Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN Silja Rán Guðmunsddóttir skrifar 10. október 2014 07:00 Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun