Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2014 16:10 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra voru meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustungurnar að kísilverksmiðjunni Mynd/Aðsend Skóflustunga að nýrri kísilmálmverksmiðju United Silicon var tekin í dag í Helguvík á Suðurnesjum. Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon, Doron Sanders, stjórnarformaður United Silicon, og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra héldu stutt erindi en athöfnin fór fram á lóð félagsins að Stakksbraut 9 þar sem kísilverksmiðja United Silicon mun rísa. Framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar munu nú hefjast en jarðvegsframkvæmdir eru þegar hafnar á svæðinu. Verksmiðjuhúsið verður 41 metra hátt og um 5.000 fermetrar að stærð. Þar inni verður stór ljósbogaofn sem framleiðir kísilmálminn. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. ,,Allir lykilsamningar verkefnisins eru í höfn. Verkefnið er afar umfangsmikið og mun á uppbyggingartíma skapa allt að 300 störf og um 60 störf eftir að verksmiðjan hefur starfsemi. United Silicon verður mikilvæg stoð í íslensku atvinnulífi sem skapar þjóðarbúinu auknar gjaldeyristekjur til framtíðar,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon í tilkynningu frá félaginu. Áætlað er að framleiðsla hefjist á vormánuðum árið 2016 og nemi 21.300 tonnum á ári. Stefnt er að því að reisa alls fjóra ofna í verksmiðjunni ef næg orka fæst til þess og þá verður verksmiðjan stærsta kísilverksmiðja í heimi. ,,Það er búið að tryggja raforku fyrir einn ofn en það eru 35 megavött. Miðað við fjóra ofna þarf kísilverksmiðjan 140 megavött Við erum búnir að sækja um og fá starfsleyfi fyrir þrjá ofna í viðbót. Verksmiðjan er hönnuð með þessa stækkun í huga. Miðað við fjóra ofna verður framleiðslugetan 85.000 tonn á ári. Við stefnum að því að ná þessari framleiðslu á tíu árum,“ segir Magnús. Heildarfjárfestingin, miðað við fjóra ofna í rekstri, er um 35 milljarðar króna. Fjármögnun verkefnisins er samvinna danskra og hollenskra fjárfesta frá Fondel Group, en lánsfjármögnun verkefnisins og ráðgjöf er í höndum Arion banka. Tengdar fréttir Átta verkefni í Helguvík á borðinu Reykjanesbær undirritaði nýverið viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki sem hafa óskað eftir lóð í Helguvík. Tvö vilja framleiða vörur fyrir bílaiðnað og það þriðja vinna kísil. 4. apríl 2014 07:00 Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 Koma kísilvera þrengir kosti Helguvíkurálvers Nýgerðir samningar og viljayfirlýsingar um allt að fjögur kísilver auka þrýsting á fleiri nýjar virkjanir, sérstaklega ef jafnframt á að mæta óskum Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 2. júní 2014 19:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fyrirvörum vegna kísilvers í Helguvík aflétt Á bilinu tvö til þrjúhundruð manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar 17. júlí 2014 20:00 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Misheppnuð ævintýri Silicor Materials Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga. 16. júlí 2014 15:15 Mega framleiða hundrað þúsund tonn á ári Umhverfisstofnun hefur veitt starfsleyfi fyrir rekstur kísilverksmiðju í Helguvík. 9. júlí 2014 11:24 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Tveir raforkusölusamningar í byrjun viku Landsvirkjun hefur gert raforkusölusamninga við fyrirtæki sem hyggjast byggja hér kísilmálmverksmiðjur. Gerjun á heimsmarkaði skýrir hraða þróun. Skýrist fyrir lok maí hvort áform í Helguvík ganga eftir. 20. mars 2014 08:46 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Skóflustunga að nýrri kísilmálmverksmiðju United Silicon var tekin í dag í Helguvík á Suðurnesjum. Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon, Doron Sanders, stjórnarformaður United Silicon, og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra héldu stutt erindi en athöfnin fór fram á lóð félagsins að Stakksbraut 9 þar sem kísilverksmiðja United Silicon mun rísa. Framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar munu nú hefjast en jarðvegsframkvæmdir eru þegar hafnar á svæðinu. Verksmiðjuhúsið verður 41 metra hátt og um 5.000 fermetrar að stærð. Þar inni verður stór ljósbogaofn sem framleiðir kísilmálminn. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. ,,Allir lykilsamningar verkefnisins eru í höfn. Verkefnið er afar umfangsmikið og mun á uppbyggingartíma skapa allt að 300 störf og um 60 störf eftir að verksmiðjan hefur starfsemi. United Silicon verður mikilvæg stoð í íslensku atvinnulífi sem skapar þjóðarbúinu auknar gjaldeyristekjur til framtíðar,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon í tilkynningu frá félaginu. Áætlað er að framleiðsla hefjist á vormánuðum árið 2016 og nemi 21.300 tonnum á ári. Stefnt er að því að reisa alls fjóra ofna í verksmiðjunni ef næg orka fæst til þess og þá verður verksmiðjan stærsta kísilverksmiðja í heimi. ,,Það er búið að tryggja raforku fyrir einn ofn en það eru 35 megavött. Miðað við fjóra ofna þarf kísilverksmiðjan 140 megavött Við erum búnir að sækja um og fá starfsleyfi fyrir þrjá ofna í viðbót. Verksmiðjan er hönnuð með þessa stækkun í huga. Miðað við fjóra ofna verður framleiðslugetan 85.000 tonn á ári. Við stefnum að því að ná þessari framleiðslu á tíu árum,“ segir Magnús. Heildarfjárfestingin, miðað við fjóra ofna í rekstri, er um 35 milljarðar króna. Fjármögnun verkefnisins er samvinna danskra og hollenskra fjárfesta frá Fondel Group, en lánsfjármögnun verkefnisins og ráðgjöf er í höndum Arion banka.
Tengdar fréttir Átta verkefni í Helguvík á borðinu Reykjanesbær undirritaði nýverið viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki sem hafa óskað eftir lóð í Helguvík. Tvö vilja framleiða vörur fyrir bílaiðnað og það þriðja vinna kísil. 4. apríl 2014 07:00 Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 Koma kísilvera þrengir kosti Helguvíkurálvers Nýgerðir samningar og viljayfirlýsingar um allt að fjögur kísilver auka þrýsting á fleiri nýjar virkjanir, sérstaklega ef jafnframt á að mæta óskum Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 2. júní 2014 19:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fyrirvörum vegna kísilvers í Helguvík aflétt Á bilinu tvö til þrjúhundruð manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar 17. júlí 2014 20:00 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Misheppnuð ævintýri Silicor Materials Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga. 16. júlí 2014 15:15 Mega framleiða hundrað þúsund tonn á ári Umhverfisstofnun hefur veitt starfsleyfi fyrir rekstur kísilverksmiðju í Helguvík. 9. júlí 2014 11:24 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Tveir raforkusölusamningar í byrjun viku Landsvirkjun hefur gert raforkusölusamninga við fyrirtæki sem hyggjast byggja hér kísilmálmverksmiðjur. Gerjun á heimsmarkaði skýrir hraða þróun. Skýrist fyrir lok maí hvort áform í Helguvík ganga eftir. 20. mars 2014 08:46 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Átta verkefni í Helguvík á borðinu Reykjanesbær undirritaði nýverið viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki sem hafa óskað eftir lóð í Helguvík. Tvö vilja framleiða vörur fyrir bílaiðnað og það þriðja vinna kísil. 4. apríl 2014 07:00
Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00
Koma kísilvera þrengir kosti Helguvíkurálvers Nýgerðir samningar og viljayfirlýsingar um allt að fjögur kísilver auka þrýsting á fleiri nýjar virkjanir, sérstaklega ef jafnframt á að mæta óskum Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 2. júní 2014 19:00
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17
Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25
Fyrirvörum vegna kísilvers í Helguvík aflétt Á bilinu tvö til þrjúhundruð manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar 17. júlí 2014 20:00
Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31
Misheppnuð ævintýri Silicor Materials Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga. 16. júlí 2014 15:15
Mega framleiða hundrað þúsund tonn á ári Umhverfisstofnun hefur veitt starfsleyfi fyrir rekstur kísilverksmiðju í Helguvík. 9. júlí 2014 11:24
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45
Tveir raforkusölusamningar í byrjun viku Landsvirkjun hefur gert raforkusölusamninga við fyrirtæki sem hyggjast byggja hér kísilmálmverksmiðjur. Gerjun á heimsmarkaði skýrir hraða þróun. Skýrist fyrir lok maí hvort áform í Helguvík ganga eftir. 20. mars 2014 08:46