Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2014 18:45 Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Grafík/United Silicon. Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. Allt að 250 störf skapast á framkvæmdatíma og sjötíu stöðugildi verða í fyrirtækinu þegar rekstur hefst eftir tvö ár. Verksmiðjan rís á iðnaðarlóð við höfnina í Helguvík en undirbúningur verkefnisins hefur farið furðuhljótt í ljósi þess hversu stórt það er. Umhverfismat var staðfest fyrir ári en það var í marsmánuði sem Landsvirkjun skýrði frá því að hún hefði gert orkusölusamning við United Silicon. Knattspyrnukappinn Auðun Helgason kom þá fram fyrir hönd fjárfestanna, sem eru bæði innlendir og erlendir. Ráðamönnum United Silicon liggur á að hefja framkvæmdir í Helguvík. Að sögn Auðuns, sem er starfandi framkvæmdastjóri, er þegar búið að gera sölusamninga um stóran hluta af framleiðslunni. Verksmiðjan þurfi því að vera komin í rekstur sumarið 2016, eftir tvö ár.Kísillmálmverksmiðjan verður við höfnina í Helguvík.Grafík/United Silicon.United Silicon hefur fengið ÍAV-verktaka til að hefja verkið og er gert ráð fyrir að fyrstu vinnuvélarnar komi á svæðið á morgun. Kísilmálmverksmiðjan verður byggð upp í þremur áföngum og verður sá fyrsti með 22 þúsund tonna framleiðslugetu á ári og mun kosta um tólf milljarða króna, að sögn Auðuns. Orkuþörfin verður 35 megavött. Í endanlegri stærð er áætlað að verksmiðjan geti framleitt allt að 100 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum United Silicon verður endanlegum fyrirvörum í samningum um verkið ekki aflétt fyrr en í lok næsta mánaðar. Allir lykilsamningar eru þó í höfn, þar á meðal um orkukaup og fjármögnun, og ekki er talið neitt því til fyrirstöðu að hefjast handa. Áætlað er að milli 200 og 250 manns verði að störfum við smíði verksmiðjunnar næstu tvö árin en eftir að reksturinn hefst verða þar sjötíu stöðugildi, - í fyrsta áfanga hennar. Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. Allt að 250 störf skapast á framkvæmdatíma og sjötíu stöðugildi verða í fyrirtækinu þegar rekstur hefst eftir tvö ár. Verksmiðjan rís á iðnaðarlóð við höfnina í Helguvík en undirbúningur verkefnisins hefur farið furðuhljótt í ljósi þess hversu stórt það er. Umhverfismat var staðfest fyrir ári en það var í marsmánuði sem Landsvirkjun skýrði frá því að hún hefði gert orkusölusamning við United Silicon. Knattspyrnukappinn Auðun Helgason kom þá fram fyrir hönd fjárfestanna, sem eru bæði innlendir og erlendir. Ráðamönnum United Silicon liggur á að hefja framkvæmdir í Helguvík. Að sögn Auðuns, sem er starfandi framkvæmdastjóri, er þegar búið að gera sölusamninga um stóran hluta af framleiðslunni. Verksmiðjan þurfi því að vera komin í rekstur sumarið 2016, eftir tvö ár.Kísillmálmverksmiðjan verður við höfnina í Helguvík.Grafík/United Silicon.United Silicon hefur fengið ÍAV-verktaka til að hefja verkið og er gert ráð fyrir að fyrstu vinnuvélarnar komi á svæðið á morgun. Kísilmálmverksmiðjan verður byggð upp í þremur áföngum og verður sá fyrsti með 22 þúsund tonna framleiðslugetu á ári og mun kosta um tólf milljarða króna, að sögn Auðuns. Orkuþörfin verður 35 megavött. Í endanlegri stærð er áætlað að verksmiðjan geti framleitt allt að 100 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum United Silicon verður endanlegum fyrirvörum í samningum um verkið ekki aflétt fyrr en í lok næsta mánaðar. Allir lykilsamningar eru þó í höfn, þar á meðal um orkukaup og fjármögnun, og ekki er talið neitt því til fyrirstöðu að hefjast handa. Áætlað er að milli 200 og 250 manns verði að störfum við smíði verksmiðjunnar næstu tvö árin en eftir að reksturinn hefst verða þar sjötíu stöðugildi, - í fyrsta áfanga hennar.
Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15
Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25
Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent