Rífandi stemning á blaðmannafundi RIFF Ellý Ármanns skrifar 17. september 2014 15:00 Það var góð stemmning í Tjarnarbíói í morgun þegar Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, tilkynnti að miðasalan opnaði á morgun, fimmtudaginn 18. september. Atli Bollason, ofurhipster, kynnti fyrirkomulag hátíðarinnar fyrir gestum. Þar kom meðal annars fram að myndir RIFF verða sýndar í fjórum bíóum í ár, það er Bíó Paradís, Háskólabíói, Norræna húsinu og svo Tjarnarbíói.Það var poppað í tilefni dagsins auk þess sem Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandarinn frægi í Mið-Íslandi, sló á létta strengi þegar hann kynnti veglega viðburðir hátíðarinnar. Atli Bollason.Á hátíðinni verða sýndar um yfir 100 myndir, þar af tæplega fimmtíu myndir eftir kvenleikstjóra en um er að ræða leiknar myndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. Myndirnar koma víða að úr heiminum m.a. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Grænlandi, Færeyjum, Eþópíu og Úkraínu. Hallfríður Tryggvadóttir og Svava Stefánsdóttir.Hátíðin hefst á bandarísk/íslensku vegamyndinni Land Ho! eftir Martha Stephens og lýkur þann 5. október með sýningu myndarinnar Boyhood í leikstjórn Richard Linklater, en kvikmyndagerðarmaðurinn fylgdist með söguhetjunni í tólf ár. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnanda og þykir kvikmyndalegt þrekvirki.Hrönn Marínósdóttir í viðtali.RIFF er sannkölluð fjölmenningarhátið en myndirnar koma samanlagt frá fjörutíu löndum. Kvikmyndir RIFF í ár fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá trylltu ástarsambandi finnskra vandræðaunglinga yfir í átakanlega lélegt fótboltalið bandarísku Samóaeyjanna. Anna Margrét Björnsson og Valur Grettisson.Meðal annars má finna mynd um einkennilegt líf heiðarlega hrappsins, James Randi, sem hefur einsett sér að fletta ofan af þeim sem þykjast vera með yfirskilvitslega hæfileika. Við skoðum einfalt líf síðustu veiðimanna Badjao ættbálksins og reynum að ráða í dularfullar gátur í þýsku kvikmyndinni Fuglaþingið þar sem dýralífið virðist enduróma heilt tónverk. Hrönn Marínósdóttir, Atli Bollason, Otto Tynes og Valur Gunnarsson.Á RIFF gerast ítalskir menntamenn glæpasnillingar og eþíópísk stúlka þarf að berjast fyrir tilverurétti sínum í þrúgandi heimi feðraveldisins.Jóhann Alfreið Kristinsson og Hallfríður Tryggvadóttir.Gleðin við völd svo sannarlega.RIFF.is Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Það var góð stemmning í Tjarnarbíói í morgun þegar Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, tilkynnti að miðasalan opnaði á morgun, fimmtudaginn 18. september. Atli Bollason, ofurhipster, kynnti fyrirkomulag hátíðarinnar fyrir gestum. Þar kom meðal annars fram að myndir RIFF verða sýndar í fjórum bíóum í ár, það er Bíó Paradís, Háskólabíói, Norræna húsinu og svo Tjarnarbíói.Það var poppað í tilefni dagsins auk þess sem Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandarinn frægi í Mið-Íslandi, sló á létta strengi þegar hann kynnti veglega viðburðir hátíðarinnar. Atli Bollason.Á hátíðinni verða sýndar um yfir 100 myndir, þar af tæplega fimmtíu myndir eftir kvenleikstjóra en um er að ræða leiknar myndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. Myndirnar koma víða að úr heiminum m.a. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Grænlandi, Færeyjum, Eþópíu og Úkraínu. Hallfríður Tryggvadóttir og Svava Stefánsdóttir.Hátíðin hefst á bandarísk/íslensku vegamyndinni Land Ho! eftir Martha Stephens og lýkur þann 5. október með sýningu myndarinnar Boyhood í leikstjórn Richard Linklater, en kvikmyndagerðarmaðurinn fylgdist með söguhetjunni í tólf ár. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnanda og þykir kvikmyndalegt þrekvirki.Hrönn Marínósdóttir í viðtali.RIFF er sannkölluð fjölmenningarhátið en myndirnar koma samanlagt frá fjörutíu löndum. Kvikmyndir RIFF í ár fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá trylltu ástarsambandi finnskra vandræðaunglinga yfir í átakanlega lélegt fótboltalið bandarísku Samóaeyjanna. Anna Margrét Björnsson og Valur Grettisson.Meðal annars má finna mynd um einkennilegt líf heiðarlega hrappsins, James Randi, sem hefur einsett sér að fletta ofan af þeim sem þykjast vera með yfirskilvitslega hæfileika. Við skoðum einfalt líf síðustu veiðimanna Badjao ættbálksins og reynum að ráða í dularfullar gátur í þýsku kvikmyndinni Fuglaþingið þar sem dýralífið virðist enduróma heilt tónverk. Hrönn Marínósdóttir, Atli Bollason, Otto Tynes og Valur Gunnarsson.Á RIFF gerast ítalskir menntamenn glæpasnillingar og eþíópísk stúlka þarf að berjast fyrir tilverurétti sínum í þrúgandi heimi feðraveldisins.Jóhann Alfreið Kristinsson og Hallfríður Tryggvadóttir.Gleðin við völd svo sannarlega.RIFF.is
Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira