„Ég er ljót kona“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 17:30 vísir/getty „Ég er ljót kona. Ég er það í alvörunni. Ekki rífast við mig um þetta.“ Þetta skrifar Reddit-notandinn throwmeaway4352 í hjartnæmu bréfi á Reddit. Ástæðan er slæm lífsreynsla sem hún lenti í á næturklúbbi með vinum sínum. „Ég er ekki of þung. Ég er reyndar í betra formi en margar konur á mínum aldri. Ég klæði mig flott, ég er góð að mála mig. En síðustu helgi þurfti heimurinn að minna mig á að þrátt fyrir þetta reynir fólk að berja mig niður,“ bætir konan við. Hún segist hafa farið á klúbbinn til að halda uppá afmæli vinkonu sinnar. Hún vildi einnig lyfta sér upp því hún hafði verið í erfiðum prófum í skólanum. „Af því að ég fer ekki oft út á lífið reyndi ég að líta vel út þetta kvöld. Ég fór í föt sem ég hafði keypt fyrir löngu en aldrei farið í því mér fannst þau vera kynþokkafyllri en það sem ég klæðist vanalega,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi einnig málað sig óaðfinnanlega og sléttað hárið. „Og þegar ég horfði í spegil kom ég sjálfri mér á óvart. Vá, er þetta ég? Ég lít...vel út!“ Öllum vinum hennar fannst hún líka líta vel út og henni leið vel. Henni fannst hún ekki vera að þykjast vera aðlaðandi heldur fannst henni hún vera það. Þegar á klúbbinn var komið kostaði inn, eitthvað sem vinahópurinn vissi ekki af. Vinirnir borguðu fyrir hvorn annan en enginn vildi borga fyrir hana. „Strákarnir reyndu allt til að forðast það að horfa í augun á mér. Þeir horfðu á götuna, þóttust kíkja í veskin sín í leit að peningum til að borga fyrir eina stúlku í viðbót. Það var svo augljóst að mig langaði að fara heim. Sem betur fer var vinkona mín með aukapening og borgaði fyrir mig.“ Konan hélt að hún gæti gleymt þessu þegar inní klúbbinn var komið. Hún fór á dansgólfið og dansaði við strák sem vildi greinilega ekki dansa við hana. Hann var sífellt að leita að meira aðlaðandi stúlku til að dansa við, að hennar sögn, og þegar hann sá eina slíka lét hann sig hverfa. Hún segir síðan frá því hvernig ljósmyndari á klúbbnum vappaði í kringum vinahópinn og reyndi að ná góðum myndum þar sem hún var ekki með. „Ég trúði þessu ekki fyrr en hann kom upp að mér og bað mig um að færa mig. Mér fannst ég svo ljót þá. Það virtist ekki skipta máli hve mikið ég lagði á mig til að líta vel út og líða vel þetta kvöld,“ skrifar konan og endar síðan bréfið á því að hvetja fólk að vera gott við hvort annað. „Verið vinsamlegri við ljótt fólk, Reddit.“Lesa bréf hennar í heild sinni hér. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira
„Ég er ljót kona. Ég er það í alvörunni. Ekki rífast við mig um þetta.“ Þetta skrifar Reddit-notandinn throwmeaway4352 í hjartnæmu bréfi á Reddit. Ástæðan er slæm lífsreynsla sem hún lenti í á næturklúbbi með vinum sínum. „Ég er ekki of þung. Ég er reyndar í betra formi en margar konur á mínum aldri. Ég klæði mig flott, ég er góð að mála mig. En síðustu helgi þurfti heimurinn að minna mig á að þrátt fyrir þetta reynir fólk að berja mig niður,“ bætir konan við. Hún segist hafa farið á klúbbinn til að halda uppá afmæli vinkonu sinnar. Hún vildi einnig lyfta sér upp því hún hafði verið í erfiðum prófum í skólanum. „Af því að ég fer ekki oft út á lífið reyndi ég að líta vel út þetta kvöld. Ég fór í föt sem ég hafði keypt fyrir löngu en aldrei farið í því mér fannst þau vera kynþokkafyllri en það sem ég klæðist vanalega,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi einnig málað sig óaðfinnanlega og sléttað hárið. „Og þegar ég horfði í spegil kom ég sjálfri mér á óvart. Vá, er þetta ég? Ég lít...vel út!“ Öllum vinum hennar fannst hún líka líta vel út og henni leið vel. Henni fannst hún ekki vera að þykjast vera aðlaðandi heldur fannst henni hún vera það. Þegar á klúbbinn var komið kostaði inn, eitthvað sem vinahópurinn vissi ekki af. Vinirnir borguðu fyrir hvorn annan en enginn vildi borga fyrir hana. „Strákarnir reyndu allt til að forðast það að horfa í augun á mér. Þeir horfðu á götuna, þóttust kíkja í veskin sín í leit að peningum til að borga fyrir eina stúlku í viðbót. Það var svo augljóst að mig langaði að fara heim. Sem betur fer var vinkona mín með aukapening og borgaði fyrir mig.“ Konan hélt að hún gæti gleymt þessu þegar inní klúbbinn var komið. Hún fór á dansgólfið og dansaði við strák sem vildi greinilega ekki dansa við hana. Hann var sífellt að leita að meira aðlaðandi stúlku til að dansa við, að hennar sögn, og þegar hann sá eina slíka lét hann sig hverfa. Hún segir síðan frá því hvernig ljósmyndari á klúbbnum vappaði í kringum vinahópinn og reyndi að ná góðum myndum þar sem hún var ekki með. „Ég trúði þessu ekki fyrr en hann kom upp að mér og bað mig um að færa mig. Mér fannst ég svo ljót þá. Það virtist ekki skipta máli hve mikið ég lagði á mig til að líta vel út og líða vel þetta kvöld,“ skrifar konan og endar síðan bréfið á því að hvetja fólk að vera gott við hvort annað. „Verið vinsamlegri við ljótt fólk, Reddit.“Lesa bréf hennar í heild sinni hér.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira