Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar 11. júlí 2025 16:30 Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jón Pétur Zimsen Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun