Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. september 2014 00:02 Paddy Lowe hefur fengið nóg af drama í ár. Hann vill atvikalausar keppnir héðan í frá. Vísir/Getty Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. Baráttan á milli Nico Rosberg og Lewis Hamilton, ökumanna liðsins hefur verið mikið til umfjöllunnar undanfarið. Ólíklegustu samsæriskenningar hafa sprottið upp af hinum ýmsustu tilefnum. „Sem lið erum við gríðarlega ánægð með Monza. Þetta er ein skemmtilegasta en erfiðasta braut ársins, hvað þá að ná fyrsta og öðru sæti þar, virkilega ánægjulegt,“ sagði Lowe. Samkvæmt Lowe væri enn gleðilegra ná fyrsta og öðru sæti ef hægt væri að sleppa fjölmiðlafárinu og samsæriskenningunum. „Keppnin í Singapúr er alltaf full af hasar og atvikum, brautin liggur bara þannig og hitinn spilar inn í fjölda þeirra sem ná ekki að klára - bæði verða vélabilanir og mannleg mistök fleiri í hitanum. Við ætlum okkur að stýra framhjá öllu drama og ná aftur góðri niðurstöðu í upphafi loka þriðjungs tímabilsins,“ sagði Lowe að lokum. Formúla Tengdar fréttir Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram. 9. september 2014 14:00 Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton vann ítalska kappaksturinn eftir að hafa ræst á ráspól en tapað forystunni í ræsingu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg varð annar eftir óheppileg mistök. Felipe Massa á Williams átti rólegan dag en náði í þriðja sætið. 7. september 2014 13:20 Luca di Montezemolo hættir hjá Ferrari Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf. 10. september 2014 16:00 FIA bannar frammistöðuskilaboð FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi. 11. september 2014 17:30 Formúlu 1 keppnir 2015 Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin. 12. september 2014 20:30 Bílskúrinn: Málamyndun hjá Mercedes á Monza? Eftir spennandi keppni þar sem mikið var um fallegan fram úr akstur og lítið um óhöpp er margt sem er þess virði að skoða nánar. 9. september 2014 09:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. Baráttan á milli Nico Rosberg og Lewis Hamilton, ökumanna liðsins hefur verið mikið til umfjöllunnar undanfarið. Ólíklegustu samsæriskenningar hafa sprottið upp af hinum ýmsustu tilefnum. „Sem lið erum við gríðarlega ánægð með Monza. Þetta er ein skemmtilegasta en erfiðasta braut ársins, hvað þá að ná fyrsta og öðru sæti þar, virkilega ánægjulegt,“ sagði Lowe. Samkvæmt Lowe væri enn gleðilegra ná fyrsta og öðru sæti ef hægt væri að sleppa fjölmiðlafárinu og samsæriskenningunum. „Keppnin í Singapúr er alltaf full af hasar og atvikum, brautin liggur bara þannig og hitinn spilar inn í fjölda þeirra sem ná ekki að klára - bæði verða vélabilanir og mannleg mistök fleiri í hitanum. Við ætlum okkur að stýra framhjá öllu drama og ná aftur góðri niðurstöðu í upphafi loka þriðjungs tímabilsins,“ sagði Lowe að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram. 9. september 2014 14:00 Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton vann ítalska kappaksturinn eftir að hafa ræst á ráspól en tapað forystunni í ræsingu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg varð annar eftir óheppileg mistök. Felipe Massa á Williams átti rólegan dag en náði í þriðja sætið. 7. september 2014 13:20 Luca di Montezemolo hættir hjá Ferrari Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf. 10. september 2014 16:00 FIA bannar frammistöðuskilaboð FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi. 11. september 2014 17:30 Formúlu 1 keppnir 2015 Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin. 12. september 2014 20:30 Bílskúrinn: Málamyndun hjá Mercedes á Monza? Eftir spennandi keppni þar sem mikið var um fallegan fram úr akstur og lítið um óhöpp er margt sem er þess virði að skoða nánar. 9. september 2014 09:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram. 9. september 2014 14:00
Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton vann ítalska kappaksturinn eftir að hafa ræst á ráspól en tapað forystunni í ræsingu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg varð annar eftir óheppileg mistök. Felipe Massa á Williams átti rólegan dag en náði í þriðja sætið. 7. september 2014 13:20
Luca di Montezemolo hættir hjá Ferrari Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf. 10. september 2014 16:00
FIA bannar frammistöðuskilaboð FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi. 11. september 2014 17:30
Formúlu 1 keppnir 2015 Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin. 12. september 2014 20:30
Bílskúrinn: Málamyndun hjá Mercedes á Monza? Eftir spennandi keppni þar sem mikið var um fallegan fram úr akstur og lítið um óhöpp er margt sem er þess virði að skoða nánar. 9. september 2014 09:00