Trúir ekki að fólk hafi komið af stað sögum um að hún væri á dópi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2014 10:30 „Í ljósi neikvæðu athyglinnar í bloggheiminum undanfarið langar mig að koma frá mér nokkrum orðum sem hafa nagað mig lengi,“ skrifar fegurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir á heimasíðu sinni. Fanney var krýnd Ungfrú Ísland árið 2010. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri gagnrýni sem fylgir þátttöku í keppninni þegar hún skráði sig til þátttöku. Hún sér þó ekki eftir að hafa tekið þátt og segist hafa upplifað margt sem hún hefði annars ekki gert.Efast um sjálfa sig í þessum heimi „Þetta blogg byrjaði alfarið þegar ferðalag mitt hófst árið 2010 svo að vinir og vandamenn gætu fylgst með mér úti í heimi. Eftir heimkomu voru fyrirspurnirnar svo margar að ég ákvað að halda áfram. Núna í dag hef ég hætt og byrjað, hætt og byrjað. Ástæðan er sú að áhuginn minn fyrir skrifunum er til staðar en á sama tíma er ég oft að efast um sjálfa mig í þessum heimi. Ég á góðar vinkonur á norðurlöndunum þar sem ekkert er sjálfsagðra en að halda uppi bloggsíðu, það er í raun algengara en að eiga Facebook á sumum stöðum. Við Íslendingar erum fáir og seinni að meðtaka margt. Ég er glöð að sjá hversu ört bloggheimurinn fer stækkandi hér á Íslandi því þá lætur það mér líða betur með mína síðu - En hvað er eðlilegt við það? Þurfum við alltaf að vera eins? Má enginn gera neitt öðruvísi en hinir því þá er hann bara hallærislegur og niðurlægður?“ skrifar Fanney. Hún bætir við að hún hafi húmor fyrir sjálfri sér og oft ekki tekið neikvæðri gagnrýni í garð síðunnar alvarlega en að stundum hafi gagnrýnin farið yfir strikið. „Ítrekað var gert grín af blogginu mínu í útvarpsþættinum Harmageddon, ég þekki aðeins til þáttastjórnendanna og finnst þeir frábærir karakterar. Þetta byrjaði mjög fyndið en á endanum var mér farið að sárna yfir því hvað þetta var að hafa mjög neikvæð áhrif á það sem ég var að gera. Ég hafði húmor fyrir þessu og hló í fyrstu. En þegar ítrekað var verið að stoppa mig á förnum vegi til að hlægja framan í andlitið á mér yfir þessu fannst mér þetta nóg komið. Þetta gerði það að verkum að á endanum tók ég mér pásu frá þessari síðu.“Borðaði ekkert nema skyndibitafæði Fanney skrifar líka um útlitsdýrkun og finnst margir mistúlka það orð. „Ég hef lesið pistla sem snúast um hversu asnalegt það er þegar fólk skrifar um hollt mataræði og að þessir pistlar snúist bara um það að missa sem flest kíló. Það er svo alls ekki þannig! Síðan hvenær var það útlitsdýrkun að lifa heilbrigðum lífsstíl og vera ánægður með sjálfan sig?“ skrifar Fanney og bætir við að hún hafi einu sinni lifað mjög óheilbrigðum lífsstíl. „Sjálf var ég á stað þar sem ég borðaði ekkert nema skyndibitafæði, hreyfði mig ekkert og svaf endalaust. Ég var með höfuðverk alla daga sem minnti mig helst á þynnku sökum orkuleysis. Ég greindist með vott af depurð (með öðrum orðum, vott af þunglyndi), þvílíkan D-vítamín skort og í raun skort á öllum vítamínum og fyrstu viðbrögð lækna voru að setja mig á þunglyndislyf,“ skrifar hún. Svo ákvað hún að snúa blaðinu við. „Um leið og ég tók til í mataræðinu og fór að mæta í ræktina á hverjum degi leið mér loksins betur. Ég fékk innblástur og mótiveringu frá fólki sem var duglegt og agað á þessum sviðum. Ég fékk hugmyndir af hollum mat, góðum æfingum í ræktinni og fleira. Aldrei á ævinni hefur mér liðið betur en akkúrat þegar ég er stödd þarna. Á fullu að hreyfa mig, borða hollari mat og minna af skyndibita.“Fékk að heyra að hún væri pottþétt á KlemmaÞessari lífsstílsbreytingu fylgdi neikvæð umræða. „Svo þegar ég hafði náð að hífa sjálfa mig á miklu hærri stall með þessum hætti hvað varðar vellíðan, var eitt af því sem ég fékk að heyra að ég væri pottþétt á Klemma. Ég þurfti að kanna málið betur til að komast að því hvað Klemma í raun væri - en það er víst ólöglegt, stórhættulegt hestalyf sem lætur þig grennast fyrr. Manneskja eins og ég sem þori ekki að reykja sígarettu... Eitthvað sem var mjög gaman að heyra þegar ég hafði unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég viðurkenni að ég verð mjög reið þegar ég heyri svona. Ég trúi bara ekki að fólk hafi það í sér að koma af stað svona sögum, að ég sé í raun á dópi finnst mér ganga skrefinu of langt og er það ástæðan fyrir mikilli reiði sem braust innra með mér strax í kjölfarið,“ skrifar Fanney. Hún hvetur fólk til að hrósa samferðarmönnum sínum. „Hættum allri þessari öfundsýki og gleðjumst og hrósum hvort öðru frekar. Góð leið að góðu lífi.“Pistil Fanneyjar í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Í ljósi neikvæðu athyglinnar í bloggheiminum undanfarið langar mig að koma frá mér nokkrum orðum sem hafa nagað mig lengi,“ skrifar fegurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir á heimasíðu sinni. Fanney var krýnd Ungfrú Ísland árið 2010. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri gagnrýni sem fylgir þátttöku í keppninni þegar hún skráði sig til þátttöku. Hún sér þó ekki eftir að hafa tekið þátt og segist hafa upplifað margt sem hún hefði annars ekki gert.Efast um sjálfa sig í þessum heimi „Þetta blogg byrjaði alfarið þegar ferðalag mitt hófst árið 2010 svo að vinir og vandamenn gætu fylgst með mér úti í heimi. Eftir heimkomu voru fyrirspurnirnar svo margar að ég ákvað að halda áfram. Núna í dag hef ég hætt og byrjað, hætt og byrjað. Ástæðan er sú að áhuginn minn fyrir skrifunum er til staðar en á sama tíma er ég oft að efast um sjálfa mig í þessum heimi. Ég á góðar vinkonur á norðurlöndunum þar sem ekkert er sjálfsagðra en að halda uppi bloggsíðu, það er í raun algengara en að eiga Facebook á sumum stöðum. Við Íslendingar erum fáir og seinni að meðtaka margt. Ég er glöð að sjá hversu ört bloggheimurinn fer stækkandi hér á Íslandi því þá lætur það mér líða betur með mína síðu - En hvað er eðlilegt við það? Þurfum við alltaf að vera eins? Má enginn gera neitt öðruvísi en hinir því þá er hann bara hallærislegur og niðurlægður?“ skrifar Fanney. Hún bætir við að hún hafi húmor fyrir sjálfri sér og oft ekki tekið neikvæðri gagnrýni í garð síðunnar alvarlega en að stundum hafi gagnrýnin farið yfir strikið. „Ítrekað var gert grín af blogginu mínu í útvarpsþættinum Harmageddon, ég þekki aðeins til þáttastjórnendanna og finnst þeir frábærir karakterar. Þetta byrjaði mjög fyndið en á endanum var mér farið að sárna yfir því hvað þetta var að hafa mjög neikvæð áhrif á það sem ég var að gera. Ég hafði húmor fyrir þessu og hló í fyrstu. En þegar ítrekað var verið að stoppa mig á förnum vegi til að hlægja framan í andlitið á mér yfir þessu fannst mér þetta nóg komið. Þetta gerði það að verkum að á endanum tók ég mér pásu frá þessari síðu.“Borðaði ekkert nema skyndibitafæði Fanney skrifar líka um útlitsdýrkun og finnst margir mistúlka það orð. „Ég hef lesið pistla sem snúast um hversu asnalegt það er þegar fólk skrifar um hollt mataræði og að þessir pistlar snúist bara um það að missa sem flest kíló. Það er svo alls ekki þannig! Síðan hvenær var það útlitsdýrkun að lifa heilbrigðum lífsstíl og vera ánægður með sjálfan sig?“ skrifar Fanney og bætir við að hún hafi einu sinni lifað mjög óheilbrigðum lífsstíl. „Sjálf var ég á stað þar sem ég borðaði ekkert nema skyndibitafæði, hreyfði mig ekkert og svaf endalaust. Ég var með höfuðverk alla daga sem minnti mig helst á þynnku sökum orkuleysis. Ég greindist með vott af depurð (með öðrum orðum, vott af þunglyndi), þvílíkan D-vítamín skort og í raun skort á öllum vítamínum og fyrstu viðbrögð lækna voru að setja mig á þunglyndislyf,“ skrifar hún. Svo ákvað hún að snúa blaðinu við. „Um leið og ég tók til í mataræðinu og fór að mæta í ræktina á hverjum degi leið mér loksins betur. Ég fékk innblástur og mótiveringu frá fólki sem var duglegt og agað á þessum sviðum. Ég fékk hugmyndir af hollum mat, góðum æfingum í ræktinni og fleira. Aldrei á ævinni hefur mér liðið betur en akkúrat þegar ég er stödd þarna. Á fullu að hreyfa mig, borða hollari mat og minna af skyndibita.“Fékk að heyra að hún væri pottþétt á KlemmaÞessari lífsstílsbreytingu fylgdi neikvæð umræða. „Svo þegar ég hafði náð að hífa sjálfa mig á miklu hærri stall með þessum hætti hvað varðar vellíðan, var eitt af því sem ég fékk að heyra að ég væri pottþétt á Klemma. Ég þurfti að kanna málið betur til að komast að því hvað Klemma í raun væri - en það er víst ólöglegt, stórhættulegt hestalyf sem lætur þig grennast fyrr. Manneskja eins og ég sem þori ekki að reykja sígarettu... Eitthvað sem var mjög gaman að heyra þegar ég hafði unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég viðurkenni að ég verð mjög reið þegar ég heyri svona. Ég trúi bara ekki að fólk hafi það í sér að koma af stað svona sögum, að ég sé í raun á dópi finnst mér ganga skrefinu of langt og er það ástæðan fyrir mikilli reiði sem braust innra með mér strax í kjölfarið,“ skrifar Fanney. Hún hvetur fólk til að hrósa samferðarmönnum sínum. „Hættum allri þessari öfundsýki og gleðjumst og hrósum hvort öðru frekar. Góð leið að góðu lífi.“Pistil Fanneyjar í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira