„Ég er ljót kona“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 17:30 vísir/getty „Ég er ljót kona. Ég er það í alvörunni. Ekki rífast við mig um þetta.“ Þetta skrifar Reddit-notandinn throwmeaway4352 í hjartnæmu bréfi á Reddit. Ástæðan er slæm lífsreynsla sem hún lenti í á næturklúbbi með vinum sínum. „Ég er ekki of þung. Ég er reyndar í betra formi en margar konur á mínum aldri. Ég klæði mig flott, ég er góð að mála mig. En síðustu helgi þurfti heimurinn að minna mig á að þrátt fyrir þetta reynir fólk að berja mig niður,“ bætir konan við. Hún segist hafa farið á klúbbinn til að halda uppá afmæli vinkonu sinnar. Hún vildi einnig lyfta sér upp því hún hafði verið í erfiðum prófum í skólanum. „Af því að ég fer ekki oft út á lífið reyndi ég að líta vel út þetta kvöld. Ég fór í föt sem ég hafði keypt fyrir löngu en aldrei farið í því mér fannst þau vera kynþokkafyllri en það sem ég klæðist vanalega,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi einnig málað sig óaðfinnanlega og sléttað hárið. „Og þegar ég horfði í spegil kom ég sjálfri mér á óvart. Vá, er þetta ég? Ég lít...vel út!“ Öllum vinum hennar fannst hún líka líta vel út og henni leið vel. Henni fannst hún ekki vera að þykjast vera aðlaðandi heldur fannst henni hún vera það. Þegar á klúbbinn var komið kostaði inn, eitthvað sem vinahópurinn vissi ekki af. Vinirnir borguðu fyrir hvorn annan en enginn vildi borga fyrir hana. „Strákarnir reyndu allt til að forðast það að horfa í augun á mér. Þeir horfðu á götuna, þóttust kíkja í veskin sín í leit að peningum til að borga fyrir eina stúlku í viðbót. Það var svo augljóst að mig langaði að fara heim. Sem betur fer var vinkona mín með aukapening og borgaði fyrir mig.“ Konan hélt að hún gæti gleymt þessu þegar inní klúbbinn var komið. Hún fór á dansgólfið og dansaði við strák sem vildi greinilega ekki dansa við hana. Hann var sífellt að leita að meira aðlaðandi stúlku til að dansa við, að hennar sögn, og þegar hann sá eina slíka lét hann sig hverfa. Hún segir síðan frá því hvernig ljósmyndari á klúbbnum vappaði í kringum vinahópinn og reyndi að ná góðum myndum þar sem hún var ekki með. „Ég trúði þessu ekki fyrr en hann kom upp að mér og bað mig um að færa mig. Mér fannst ég svo ljót þá. Það virtist ekki skipta máli hve mikið ég lagði á mig til að líta vel út og líða vel þetta kvöld,“ skrifar konan og endar síðan bréfið á því að hvetja fólk að vera gott við hvort annað. „Verið vinsamlegri við ljótt fólk, Reddit.“Lesa bréf hennar í heild sinni hér. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
„Ég er ljót kona. Ég er það í alvörunni. Ekki rífast við mig um þetta.“ Þetta skrifar Reddit-notandinn throwmeaway4352 í hjartnæmu bréfi á Reddit. Ástæðan er slæm lífsreynsla sem hún lenti í á næturklúbbi með vinum sínum. „Ég er ekki of þung. Ég er reyndar í betra formi en margar konur á mínum aldri. Ég klæði mig flott, ég er góð að mála mig. En síðustu helgi þurfti heimurinn að minna mig á að þrátt fyrir þetta reynir fólk að berja mig niður,“ bætir konan við. Hún segist hafa farið á klúbbinn til að halda uppá afmæli vinkonu sinnar. Hún vildi einnig lyfta sér upp því hún hafði verið í erfiðum prófum í skólanum. „Af því að ég fer ekki oft út á lífið reyndi ég að líta vel út þetta kvöld. Ég fór í föt sem ég hafði keypt fyrir löngu en aldrei farið í því mér fannst þau vera kynþokkafyllri en það sem ég klæðist vanalega,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi einnig málað sig óaðfinnanlega og sléttað hárið. „Og þegar ég horfði í spegil kom ég sjálfri mér á óvart. Vá, er þetta ég? Ég lít...vel út!“ Öllum vinum hennar fannst hún líka líta vel út og henni leið vel. Henni fannst hún ekki vera að þykjast vera aðlaðandi heldur fannst henni hún vera það. Þegar á klúbbinn var komið kostaði inn, eitthvað sem vinahópurinn vissi ekki af. Vinirnir borguðu fyrir hvorn annan en enginn vildi borga fyrir hana. „Strákarnir reyndu allt til að forðast það að horfa í augun á mér. Þeir horfðu á götuna, þóttust kíkja í veskin sín í leit að peningum til að borga fyrir eina stúlku í viðbót. Það var svo augljóst að mig langaði að fara heim. Sem betur fer var vinkona mín með aukapening og borgaði fyrir mig.“ Konan hélt að hún gæti gleymt þessu þegar inní klúbbinn var komið. Hún fór á dansgólfið og dansaði við strák sem vildi greinilega ekki dansa við hana. Hann var sífellt að leita að meira aðlaðandi stúlku til að dansa við, að hennar sögn, og þegar hann sá eina slíka lét hann sig hverfa. Hún segir síðan frá því hvernig ljósmyndari á klúbbnum vappaði í kringum vinahópinn og reyndi að ná góðum myndum þar sem hún var ekki með. „Ég trúði þessu ekki fyrr en hann kom upp að mér og bað mig um að færa mig. Mér fannst ég svo ljót þá. Það virtist ekki skipta máli hve mikið ég lagði á mig til að líta vel út og líða vel þetta kvöld,“ skrifar konan og endar síðan bréfið á því að hvetja fólk að vera gott við hvort annað. „Verið vinsamlegri við ljótt fólk, Reddit.“Lesa bréf hennar í heild sinni hér.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira