40.000 nýir aðdáendur á tæpri viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2014 14:34 Í kjölfar þess að Instagram-síðu lögreglunnar var deilt út um allan heim fjölgaði aðdáendum hennar jafnt og þétt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Sjá meira