Skoðun

Treystum unga fólkinu

Natan Kolbeinsson skrifar
Í september tóku Skotar ákvörðun um hvort þau vildu vera sjálfstæð þjóð eða ekki. Eins og flestir vita þá ákvaðu þeir að vera áframhluti af Breska konungsdæminu. Það sem var samt mjög merkilegt við þessar kosningar var það að skotar treysta 16 ára einstaklingum með þessa stóru ákvörðun og gáfum þeim réttinn til að kjósa.

Rökinn gegn því að leyfa 16 ára fólki að kjósa er að þau sé ekki búinn að kynna sér nógu vel málið til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun. Í raun eru þetta rökinn að við viljum vernda okkur sjálf frá heimsku þeirra og það að við einfaldlega treystum þeim ekki til þess að taka þátt í stjórnmálum.

Auðvita eiga þessi rök að vissu leiti rétt á sér því fjöldi ungt fólk er alls ekki mikið að pæla í stjórnmálum en svo á líka við um fjöldan allan af fólki í öllum aldurshópum svo það á alls ekki að vera rök fyrir því að stopa okkur í því að gefa 16 ára einstaklingum réttinn til að kjósa.

Það er rétt að eins og við sáum í kosningum til sveitastjórna núna í ár að kosningaþátttaka ungs fólks er lág, en gæti það samt ekki líka verið að því að rödd ungs fólks í stjórnmálum heyrust ekki vegna þess hve fá við erum miða við aðra samfélgashópa?

Gæti það ekki verið lausn við vandamálinu að stækka þann hóp ungs fólks sem hefur réttinn til að kjósa með því að leyfa þeim sem náð hefur 16 ára aldri að kjósa?

Með því að fjöga ungu fólki sem getur kosið erum við að gera ungt fólk að stærri samfélagshópi sem getur haft meiri áhrif á úrslit kosninga verða. Þannig getum við breytt stjórnmálum frá því að vera vetfangur miðaldra einstaklinga sem ennþá eru föst í skotgröfum síðustu 30-40 ára og yfir í raunverulegt samtal um hvað er best fyrir land og þjóð?

Er það kannski raunverulega ástæða þess að 16 ára fá ekki réttinn til að kjósa er að þá munu þeir valdahafar sem núna eru við völd í öllum flokkum missa tökinn og við getum byrjað að móta ný og betri stjórnmál?






Skoðun

Sjá meira


×