Hvað er málið? Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Særún Ármannsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 10:35 Stjórnendur í leikskólum hafa verið samningslausir í 7 mánuði, síðan 31. janúar sl. Satt að segja trúði ég ekki öðru en að samningar tækjust fljótt eftir að FL náði samningum um miðjan júní – en svo fóru bara allir í sumarfrí! Hvers konar framkoma er þetta við okkur? Hvaða stjórnandi sættir sig við að vera með lægri laun en undirmenn hans en það þurfum við aðstoðarleikskólastjórar að þola!!! Í flestum tilvikum fóru deildarstjórar fram úr aðstoðarleikskólastjórum í samningunum í sumar og það er óþolandi staðreynd. Ég er sjálf – eftir 22 ára starf – með 417.556 kr. fyrir fullt starf sem aðstoðarleikskólastjóri. Ég er staðgengill leikskólastjóra, vinn að stjórnun leikskólans og tek þátt í öllu starfi hans. Ég ber ábyrgð á rekstri leikskólans, ber ábyrgð á faglegu starfi og er í samskiptum við alla starfsmenn, börn og foreldra á hverjum degi. Ég þarf að stökkva til þegar gestir eða starfsmenn þurfa þjónustu eða aðstoð. Ég skrifa skýrslur, áætlanir og bréf. Ég þarf að fylgja eftir erfiðum barnaverndarmálum, ég uppfæri heimasíðu, er matráðnum innan handar um matseðlagerð og innkaup. Ég hugga börn, ég fer út eða borða inni á deild ef vantar starfsfólk og svo ótal margt fleira sem ekki er hægt að telja upp hér. Eitt er að minnsta kosti víst: ég veit aldrei að morgni hvernig dagurinn verður. Ef ég væri óbreyttur leikskólakennari inni á deild fengi ég 430.830 kr. og ef ég tæki að mér deildarstjórn færu launin mín upp í 454.530 kr. Mismunurinn er 36.974 kr. á mánuði ... hvaða bankastjóri myndi sætta sig við sambærilegan mun!!! Frábært fyrir leikskólakennara að ná góðum samningum en að sjálfsögðu þurfa stjórnendur að fylgja með. Við erum samfélaginu svo mikilvæg stétt að við megum ekki fara í verkfall en samt verðskuldum við ekki nýjan kjarasamning um leið og undirmenn okkar. Ég krefst þess að sveitarfélögin gangi strax til samninga, okkar nefnd bíður eftir lokafundinum ... og samningurinn þarf að gilda frá 31. janúar. Annað geta leikskólastjórnendur ekki sætt sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnendur í leikskólum hafa verið samningslausir í 7 mánuði, síðan 31. janúar sl. Satt að segja trúði ég ekki öðru en að samningar tækjust fljótt eftir að FL náði samningum um miðjan júní – en svo fóru bara allir í sumarfrí! Hvers konar framkoma er þetta við okkur? Hvaða stjórnandi sættir sig við að vera með lægri laun en undirmenn hans en það þurfum við aðstoðarleikskólastjórar að þola!!! Í flestum tilvikum fóru deildarstjórar fram úr aðstoðarleikskólastjórum í samningunum í sumar og það er óþolandi staðreynd. Ég er sjálf – eftir 22 ára starf – með 417.556 kr. fyrir fullt starf sem aðstoðarleikskólastjóri. Ég er staðgengill leikskólastjóra, vinn að stjórnun leikskólans og tek þátt í öllu starfi hans. Ég ber ábyrgð á rekstri leikskólans, ber ábyrgð á faglegu starfi og er í samskiptum við alla starfsmenn, börn og foreldra á hverjum degi. Ég þarf að stökkva til þegar gestir eða starfsmenn þurfa þjónustu eða aðstoð. Ég skrifa skýrslur, áætlanir og bréf. Ég þarf að fylgja eftir erfiðum barnaverndarmálum, ég uppfæri heimasíðu, er matráðnum innan handar um matseðlagerð og innkaup. Ég hugga börn, ég fer út eða borða inni á deild ef vantar starfsfólk og svo ótal margt fleira sem ekki er hægt að telja upp hér. Eitt er að minnsta kosti víst: ég veit aldrei að morgni hvernig dagurinn verður. Ef ég væri óbreyttur leikskólakennari inni á deild fengi ég 430.830 kr. og ef ég tæki að mér deildarstjórn færu launin mín upp í 454.530 kr. Mismunurinn er 36.974 kr. á mánuði ... hvaða bankastjóri myndi sætta sig við sambærilegan mun!!! Frábært fyrir leikskólakennara að ná góðum samningum en að sjálfsögðu þurfa stjórnendur að fylgja með. Við erum samfélaginu svo mikilvæg stétt að við megum ekki fara í verkfall en samt verðskuldum við ekki nýjan kjarasamning um leið og undirmenn okkar. Ég krefst þess að sveitarfélögin gangi strax til samninga, okkar nefnd bíður eftir lokafundinum ... og samningurinn þarf að gilda frá 31. janúar. Annað geta leikskólastjórnendur ekki sætt sig við.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar