Tvö kísilver að komast í höfn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2014 20:00 Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. Jarðvegsframkvæmdir vegna kísilvers United Silicon í Helguvík hófust reyndar í maímánuði en áður hafði Landsvirkjun skýrt frá því að orkusamningur lægi fyrir. Þá hefur Landsvirkjun sett í gang undirbúningsframkvæmdir við orkuver á Þeistareykjum vegna fyrirhugaðs kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Hvorugt þessara verkefna er hins vegar í höfn en í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á Stöð 2 í síðasta mánuði kom fram að enn ætti eftir að aflétta fyrirvörum vegna þessara samninga. Fyrirvörum vegna Helguvíkur átti að aflétta í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka nú í júní. Hörður tók þó fram að reynslan hefði sýnt að þetta geti hliðrast um einhverja mánuði en það réðist algerlega af viðsemjendum Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er nú stefnt að því að fyrirvörum vegna kísilvers United Silicon í Helguvík verði aflétt jafnvel fyrir lok þessarar viku. Af kísilverinu á Húsavík er það að frétta að von er á ráðamönnum PCC til landsins í byrjun júlímánaðar og standa vonir til þess að fyrir miðjan mánuðinn verði staðfest að framkvæmdir á Bakka fari í gang með haustinu.Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.Grafík/United Silicon.Vélarhljóðin eru hins vegar þegar farin að heyrast um Suðurnesin en í Helguvík er þessa dagana verið að fleyga klöppina á grunninum þar sem líklegt er að fyrsta kísilverið muni rísa, af hugsanlega fjórum verksmiðjum í þessum geira á Íslandi á næstu árum. Þar er gert ráð fyrir að kísilframleiðslan hefjist eftir tæp tvö ár, í byrjun sumars árið 2016. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. Jarðvegsframkvæmdir vegna kísilvers United Silicon í Helguvík hófust reyndar í maímánuði en áður hafði Landsvirkjun skýrt frá því að orkusamningur lægi fyrir. Þá hefur Landsvirkjun sett í gang undirbúningsframkvæmdir við orkuver á Þeistareykjum vegna fyrirhugaðs kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Hvorugt þessara verkefna er hins vegar í höfn en í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á Stöð 2 í síðasta mánuði kom fram að enn ætti eftir að aflétta fyrirvörum vegna þessara samninga. Fyrirvörum vegna Helguvíkur átti að aflétta í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka nú í júní. Hörður tók þó fram að reynslan hefði sýnt að þetta geti hliðrast um einhverja mánuði en það réðist algerlega af viðsemjendum Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er nú stefnt að því að fyrirvörum vegna kísilvers United Silicon í Helguvík verði aflétt jafnvel fyrir lok þessarar viku. Af kísilverinu á Húsavík er það að frétta að von er á ráðamönnum PCC til landsins í byrjun júlímánaðar og standa vonir til þess að fyrir miðjan mánuðinn verði staðfest að framkvæmdir á Bakka fari í gang með haustinu.Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.Grafík/United Silicon.Vélarhljóðin eru hins vegar þegar farin að heyrast um Suðurnesin en í Helguvík er þessa dagana verið að fleyga klöppina á grunninum þar sem líklegt er að fyrsta kísilverið muni rísa, af hugsanlega fjórum verksmiðjum í þessum geira á Íslandi á næstu árum. Þar er gert ráð fyrir að kísilframleiðslan hefjist eftir tæp tvö ár, í byrjun sumars árið 2016.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45