Trúir ekki að fólk hafi komið af stað sögum um að hún væri á dópi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2014 10:30 „Í ljósi neikvæðu athyglinnar í bloggheiminum undanfarið langar mig að koma frá mér nokkrum orðum sem hafa nagað mig lengi,“ skrifar fegurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir á heimasíðu sinni. Fanney var krýnd Ungfrú Ísland árið 2010. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri gagnrýni sem fylgir þátttöku í keppninni þegar hún skráði sig til þátttöku. Hún sér þó ekki eftir að hafa tekið þátt og segist hafa upplifað margt sem hún hefði annars ekki gert.Efast um sjálfa sig í þessum heimi „Þetta blogg byrjaði alfarið þegar ferðalag mitt hófst árið 2010 svo að vinir og vandamenn gætu fylgst með mér úti í heimi. Eftir heimkomu voru fyrirspurnirnar svo margar að ég ákvað að halda áfram. Núna í dag hef ég hætt og byrjað, hætt og byrjað. Ástæðan er sú að áhuginn minn fyrir skrifunum er til staðar en á sama tíma er ég oft að efast um sjálfa mig í þessum heimi. Ég á góðar vinkonur á norðurlöndunum þar sem ekkert er sjálfsagðra en að halda uppi bloggsíðu, það er í raun algengara en að eiga Facebook á sumum stöðum. Við Íslendingar erum fáir og seinni að meðtaka margt. Ég er glöð að sjá hversu ört bloggheimurinn fer stækkandi hér á Íslandi því þá lætur það mér líða betur með mína síðu - En hvað er eðlilegt við það? Þurfum við alltaf að vera eins? Má enginn gera neitt öðruvísi en hinir því þá er hann bara hallærislegur og niðurlægður?“ skrifar Fanney. Hún bætir við að hún hafi húmor fyrir sjálfri sér og oft ekki tekið neikvæðri gagnrýni í garð síðunnar alvarlega en að stundum hafi gagnrýnin farið yfir strikið. „Ítrekað var gert grín af blogginu mínu í útvarpsþættinum Harmageddon, ég þekki aðeins til þáttastjórnendanna og finnst þeir frábærir karakterar. Þetta byrjaði mjög fyndið en á endanum var mér farið að sárna yfir því hvað þetta var að hafa mjög neikvæð áhrif á það sem ég var að gera. Ég hafði húmor fyrir þessu og hló í fyrstu. En þegar ítrekað var verið að stoppa mig á förnum vegi til að hlægja framan í andlitið á mér yfir þessu fannst mér þetta nóg komið. Þetta gerði það að verkum að á endanum tók ég mér pásu frá þessari síðu.“Borðaði ekkert nema skyndibitafæði Fanney skrifar líka um útlitsdýrkun og finnst margir mistúlka það orð. „Ég hef lesið pistla sem snúast um hversu asnalegt það er þegar fólk skrifar um hollt mataræði og að þessir pistlar snúist bara um það að missa sem flest kíló. Það er svo alls ekki þannig! Síðan hvenær var það útlitsdýrkun að lifa heilbrigðum lífsstíl og vera ánægður með sjálfan sig?“ skrifar Fanney og bætir við að hún hafi einu sinni lifað mjög óheilbrigðum lífsstíl. „Sjálf var ég á stað þar sem ég borðaði ekkert nema skyndibitafæði, hreyfði mig ekkert og svaf endalaust. Ég var með höfuðverk alla daga sem minnti mig helst á þynnku sökum orkuleysis. Ég greindist með vott af depurð (með öðrum orðum, vott af þunglyndi), þvílíkan D-vítamín skort og í raun skort á öllum vítamínum og fyrstu viðbrögð lækna voru að setja mig á þunglyndislyf,“ skrifar hún. Svo ákvað hún að snúa blaðinu við. „Um leið og ég tók til í mataræðinu og fór að mæta í ræktina á hverjum degi leið mér loksins betur. Ég fékk innblástur og mótiveringu frá fólki sem var duglegt og agað á þessum sviðum. Ég fékk hugmyndir af hollum mat, góðum æfingum í ræktinni og fleira. Aldrei á ævinni hefur mér liðið betur en akkúrat þegar ég er stödd þarna. Á fullu að hreyfa mig, borða hollari mat og minna af skyndibita.“Fékk að heyra að hún væri pottþétt á KlemmaÞessari lífsstílsbreytingu fylgdi neikvæð umræða. „Svo þegar ég hafði náð að hífa sjálfa mig á miklu hærri stall með þessum hætti hvað varðar vellíðan, var eitt af því sem ég fékk að heyra að ég væri pottþétt á Klemma. Ég þurfti að kanna málið betur til að komast að því hvað Klemma í raun væri - en það er víst ólöglegt, stórhættulegt hestalyf sem lætur þig grennast fyrr. Manneskja eins og ég sem þori ekki að reykja sígarettu... Eitthvað sem var mjög gaman að heyra þegar ég hafði unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég viðurkenni að ég verð mjög reið þegar ég heyri svona. Ég trúi bara ekki að fólk hafi það í sér að koma af stað svona sögum, að ég sé í raun á dópi finnst mér ganga skrefinu of langt og er það ástæðan fyrir mikilli reiði sem braust innra með mér strax í kjölfarið,“ skrifar Fanney. Hún hvetur fólk til að hrósa samferðarmönnum sínum. „Hættum allri þessari öfundsýki og gleðjumst og hrósum hvort öðru frekar. Góð leið að góðu lífi.“Pistil Fanneyjar í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
„Í ljósi neikvæðu athyglinnar í bloggheiminum undanfarið langar mig að koma frá mér nokkrum orðum sem hafa nagað mig lengi,“ skrifar fegurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir á heimasíðu sinni. Fanney var krýnd Ungfrú Ísland árið 2010. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri gagnrýni sem fylgir þátttöku í keppninni þegar hún skráði sig til þátttöku. Hún sér þó ekki eftir að hafa tekið þátt og segist hafa upplifað margt sem hún hefði annars ekki gert.Efast um sjálfa sig í þessum heimi „Þetta blogg byrjaði alfarið þegar ferðalag mitt hófst árið 2010 svo að vinir og vandamenn gætu fylgst með mér úti í heimi. Eftir heimkomu voru fyrirspurnirnar svo margar að ég ákvað að halda áfram. Núna í dag hef ég hætt og byrjað, hætt og byrjað. Ástæðan er sú að áhuginn minn fyrir skrifunum er til staðar en á sama tíma er ég oft að efast um sjálfa mig í þessum heimi. Ég á góðar vinkonur á norðurlöndunum þar sem ekkert er sjálfsagðra en að halda uppi bloggsíðu, það er í raun algengara en að eiga Facebook á sumum stöðum. Við Íslendingar erum fáir og seinni að meðtaka margt. Ég er glöð að sjá hversu ört bloggheimurinn fer stækkandi hér á Íslandi því þá lætur það mér líða betur með mína síðu - En hvað er eðlilegt við það? Þurfum við alltaf að vera eins? Má enginn gera neitt öðruvísi en hinir því þá er hann bara hallærislegur og niðurlægður?“ skrifar Fanney. Hún bætir við að hún hafi húmor fyrir sjálfri sér og oft ekki tekið neikvæðri gagnrýni í garð síðunnar alvarlega en að stundum hafi gagnrýnin farið yfir strikið. „Ítrekað var gert grín af blogginu mínu í útvarpsþættinum Harmageddon, ég þekki aðeins til þáttastjórnendanna og finnst þeir frábærir karakterar. Þetta byrjaði mjög fyndið en á endanum var mér farið að sárna yfir því hvað þetta var að hafa mjög neikvæð áhrif á það sem ég var að gera. Ég hafði húmor fyrir þessu og hló í fyrstu. En þegar ítrekað var verið að stoppa mig á förnum vegi til að hlægja framan í andlitið á mér yfir þessu fannst mér þetta nóg komið. Þetta gerði það að verkum að á endanum tók ég mér pásu frá þessari síðu.“Borðaði ekkert nema skyndibitafæði Fanney skrifar líka um útlitsdýrkun og finnst margir mistúlka það orð. „Ég hef lesið pistla sem snúast um hversu asnalegt það er þegar fólk skrifar um hollt mataræði og að þessir pistlar snúist bara um það að missa sem flest kíló. Það er svo alls ekki þannig! Síðan hvenær var það útlitsdýrkun að lifa heilbrigðum lífsstíl og vera ánægður með sjálfan sig?“ skrifar Fanney og bætir við að hún hafi einu sinni lifað mjög óheilbrigðum lífsstíl. „Sjálf var ég á stað þar sem ég borðaði ekkert nema skyndibitafæði, hreyfði mig ekkert og svaf endalaust. Ég var með höfuðverk alla daga sem minnti mig helst á þynnku sökum orkuleysis. Ég greindist með vott af depurð (með öðrum orðum, vott af þunglyndi), þvílíkan D-vítamín skort og í raun skort á öllum vítamínum og fyrstu viðbrögð lækna voru að setja mig á þunglyndislyf,“ skrifar hún. Svo ákvað hún að snúa blaðinu við. „Um leið og ég tók til í mataræðinu og fór að mæta í ræktina á hverjum degi leið mér loksins betur. Ég fékk innblástur og mótiveringu frá fólki sem var duglegt og agað á þessum sviðum. Ég fékk hugmyndir af hollum mat, góðum æfingum í ræktinni og fleira. Aldrei á ævinni hefur mér liðið betur en akkúrat þegar ég er stödd þarna. Á fullu að hreyfa mig, borða hollari mat og minna af skyndibita.“Fékk að heyra að hún væri pottþétt á KlemmaÞessari lífsstílsbreytingu fylgdi neikvæð umræða. „Svo þegar ég hafði náð að hífa sjálfa mig á miklu hærri stall með þessum hætti hvað varðar vellíðan, var eitt af því sem ég fékk að heyra að ég væri pottþétt á Klemma. Ég þurfti að kanna málið betur til að komast að því hvað Klemma í raun væri - en það er víst ólöglegt, stórhættulegt hestalyf sem lætur þig grennast fyrr. Manneskja eins og ég sem þori ekki að reykja sígarettu... Eitthvað sem var mjög gaman að heyra þegar ég hafði unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég viðurkenni að ég verð mjög reið þegar ég heyri svona. Ég trúi bara ekki að fólk hafi það í sér að koma af stað svona sögum, að ég sé í raun á dópi finnst mér ganga skrefinu of langt og er það ástæðan fyrir mikilli reiði sem braust innra með mér strax í kjölfarið,“ skrifar Fanney. Hún hvetur fólk til að hrósa samferðarmönnum sínum. „Hættum allri þessari öfundsýki og gleðjumst og hrósum hvort öðru frekar. Góð leið að góðu lífi.“Pistil Fanneyjar í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið