinn mannauð og jafna tækifæri fólks til náms og starfa, fólks á öllum aldri. Það er ástæða til að spyrja hvað fyrirhugaðar takmarkanir á námsmöguleikum fólks sem er 25 ára og eldra þýði út frá kynjasjónarhorni? Hverjir hafa skilað sér inn í skóla eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða við að koma upp fjölskyldu? Þar hafa konur lengi verið í meirihluta en sem betur fer eru sífellt fleiri karlar að skila sér aftur í skóla enda brottfall mun meira meðal þeirra en meðal kvenna. Þetta er mál sem þarf að skoða út frá öðrum sjónarhornum en því fjárhagslega. Það þarf að auka og bæta menntun, ekki að draga úr möguleikum og jafnrétti til náms. Á þessu ári hefur Ísland farið með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Fjöldi ráðstefna og funda hefur verið haldinn af því tilefni, m.a. var haldið upp á 40 ára samstarf Norðurlandanna í jafnréttismálum. Í næstu viku verður spennandi ráðstefna á Akureyri um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum. Þar verður kynjagleraugum beint að sérkennum þeirra samfélaga í norðri sem mótast hafa af óblíðum aðstæðum og einkennst af veiðum og landbúnaði, sumstaðar í árþúsundir. Stóra spurningin er hvernig hægt verður að gera samfélög norðurslóða lífvænlegri, bæði fyrir konur og karla. Staðan er þannig nú að margar konur fara og karlarnir verða eftir. Ástæðan er menntasókn kvenna, einhæft atvinnulíf, karlremba og ofbeldi sem konur sætta sig ekki lengur við. Samfélög án kvenna standast auðvitað ekki til lengdar. Um leið og við Íslendingar erum hluti af þessari mynd höfum við margt fram að færa í umræðunni um mótun sjálfbærra jafnréttissamfélaga . Við höfum náð miklum árangri hvað varðar kynjajafnrétti, einkum vegna þrotlausrar baráttu íslenskra kvennahreyfinga, en við þurfum líka að standa vörð um það. Vindar blása úr ýmsum áttum þessa stundina og víða gætir andstöðu, þekkingarleysis (t.d. á alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga), fordóma og jafnvel hatursorðræðu í garð femínista og jafnréttisbaráttunnar. Því er mikilvægt að vera vel á verði, sýna samstöðu og sækja fram. Það þarf að kveikja aftur baráttuandann frá 1975.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun