Innlent

Dyngjujökull skartaði sínu fegursta í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndir úr ferðalaginu yfir jökulinn í dag.
Myndir úr ferðalaginu yfir jökulinn í dag. Vísir/Friðrik Þór
Vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fóru í dag í flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF yfir Vatnajökul til að rannsaka frekar sigkatlana sem sáust í gær í flugi vísindamanna suðaustur af Bárðarbungu.

Gott skyggni var á jöklinum líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2, tók í dag í fluginu með vísindamönnunum.

Jökullinn var fallegur fyrir hádegi í dag.Vísir/Friðrik Þór
Vísir/Friðrik Þór
Vísir/Friðrik Þór
Vísir/Friðrik Þór
Vísir/Friðrik Þór
DyngjujökullVísir/Friðrik Þór
Magnús Tumi Guðmundsson virðir nýjustu gögn fyrir sér.Vísir/Friðrik Þór
Hágöngulón með Köldukvíslarjökul í baksýn. Norðar sést svo í Kvíarvatn.Vísir/Friðrik Þór

Tengdar fréttir

Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu

Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi.

Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul

Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi.

„Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“

Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag.

Sigkatlarnir ekki stærri

Vísindamenn um borð í TF-SIF, flugvéla Landhelgisgæslunnar sem nú er á flugi yfir Vatnajökli, telja að sigkatlarnir sem sáust í gær hafi ekki stækkað í nótt.

Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult

Litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Ekki hefur orðið vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi.

Færri skjálftar og enginn gosórói

Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær.

Sérfræðingarnir farnir í loftið

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hélt í morgun ásamt sérfræðingum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í eftirlitsflug í flugi TF-SIF á Vatnajökul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×