Segist fá 100 fullnægingar á dag og þolir það ekki Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. september 2014 14:06 Kvillinn hefur áhrif á fjölskyldulífið. Undanfarin tvö ár segist þrjátíu og sjö ára karlmaður frá Wisconsin í Bandaríkjunum hafa fengið um 100 fullnægingar á dag. Upphafið að vandamálum mannsins eru rakin til þess þegar hann greindist með brjósklos fyrir tveimur árum. Í kjölfarið segist hann hafa fengið þennan mikla fjölda fullnæginga og er talið að hann þjáist af sjaldgæfum kvilla sem á ensku er kallað „Persistent genital arousal disorder“ og mætti þýða sem þrálát kynfæraörvun. Maðurinn heitir Dale Decker og er tveggja barna faðir. Hann segir að ástandið sé orðið alvarlegt og vill deila sögu sinni með heiminum. Hann hefur að mestu lokað sig af, hann vill ekki fara út á meðal fólks því hann skammast sín fyrir að fá þessar fullnægingar sem hann segir vera orðnar óþolandi.Hræðilegt að vera á meðal fólks Hann segist ekkert ráða við hvenær hann fær þessar fullnægingar. Í myndbandi hér að neðan má til dæmis sjá hann að spila Frisbee Golf með vinum sínum. Allt í einu hnígur hann niður og fær fullnægingu. „Maður nýtur þess alls ekki að fá fullnægingu, þó svo að hún gefi manni einhverja líkamalega nautn. Manni finnst þetta svo hræðilegt, að fá fullnægingu úti á meðal fólks,“ segir hann og bætir við: „Maður er kannski á meðal almennings, fyrir framan börnin sín, fullur af skömm. Þetta getur farið illa með mann.“ Dale rifjar einnig upp skipti þegar hann fékk sterka fullnægingu í matvörubúð. Hann segir að 150 manns hafi horft á sig. „Af hverju ætti ég að yfirgefa húsið og fara út á meðal fólks þegar svona getur gerst?“ spyr hann.Hefur áhrif á fjölskyldulífið Kona Dale Decker heitir April og þau eiga synina Christan, 12 ára, og Tayten, 11 ára. April segir að ástand eiginmannsins hafi áhrif á fjölskyldulífið. „Mér finnst eins og öll byrðin sé á mér. Hann getur ekki unnið og séð fyrir fjölskyldu sinni. Við getum ekki gert hluti sem hjón eiga að gera og erum að rífast um hluti sem ættu ekki að skipta máli.“ April segir að þau sofi ekki lengur í sama rúminu, því Dale fær oft sterkar fullnægingar á nóttunni. Hún bætir því einnig við að Dale eigi erfitt með að vera góður faðir, því hann geti lítið sinnt þeim vegna kvillans. „Hann getur ekki farið með þeim á æfingar. Getur ekkert leikið sér með þeim.“Erfitt að greina kvillannÍ frétt Daily Mail um málið kemur fram að erfitt sé að greina þennan kvilla og fáir læknar þekki hann vel. Þar er þó rætt við Dr Dena Harris, sem er kvensjúkdómalæknir og þekkir kvillann mjög vel, sérstaklega hjá konum. „Það er greinilegt að Dale þjáist. Ég er viss um að einhverjir haldi að þetta sé bara í höfðinu á honum. En það er ekki rétt. Þetta er alvarlegt ástand og ég vona að hann fái þá hjálp sem hann þarfnast,“ segir hún og bætir við: „Það getur verið æðislegt að vera örvaður á kynferðislegan hátt. En þetta er ekki eins og kynferðisleg örvun, þetta er ekki þannig. Það er ekkert kynferðislegt við þetta. Þetta getur verið alveg hræðilega sársaukafullt.“ Hún segir að Dale þurfi að leita sér hjálpar sem fyrst, því kvillinn geti haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar og nefnir þar sjálfsvíg til sögunnar, því mikil hætta er á þeir sem þjáist af þessum kvilla taki eigið líf. „Fólki finnst eins og það sé eina leiðin til að komast undan, að sleppa frá þessu ástandi,“ segir hún. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt um málið. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Undanfarin tvö ár segist þrjátíu og sjö ára karlmaður frá Wisconsin í Bandaríkjunum hafa fengið um 100 fullnægingar á dag. Upphafið að vandamálum mannsins eru rakin til þess þegar hann greindist með brjósklos fyrir tveimur árum. Í kjölfarið segist hann hafa fengið þennan mikla fjölda fullnæginga og er talið að hann þjáist af sjaldgæfum kvilla sem á ensku er kallað „Persistent genital arousal disorder“ og mætti þýða sem þrálát kynfæraörvun. Maðurinn heitir Dale Decker og er tveggja barna faðir. Hann segir að ástandið sé orðið alvarlegt og vill deila sögu sinni með heiminum. Hann hefur að mestu lokað sig af, hann vill ekki fara út á meðal fólks því hann skammast sín fyrir að fá þessar fullnægingar sem hann segir vera orðnar óþolandi.Hræðilegt að vera á meðal fólks Hann segist ekkert ráða við hvenær hann fær þessar fullnægingar. Í myndbandi hér að neðan má til dæmis sjá hann að spila Frisbee Golf með vinum sínum. Allt í einu hnígur hann niður og fær fullnægingu. „Maður nýtur þess alls ekki að fá fullnægingu, þó svo að hún gefi manni einhverja líkamalega nautn. Manni finnst þetta svo hræðilegt, að fá fullnægingu úti á meðal fólks,“ segir hann og bætir við: „Maður er kannski á meðal almennings, fyrir framan börnin sín, fullur af skömm. Þetta getur farið illa með mann.“ Dale rifjar einnig upp skipti þegar hann fékk sterka fullnægingu í matvörubúð. Hann segir að 150 manns hafi horft á sig. „Af hverju ætti ég að yfirgefa húsið og fara út á meðal fólks þegar svona getur gerst?“ spyr hann.Hefur áhrif á fjölskyldulífið Kona Dale Decker heitir April og þau eiga synina Christan, 12 ára, og Tayten, 11 ára. April segir að ástand eiginmannsins hafi áhrif á fjölskyldulífið. „Mér finnst eins og öll byrðin sé á mér. Hann getur ekki unnið og séð fyrir fjölskyldu sinni. Við getum ekki gert hluti sem hjón eiga að gera og erum að rífast um hluti sem ættu ekki að skipta máli.“ April segir að þau sofi ekki lengur í sama rúminu, því Dale fær oft sterkar fullnægingar á nóttunni. Hún bætir því einnig við að Dale eigi erfitt með að vera góður faðir, því hann geti lítið sinnt þeim vegna kvillans. „Hann getur ekki farið með þeim á æfingar. Getur ekkert leikið sér með þeim.“Erfitt að greina kvillannÍ frétt Daily Mail um málið kemur fram að erfitt sé að greina þennan kvilla og fáir læknar þekki hann vel. Þar er þó rætt við Dr Dena Harris, sem er kvensjúkdómalæknir og þekkir kvillann mjög vel, sérstaklega hjá konum. „Það er greinilegt að Dale þjáist. Ég er viss um að einhverjir haldi að þetta sé bara í höfðinu á honum. En það er ekki rétt. Þetta er alvarlegt ástand og ég vona að hann fái þá hjálp sem hann þarfnast,“ segir hún og bætir við: „Það getur verið æðislegt að vera örvaður á kynferðislegan hátt. En þetta er ekki eins og kynferðisleg örvun, þetta er ekki þannig. Það er ekkert kynferðislegt við þetta. Þetta getur verið alveg hræðilega sársaukafullt.“ Hún segir að Dale þurfi að leita sér hjálpar sem fyrst, því kvillinn geti haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar og nefnir þar sjálfsvíg til sögunnar, því mikil hætta er á þeir sem þjáist af þessum kvilla taki eigið líf. „Fólki finnst eins og það sé eina leiðin til að komast undan, að sleppa frá þessu ástandi,“ segir hún. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt um málið.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira