Tuttugu ár frá fyrsta Friends-þættinum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2014 16:00 Fyrsti þáttur af Friends var frumsýndur á NBC þann 22. september árið 1994. Alls voru gerðar tíu seríur af þáttunum og var sá síðasti sýndur þann 6. maí árið 2004. Friends er enn þann dag í dag einn vinsælasti gamanþáttur allra tíma og hlaut alls 62 tilnefningar til Emmy-verðlaunanna á meðan þættirnir voru í sýningu.Breska blaðið The Independent hefur síðustu vikur óskað eftir uppástungum að bestu atriðum úr Friends að mati lesenda sinna og birtir þau bestu í dag í tilefni af tuttugu ára afmælinu.Sófaatriðið Ross verður óvenju æstur þegar Rachel og Chandler hjálpa honum að koma nýja sófanum hans upp tröppurnar í nýju íbúðinni. „Pivot!“ öskrar Ross í gríð og erg og nær að pirra vini sína eins og honum einum er lagið.Samlokan hans Ross Ross verður trítilóður þegar hann kemst að því að yfirmaður hans borðaði samlokuna hans, sérstaka kalkúnasamloku með sósublautri brauðsneið í miðjunni sem Monica bjó til handa honum. Ekki bætir úr skák að samlokan er það eina góða í lífi Ross, að hans sögn, en æðiskastið hans verður til þess að hann er sendur í frí frá vinnu og þarf að leita sér sálfræðihjálpar.Sjö æsandi svæði Chandler er afar hissa þegar hann kemst að því að hægt sé að æsa konu á sjö mismunandi svæðum. Monica er æst í að sýna Chandler svæðin sjö og lifir sig svo sannarlega inní sýnikennsluna.Við vorum í pásu! Ross þreytist aldrei á að afsaka sig fyrir að hafa sofið hjá annarri konu á meðan hann og Rachel voru saman og ber það fyrir sig að þau hafi verið í pásu.Íbúðaskipti Rachel og Monica skipta við Joey og Chandler um íbúð eftir að þær tapa spurningakeppni sem Ross samdi.Leðurbuxurnar hans Ross Ross ákveður að gera alltaf eitthvað nýtt og spennandi þegar lífið hans er glatað. Hann ákveður einn daginn að kaupa sér leðurbuxur og fer á stefnumót í þeim. Hann fer á klósettið í buxunum og gyrðir niður um sig því honum er svo heitt en nær síðan ekki að koma buxunum upp um sig aftur. Hann leitar til Joeys og eru afleiðingarnar vægast sagt hlægilegar.Gæti ég verið í meiri fötum? Joey ákveður að stríða Chandler með því að klæða sig í öll fötin hans og bjóða uppá brandara í anda Chandlers.Unagi Ross kennir Phoebe og Rachel hver kjarni sjálfsvarnaríþrótta er og segir Unagi vera eina svarið.„Oh My God!“ Það veit aldrei á gott þegar orðin þrjú „Oh My God!“ óma úr munni Janice, fyrrverandi kærustu Chandlers.Hárið á Monicu Vinirnir fara til Barbados en loftslagið hefur heldur betur mikil áhrif á hárið á Monicu. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Fyrsti þáttur af Friends var frumsýndur á NBC þann 22. september árið 1994. Alls voru gerðar tíu seríur af þáttunum og var sá síðasti sýndur þann 6. maí árið 2004. Friends er enn þann dag í dag einn vinsælasti gamanþáttur allra tíma og hlaut alls 62 tilnefningar til Emmy-verðlaunanna á meðan þættirnir voru í sýningu.Breska blaðið The Independent hefur síðustu vikur óskað eftir uppástungum að bestu atriðum úr Friends að mati lesenda sinna og birtir þau bestu í dag í tilefni af tuttugu ára afmælinu.Sófaatriðið Ross verður óvenju æstur þegar Rachel og Chandler hjálpa honum að koma nýja sófanum hans upp tröppurnar í nýju íbúðinni. „Pivot!“ öskrar Ross í gríð og erg og nær að pirra vini sína eins og honum einum er lagið.Samlokan hans Ross Ross verður trítilóður þegar hann kemst að því að yfirmaður hans borðaði samlokuna hans, sérstaka kalkúnasamloku með sósublautri brauðsneið í miðjunni sem Monica bjó til handa honum. Ekki bætir úr skák að samlokan er það eina góða í lífi Ross, að hans sögn, en æðiskastið hans verður til þess að hann er sendur í frí frá vinnu og þarf að leita sér sálfræðihjálpar.Sjö æsandi svæði Chandler er afar hissa þegar hann kemst að því að hægt sé að æsa konu á sjö mismunandi svæðum. Monica er æst í að sýna Chandler svæðin sjö og lifir sig svo sannarlega inní sýnikennsluna.Við vorum í pásu! Ross þreytist aldrei á að afsaka sig fyrir að hafa sofið hjá annarri konu á meðan hann og Rachel voru saman og ber það fyrir sig að þau hafi verið í pásu.Íbúðaskipti Rachel og Monica skipta við Joey og Chandler um íbúð eftir að þær tapa spurningakeppni sem Ross samdi.Leðurbuxurnar hans Ross Ross ákveður að gera alltaf eitthvað nýtt og spennandi þegar lífið hans er glatað. Hann ákveður einn daginn að kaupa sér leðurbuxur og fer á stefnumót í þeim. Hann fer á klósettið í buxunum og gyrðir niður um sig því honum er svo heitt en nær síðan ekki að koma buxunum upp um sig aftur. Hann leitar til Joeys og eru afleiðingarnar vægast sagt hlægilegar.Gæti ég verið í meiri fötum? Joey ákveður að stríða Chandler með því að klæða sig í öll fötin hans og bjóða uppá brandara í anda Chandlers.Unagi Ross kennir Phoebe og Rachel hver kjarni sjálfsvarnaríþrótta er og segir Unagi vera eina svarið.„Oh My God!“ Það veit aldrei á gott þegar orðin þrjú „Oh My God!“ óma úr munni Janice, fyrrverandi kærustu Chandlers.Hárið á Monicu Vinirnir fara til Barbados en loftslagið hefur heldur betur mikil áhrif á hárið á Monicu.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira