Réttur til menntunar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 5. september 2014 11:30 Eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda er að tryggja það að Íslendingar geti sótt sér menntun. Um það ríkir almenn sátt í þjóðfélaginu að Jón á ekki meira tilkall til menntunar en Gunni af þeirri ástæðu að foreldrar Jóns eru efnameiri en foreldrar Gunna. Við eigum að búa í samfélagi þar sem allir geta menntað sig burt séð frá efnahagslegri stöðu einstaklingsins sjálfs eða foreldra hans. Menntun á háskólastigi er mikilvæg og þurfa margir námsmenn að sækja sér menntun út fyrir landsteinana. Sumir stunda nám erlendis af því að þeim stendur ekki til boða það sérfræðinám sem þeim hugnast hér á Íslandi, aðrir fara út til að takast á við þá áskorun að nema við þekkta og mikilsvirta háskóla og mynda þannig tengsl við góða leiðbeinendur og samnemendur. Enn aðrir mennta sig í útlöndum til að víkka sjóndeildarhringinn í öðru landi og læra jafnvel nýtt tungumál í leiðinni. Við eigum að styðja við bakið á ungu íslensku fólki sem vill mennta sig í útlöndum því það er ekki bara gott fyrir menntastigið í landinu heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á efnahagslífið í heild sinni að fá inn ungt fólk á markaðinn til að þróa og þroska atvinnulífið. Við græðum öll á því þegar þekking fólksins í landinu dýpkar og breikkar. Stöndum því ekki í vegi fyrir að fjölga námsmönnum erlendis heldur styðjum við bakið á þeim og hvetjum þá til að snúa heim og láta gott af sér leiða.Geta ráðið úrslitum Tilgangur SÍNE hefur frá stofnun verið sá að standa vörð um réttindi og lánakjör íslenskra námsmanna í útlöndum og þá meðal annars í gegnum fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN. Staðan er þó sú að í stjórn LÍN sitja átta fulltrúar. Fjórir af þeim eru skipaðir af stjórnvöldum en námsmannahreyfingarnar eiga fjóra fulltrúa og þar af á SÍNE einn af þeim og reyna þær að berjast eftir fremsta megni fyrir réttindum sinna félagsmanna. Til að ákvörðun stjórnarfundar teljist gild þarf hún stuðning meirihluta stjórnarmanna. Verði atkvæði jöfn við afgreiðslu mála í stjórn sjóðsins sker atkvæði formanns úr. Fulltrúar stjórnvalda fara því með meirihluta atkvæða í stjórninni og geta þar af leiðandi ráðið úrslitum í öllum ákvörðunum sem stjórn LÍN tekur. Síðastliðið vor tók meirihluti stjórnar LÍN ákvörðun um það að skera flatt niður grunnframfærslu til námsmanna erlendis um 10%. Þessi skjóti niðurskurður kom sér afar illa fyrir marga námsmenn erlendis og fékk SÍNE fjöldann allan af erindum og fyrirspurnum frá námsmönnum sem lýstu yfir furðu sinni vegna þessarar ákvörðunar og þá sérstaklega hversu skyndilega hún kom til og þá án allra viðvarana. Undirritaður vonast til þess að þessi niðurskurður boði ekki ófögur fyrirheit þegar kemur að grunnframfærslu námsmanna erlendis almennt. Það er nógu erfitt að stíga skrefið og halda einn síns liðs út í óvissuna og nema í fjarlægu landi. Við skulum ekki letja fólk til náms heldur hvetja það! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda er að tryggja það að Íslendingar geti sótt sér menntun. Um það ríkir almenn sátt í þjóðfélaginu að Jón á ekki meira tilkall til menntunar en Gunni af þeirri ástæðu að foreldrar Jóns eru efnameiri en foreldrar Gunna. Við eigum að búa í samfélagi þar sem allir geta menntað sig burt séð frá efnahagslegri stöðu einstaklingsins sjálfs eða foreldra hans. Menntun á háskólastigi er mikilvæg og þurfa margir námsmenn að sækja sér menntun út fyrir landsteinana. Sumir stunda nám erlendis af því að þeim stendur ekki til boða það sérfræðinám sem þeim hugnast hér á Íslandi, aðrir fara út til að takast á við þá áskorun að nema við þekkta og mikilsvirta háskóla og mynda þannig tengsl við góða leiðbeinendur og samnemendur. Enn aðrir mennta sig í útlöndum til að víkka sjóndeildarhringinn í öðru landi og læra jafnvel nýtt tungumál í leiðinni. Við eigum að styðja við bakið á ungu íslensku fólki sem vill mennta sig í útlöndum því það er ekki bara gott fyrir menntastigið í landinu heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á efnahagslífið í heild sinni að fá inn ungt fólk á markaðinn til að þróa og þroska atvinnulífið. Við græðum öll á því þegar þekking fólksins í landinu dýpkar og breikkar. Stöndum því ekki í vegi fyrir að fjölga námsmönnum erlendis heldur styðjum við bakið á þeim og hvetjum þá til að snúa heim og láta gott af sér leiða.Geta ráðið úrslitum Tilgangur SÍNE hefur frá stofnun verið sá að standa vörð um réttindi og lánakjör íslenskra námsmanna í útlöndum og þá meðal annars í gegnum fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN. Staðan er þó sú að í stjórn LÍN sitja átta fulltrúar. Fjórir af þeim eru skipaðir af stjórnvöldum en námsmannahreyfingarnar eiga fjóra fulltrúa og þar af á SÍNE einn af þeim og reyna þær að berjast eftir fremsta megni fyrir réttindum sinna félagsmanna. Til að ákvörðun stjórnarfundar teljist gild þarf hún stuðning meirihluta stjórnarmanna. Verði atkvæði jöfn við afgreiðslu mála í stjórn sjóðsins sker atkvæði formanns úr. Fulltrúar stjórnvalda fara því með meirihluta atkvæða í stjórninni og geta þar af leiðandi ráðið úrslitum í öllum ákvörðunum sem stjórn LÍN tekur. Síðastliðið vor tók meirihluti stjórnar LÍN ákvörðun um það að skera flatt niður grunnframfærslu til námsmanna erlendis um 10%. Þessi skjóti niðurskurður kom sér afar illa fyrir marga námsmenn erlendis og fékk SÍNE fjöldann allan af erindum og fyrirspurnum frá námsmönnum sem lýstu yfir furðu sinni vegna þessarar ákvörðunar og þá sérstaklega hversu skyndilega hún kom til og þá án allra viðvarana. Undirritaður vonast til þess að þessi niðurskurður boði ekki ófögur fyrirheit þegar kemur að grunnframfærslu námsmanna erlendis almennt. Það er nógu erfitt að stíga skrefið og halda einn síns liðs út í óvissuna og nema í fjarlægu landi. Við skulum ekki letja fólk til náms heldur hvetja það!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun