Svar til Elliða Benóný Harðarson skrifar 8. október 2014 11:59 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins tölvupóst þriðjudaginn 7. október þar sem hann lýsir þeim miklu áhyggjum sem hann hefur af útgerðinni á Íslandi. Elliði segir meðal annars í tölvupóstinum: „Þær breytingar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gerði sumarið 2013 og fyrr á þessu ári, voru í besta falli í skötulíki.“ Þetta segir Elliði þrátt fyrir að þessi sama ríkisstjórn hafi lækkað veiðigjöld um 9 milljarða á milli fiskveiðiársins 2012/2013 til fiskveiðiársins 2013/2014, samkvæmt tölum frá Fiskistofu, og samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015 á að lækka veiðigjöld um 1,8 milljarð í viðbót. Ef það gengur eftir verður búið að lækka álögur á útgerðina um 10.800 milljónir (hvað kostar nýr Landspítali aftur?). Á meðan horfum við upp á útgerðina skila miklum hagnaði. Samherji skilaði ekki nema 22 milljarða króna hagnaði 2013 og Síldarvinnslan 5,6 milljörðum. Það hefur líka gengið ágætlega hjá HB Granda. Fyrirtækið hagnaðist um 14,1 milljarð króna á tímabilinu 2011 til 2013. Útgerðarfélagið Brim skilaði samtals tæplega 10 milljarða króna hagnaði árin 2011 og 2012 og Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 7,8 milljarða króna á sama tveggja ára tímabili. Ég er frá útgerðarplássi eins og Elliði, þar sem flestir eiga allt sitt undir sjávarútvegnum. Ég hef samt ekki þessar sömu áhyggjur og hann af útgerðarmönnum. Í gegnum tíðina hefur alltaf verið hægt að bjarga sjávarútvegsfyrirtækum og útgerðarmönnum með gengisfellingum sem hafa gert íslensku launafólki erfitt fyrir. Lán og vöruverð hafa hækkað í takt við gengisfellinguna og fólk finnur hvernig allt hækkar nema launin. Er ekki núna komið að því að hafa frekar áhyggjur af fólkinu sem vinnur á gólfinu hjá þessum fyrirtækjum? Byrjendalaun í fiskvinnslu eru rétt rúmlega 207.000 á mánuði. Ættum við ekki frekar að berjast fyrir því að þessi fyrirtæki borgi fólki almennileg laun? Miðað við hagnað fyrirtækjanna sýnist mér það vel vera hægt. Það er nefnilega þannig að fiskurinn í sjónum er auðlind í eigu þjóðarinnar og því er réttast að sem flestir fái eitthvað út úr auðlindinni. Ef fiskverkafólk fær hærri laun fær ríkið skatt af þeim launum. Sá skattur væri skref í átt að því að mögulegt væri að lækka skatta á nauðsynjavörur, byggja nýjan spítala og byggja upp velferðarkerfið í landinu. Um þetta geta allir verið sammála, meira að segja þú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins tölvupóst þriðjudaginn 7. október þar sem hann lýsir þeim miklu áhyggjum sem hann hefur af útgerðinni á Íslandi. Elliði segir meðal annars í tölvupóstinum: „Þær breytingar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gerði sumarið 2013 og fyrr á þessu ári, voru í besta falli í skötulíki.“ Þetta segir Elliði þrátt fyrir að þessi sama ríkisstjórn hafi lækkað veiðigjöld um 9 milljarða á milli fiskveiðiársins 2012/2013 til fiskveiðiársins 2013/2014, samkvæmt tölum frá Fiskistofu, og samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015 á að lækka veiðigjöld um 1,8 milljarð í viðbót. Ef það gengur eftir verður búið að lækka álögur á útgerðina um 10.800 milljónir (hvað kostar nýr Landspítali aftur?). Á meðan horfum við upp á útgerðina skila miklum hagnaði. Samherji skilaði ekki nema 22 milljarða króna hagnaði 2013 og Síldarvinnslan 5,6 milljörðum. Það hefur líka gengið ágætlega hjá HB Granda. Fyrirtækið hagnaðist um 14,1 milljarð króna á tímabilinu 2011 til 2013. Útgerðarfélagið Brim skilaði samtals tæplega 10 milljarða króna hagnaði árin 2011 og 2012 og Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 7,8 milljarða króna á sama tveggja ára tímabili. Ég er frá útgerðarplássi eins og Elliði, þar sem flestir eiga allt sitt undir sjávarútvegnum. Ég hef samt ekki þessar sömu áhyggjur og hann af útgerðarmönnum. Í gegnum tíðina hefur alltaf verið hægt að bjarga sjávarútvegsfyrirtækum og útgerðarmönnum með gengisfellingum sem hafa gert íslensku launafólki erfitt fyrir. Lán og vöruverð hafa hækkað í takt við gengisfellinguna og fólk finnur hvernig allt hækkar nema launin. Er ekki núna komið að því að hafa frekar áhyggjur af fólkinu sem vinnur á gólfinu hjá þessum fyrirtækjum? Byrjendalaun í fiskvinnslu eru rétt rúmlega 207.000 á mánuði. Ættum við ekki frekar að berjast fyrir því að þessi fyrirtæki borgi fólki almennileg laun? Miðað við hagnað fyrirtækjanna sýnist mér það vel vera hægt. Það er nefnilega þannig að fiskurinn í sjónum er auðlind í eigu þjóðarinnar og því er réttast að sem flestir fái eitthvað út úr auðlindinni. Ef fiskverkafólk fær hærri laun fær ríkið skatt af þeim launum. Sá skattur væri skref í átt að því að mögulegt væri að lækka skatta á nauðsynjavörur, byggja nýjan spítala og byggja upp velferðarkerfið í landinu. Um þetta geta allir verið sammála, meira að segja þú.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar