Föllum frá reglum um mætingu Sigþór Constantin Jóhannsson skrifar 24. október 2014 12:00 Í kjölfar umræðu um hátt brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi þá langar mig að segja þetta: Föllum frá reglum um mætingu. Mæting er ekki hvetjandi á neinn jákvæðan hátt. Þvert á móti getur hún dregið úr löngun til þess að læra eitthvað í tímum. Ég er til dæmis í ENS103. Tungumál hafa alla tíð legið frekar vel fyrir mér, og þá sérstaklega enska. Mér gekk vel í ensku í grunnskóla og fékk góða einkunn í samræmdu prófunum. Hinsvegar var mér ekki boðið upp á það að flýta fyrir og taka framhaldskólaáfanga í ensku strax í 10. bekk. Allavega þá er ég í 103 í Ensku og eins og mig grunaði þá er efnið sem ég er að læra alls ekki nýtt af nálinni. Stór hluti bókarinnar er upprifjun af unglingastigi en svo eru líka verkefni sem eru auðveld þótt maður hafi ekki lært þau áður. Þegar það er verið að byrja á nýjum kafla myndi kennarinn byrja tímann á því að fletta í gegnum meginatriðin og útskýra hvernig verkefnin eiga að vera unnin. Staðreyndin er einfaldlega sú að á meðan kennarinn flytur efnið eru alltaf einhverjir nemendur sem vita upp á hár hvað hann ætlar að segja næst og jafnvel furða sig á hvers vegna í ósköpunum það sé verið að tala um þetta einfalda verkefni, sem margoft hefur verið kennt í grunnskóla eða maður bara einfaldlega kann fyrir. Ég er ekki að segja að „Ég“ hugsi svona í hvert skipti sem kennarinn útskýrir muninn á þolmynd og germynd, Hinsvegar þá eru nemendur sem gera það en í stað þess að fá að fara í gegnum efnið á sinn eigin hátt og á sínum hraða þá eru þeim sett ákveðin mörk sem kallast mætingarreglur. Afburðanemendur geta ekki fengið svigrúm til þess að stunda sitt nám utan kennslustofunnar og á þeim tíma sem þeim hentar- þeir þurfa að MÆTA í tíma og hlusta á kennarann fara yfir eitthvað sem þeir þekkja betur en handarbakið á sér og ef þeir gera það ekki þá eru þeir svo gott sem fallnir í áfanganum. Frjáls mæting yrði ekki bara hagur fyrir afburðanámsmenn. Það myndi henta öllum betur að fá að ákveða hvar og hvenær hann skrifar ritgerðina sína. Hverjum er ekki sama hvort ég leysi línulega jöfnu í algebru heima hjá mér, í bílnum eða í stofu 103 ? Svo lengi sem ég klára verkið á tilsettum tíma og fæ góða einkunn- Afhverju er mér sagt að gera það í kennslustofu ? . Þeir sem vilja læra í skólastofu með kennara er að sjálfsögðu frjálst að gera það og ég er alveg viss um það að skólinn á eftir að verða mikið betri staður til þess að vera á- bæði fyrir kennara og nemendur. Og já, ég sagði líka fyrir kennara. Það er vegna þess að með frjálsri mætingu má gera ráð fyrir því að færri nemendur sitji hverja kennslustund. Þannig skapast meiri friður og kennarinn hefur mun meiri tíma í að aðstoða þá nemendur sem það kjósa. Tímann sem tapast við að lesa upp og merkja við þá sem ekki eru mættir væri hægt að nota til þess að byrja strax að fara yfir efnið og koma nemendum í gang. Það hefur verið fjallað um hátt hlutfall nemenda sem hætta námi í framhaldsskólum á Íslandi. 870 nemendur hættu námi á þessu ári og þar af voru 270 sem hættu vegna þess að hafa “fallið” á frumstæðum hlut sem kallast mæting. Mér finnst að einkunnir og færni í hverri grein fyrir sig sé það sem skiptir öllu máli- ekki það hvort ég mæti í kennslustund sem ég fæ ekkert meira út úr heldur en ef ég einfaldlega kláraði verkefnin heima hjá mér. Ég trúi því að með frjálsu mætingarkerfi verði skólinn minn að besta mögulega stað fyrir nám og lærdóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar umræðu um hátt brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi þá langar mig að segja þetta: Föllum frá reglum um mætingu. Mæting er ekki hvetjandi á neinn jákvæðan hátt. Þvert á móti getur hún dregið úr löngun til þess að læra eitthvað í tímum. Ég er til dæmis í ENS103. Tungumál hafa alla tíð legið frekar vel fyrir mér, og þá sérstaklega enska. Mér gekk vel í ensku í grunnskóla og fékk góða einkunn í samræmdu prófunum. Hinsvegar var mér ekki boðið upp á það að flýta fyrir og taka framhaldskólaáfanga í ensku strax í 10. bekk. Allavega þá er ég í 103 í Ensku og eins og mig grunaði þá er efnið sem ég er að læra alls ekki nýtt af nálinni. Stór hluti bókarinnar er upprifjun af unglingastigi en svo eru líka verkefni sem eru auðveld þótt maður hafi ekki lært þau áður. Þegar það er verið að byrja á nýjum kafla myndi kennarinn byrja tímann á því að fletta í gegnum meginatriðin og útskýra hvernig verkefnin eiga að vera unnin. Staðreyndin er einfaldlega sú að á meðan kennarinn flytur efnið eru alltaf einhverjir nemendur sem vita upp á hár hvað hann ætlar að segja næst og jafnvel furða sig á hvers vegna í ósköpunum það sé verið að tala um þetta einfalda verkefni, sem margoft hefur verið kennt í grunnskóla eða maður bara einfaldlega kann fyrir. Ég er ekki að segja að „Ég“ hugsi svona í hvert skipti sem kennarinn útskýrir muninn á þolmynd og germynd, Hinsvegar þá eru nemendur sem gera það en í stað þess að fá að fara í gegnum efnið á sinn eigin hátt og á sínum hraða þá eru þeim sett ákveðin mörk sem kallast mætingarreglur. Afburðanemendur geta ekki fengið svigrúm til þess að stunda sitt nám utan kennslustofunnar og á þeim tíma sem þeim hentar- þeir þurfa að MÆTA í tíma og hlusta á kennarann fara yfir eitthvað sem þeir þekkja betur en handarbakið á sér og ef þeir gera það ekki þá eru þeir svo gott sem fallnir í áfanganum. Frjáls mæting yrði ekki bara hagur fyrir afburðanámsmenn. Það myndi henta öllum betur að fá að ákveða hvar og hvenær hann skrifar ritgerðina sína. Hverjum er ekki sama hvort ég leysi línulega jöfnu í algebru heima hjá mér, í bílnum eða í stofu 103 ? Svo lengi sem ég klára verkið á tilsettum tíma og fæ góða einkunn- Afhverju er mér sagt að gera það í kennslustofu ? . Þeir sem vilja læra í skólastofu með kennara er að sjálfsögðu frjálst að gera það og ég er alveg viss um það að skólinn á eftir að verða mikið betri staður til þess að vera á- bæði fyrir kennara og nemendur. Og já, ég sagði líka fyrir kennara. Það er vegna þess að með frjálsri mætingu má gera ráð fyrir því að færri nemendur sitji hverja kennslustund. Þannig skapast meiri friður og kennarinn hefur mun meiri tíma í að aðstoða þá nemendur sem það kjósa. Tímann sem tapast við að lesa upp og merkja við þá sem ekki eru mættir væri hægt að nota til þess að byrja strax að fara yfir efnið og koma nemendum í gang. Það hefur verið fjallað um hátt hlutfall nemenda sem hætta námi í framhaldsskólum á Íslandi. 870 nemendur hættu námi á þessu ári og þar af voru 270 sem hættu vegna þess að hafa “fallið” á frumstæðum hlut sem kallast mæting. Mér finnst að einkunnir og færni í hverri grein fyrir sig sé það sem skiptir öllu máli- ekki það hvort ég mæti í kennslustund sem ég fæ ekkert meira út úr heldur en ef ég einfaldlega kláraði verkefnin heima hjá mér. Ég trúi því að með frjálsu mætingarkerfi verði skólinn minn að besta mögulega stað fyrir nám og lærdóm.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun