Tuttugu ár frá fyrsta Friends-þættinum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2014 16:00 Fyrsti þáttur af Friends var frumsýndur á NBC þann 22. september árið 1994. Alls voru gerðar tíu seríur af þáttunum og var sá síðasti sýndur þann 6. maí árið 2004. Friends er enn þann dag í dag einn vinsælasti gamanþáttur allra tíma og hlaut alls 62 tilnefningar til Emmy-verðlaunanna á meðan þættirnir voru í sýningu.Breska blaðið The Independent hefur síðustu vikur óskað eftir uppástungum að bestu atriðum úr Friends að mati lesenda sinna og birtir þau bestu í dag í tilefni af tuttugu ára afmælinu.Sófaatriðið Ross verður óvenju æstur þegar Rachel og Chandler hjálpa honum að koma nýja sófanum hans upp tröppurnar í nýju íbúðinni. „Pivot!“ öskrar Ross í gríð og erg og nær að pirra vini sína eins og honum einum er lagið.Samlokan hans Ross Ross verður trítilóður þegar hann kemst að því að yfirmaður hans borðaði samlokuna hans, sérstaka kalkúnasamloku með sósublautri brauðsneið í miðjunni sem Monica bjó til handa honum. Ekki bætir úr skák að samlokan er það eina góða í lífi Ross, að hans sögn, en æðiskastið hans verður til þess að hann er sendur í frí frá vinnu og þarf að leita sér sálfræðihjálpar.Sjö æsandi svæði Chandler er afar hissa þegar hann kemst að því að hægt sé að æsa konu á sjö mismunandi svæðum. Monica er æst í að sýna Chandler svæðin sjö og lifir sig svo sannarlega inní sýnikennsluna.Við vorum í pásu! Ross þreytist aldrei á að afsaka sig fyrir að hafa sofið hjá annarri konu á meðan hann og Rachel voru saman og ber það fyrir sig að þau hafi verið í pásu.Íbúðaskipti Rachel og Monica skipta við Joey og Chandler um íbúð eftir að þær tapa spurningakeppni sem Ross samdi.Leðurbuxurnar hans Ross Ross ákveður að gera alltaf eitthvað nýtt og spennandi þegar lífið hans er glatað. Hann ákveður einn daginn að kaupa sér leðurbuxur og fer á stefnumót í þeim. Hann fer á klósettið í buxunum og gyrðir niður um sig því honum er svo heitt en nær síðan ekki að koma buxunum upp um sig aftur. Hann leitar til Joeys og eru afleiðingarnar vægast sagt hlægilegar.Gæti ég verið í meiri fötum? Joey ákveður að stríða Chandler með því að klæða sig í öll fötin hans og bjóða uppá brandara í anda Chandlers.Unagi Ross kennir Phoebe og Rachel hver kjarni sjálfsvarnaríþrótta er og segir Unagi vera eina svarið.„Oh My God!“ Það veit aldrei á gott þegar orðin þrjú „Oh My God!“ óma úr munni Janice, fyrrverandi kærustu Chandlers.Hárið á Monicu Vinirnir fara til Barbados en loftslagið hefur heldur betur mikil áhrif á hárið á Monicu. Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Fyrsti þáttur af Friends var frumsýndur á NBC þann 22. september árið 1994. Alls voru gerðar tíu seríur af þáttunum og var sá síðasti sýndur þann 6. maí árið 2004. Friends er enn þann dag í dag einn vinsælasti gamanþáttur allra tíma og hlaut alls 62 tilnefningar til Emmy-verðlaunanna á meðan þættirnir voru í sýningu.Breska blaðið The Independent hefur síðustu vikur óskað eftir uppástungum að bestu atriðum úr Friends að mati lesenda sinna og birtir þau bestu í dag í tilefni af tuttugu ára afmælinu.Sófaatriðið Ross verður óvenju æstur þegar Rachel og Chandler hjálpa honum að koma nýja sófanum hans upp tröppurnar í nýju íbúðinni. „Pivot!“ öskrar Ross í gríð og erg og nær að pirra vini sína eins og honum einum er lagið.Samlokan hans Ross Ross verður trítilóður þegar hann kemst að því að yfirmaður hans borðaði samlokuna hans, sérstaka kalkúnasamloku með sósublautri brauðsneið í miðjunni sem Monica bjó til handa honum. Ekki bætir úr skák að samlokan er það eina góða í lífi Ross, að hans sögn, en æðiskastið hans verður til þess að hann er sendur í frí frá vinnu og þarf að leita sér sálfræðihjálpar.Sjö æsandi svæði Chandler er afar hissa þegar hann kemst að því að hægt sé að æsa konu á sjö mismunandi svæðum. Monica er æst í að sýna Chandler svæðin sjö og lifir sig svo sannarlega inní sýnikennsluna.Við vorum í pásu! Ross þreytist aldrei á að afsaka sig fyrir að hafa sofið hjá annarri konu á meðan hann og Rachel voru saman og ber það fyrir sig að þau hafi verið í pásu.Íbúðaskipti Rachel og Monica skipta við Joey og Chandler um íbúð eftir að þær tapa spurningakeppni sem Ross samdi.Leðurbuxurnar hans Ross Ross ákveður að gera alltaf eitthvað nýtt og spennandi þegar lífið hans er glatað. Hann ákveður einn daginn að kaupa sér leðurbuxur og fer á stefnumót í þeim. Hann fer á klósettið í buxunum og gyrðir niður um sig því honum er svo heitt en nær síðan ekki að koma buxunum upp um sig aftur. Hann leitar til Joeys og eru afleiðingarnar vægast sagt hlægilegar.Gæti ég verið í meiri fötum? Joey ákveður að stríða Chandler með því að klæða sig í öll fötin hans og bjóða uppá brandara í anda Chandlers.Unagi Ross kennir Phoebe og Rachel hver kjarni sjálfsvarnaríþrótta er og segir Unagi vera eina svarið.„Oh My God!“ Það veit aldrei á gott þegar orðin þrjú „Oh My God!“ óma úr munni Janice, fyrrverandi kærustu Chandlers.Hárið á Monicu Vinirnir fara til Barbados en loftslagið hefur heldur betur mikil áhrif á hárið á Monicu.
Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein