Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2014 18:45 Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Grafík/United Silicon. Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. Allt að 250 störf skapast á framkvæmdatíma og sjötíu stöðugildi verða í fyrirtækinu þegar rekstur hefst eftir tvö ár. Verksmiðjan rís á iðnaðarlóð við höfnina í Helguvík en undirbúningur verkefnisins hefur farið furðuhljótt í ljósi þess hversu stórt það er. Umhverfismat var staðfest fyrir ári en það var í marsmánuði sem Landsvirkjun skýrði frá því að hún hefði gert orkusölusamning við United Silicon. Knattspyrnukappinn Auðun Helgason kom þá fram fyrir hönd fjárfestanna, sem eru bæði innlendir og erlendir. Ráðamönnum United Silicon liggur á að hefja framkvæmdir í Helguvík. Að sögn Auðuns, sem er starfandi framkvæmdastjóri, er þegar búið að gera sölusamninga um stóran hluta af framleiðslunni. Verksmiðjan þurfi því að vera komin í rekstur sumarið 2016, eftir tvö ár.Kísillmálmverksmiðjan verður við höfnina í Helguvík.Grafík/United Silicon.United Silicon hefur fengið ÍAV-verktaka til að hefja verkið og er gert ráð fyrir að fyrstu vinnuvélarnar komi á svæðið á morgun. Kísilmálmverksmiðjan verður byggð upp í þremur áföngum og verður sá fyrsti með 22 þúsund tonna framleiðslugetu á ári og mun kosta um tólf milljarða króna, að sögn Auðuns. Orkuþörfin verður 35 megavött. Í endanlegri stærð er áætlað að verksmiðjan geti framleitt allt að 100 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum United Silicon verður endanlegum fyrirvörum í samningum um verkið ekki aflétt fyrr en í lok næsta mánaðar. Allir lykilsamningar eru þó í höfn, þar á meðal um orkukaup og fjármögnun, og ekki er talið neitt því til fyrirstöðu að hefjast handa. Áætlað er að milli 200 og 250 manns verði að störfum við smíði verksmiðjunnar næstu tvö árin en eftir að reksturinn hefst verða þar sjötíu stöðugildi, - í fyrsta áfanga hennar. Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. Allt að 250 störf skapast á framkvæmdatíma og sjötíu stöðugildi verða í fyrirtækinu þegar rekstur hefst eftir tvö ár. Verksmiðjan rís á iðnaðarlóð við höfnina í Helguvík en undirbúningur verkefnisins hefur farið furðuhljótt í ljósi þess hversu stórt það er. Umhverfismat var staðfest fyrir ári en það var í marsmánuði sem Landsvirkjun skýrði frá því að hún hefði gert orkusölusamning við United Silicon. Knattspyrnukappinn Auðun Helgason kom þá fram fyrir hönd fjárfestanna, sem eru bæði innlendir og erlendir. Ráðamönnum United Silicon liggur á að hefja framkvæmdir í Helguvík. Að sögn Auðuns, sem er starfandi framkvæmdastjóri, er þegar búið að gera sölusamninga um stóran hluta af framleiðslunni. Verksmiðjan þurfi því að vera komin í rekstur sumarið 2016, eftir tvö ár.Kísillmálmverksmiðjan verður við höfnina í Helguvík.Grafík/United Silicon.United Silicon hefur fengið ÍAV-verktaka til að hefja verkið og er gert ráð fyrir að fyrstu vinnuvélarnar komi á svæðið á morgun. Kísilmálmverksmiðjan verður byggð upp í þremur áföngum og verður sá fyrsti með 22 þúsund tonna framleiðslugetu á ári og mun kosta um tólf milljarða króna, að sögn Auðuns. Orkuþörfin verður 35 megavött. Í endanlegri stærð er áætlað að verksmiðjan geti framleitt allt að 100 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum United Silicon verður endanlegum fyrirvörum í samningum um verkið ekki aflétt fyrr en í lok næsta mánaðar. Allir lykilsamningar eru þó í höfn, þar á meðal um orkukaup og fjármögnun, og ekki er talið neitt því til fyrirstöðu að hefjast handa. Áætlað er að milli 200 og 250 manns verði að störfum við smíði verksmiðjunnar næstu tvö árin en eftir að reksturinn hefst verða þar sjötíu stöðugildi, - í fyrsta áfanga hennar.
Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15
Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25
Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31