Körfubolti

Strákarnir mæta Bosníumönnum í troðfullri höll í Tuzla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Íslenska körfuboltalandsliðið lagði af stað til Bosníu í morgun en framundan er leikur við bosníska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins á sunnudagkvöldið.

Leikurinn fer fram í Mejdan-höllinni í Tuzla en ekki í Sarajevo eins og allir heimaleikir Bosníumanna í síðustu undankeppnum.

Bosníumenn spila ekki heimaleiki sína á sama stað því heimaleikurinn við Bretland fer fram í höfuðborginni Sarajevo.

Það er mikill áhugi fyrir leiknum í Tuzla og þegar orðið uppselt á leikinn samkvæmt frétt á heimasíðu KKÍ. Mejdan-höllin í Tuzla tekur 5000 manns og það verður því örugglega mikil stemmning í troðfullri höllinni.

Bæði liðin hafa unnið þrettán stiga sigur á Bretland í fyrstu leikjum sínum en á meðan íslenska liðið afrekaði það með endapretti í Laugardalshöllinni þá unnu Bosníumenn sannfærandi sigur í London.

Leikurinn á sunnudagskvöldið hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×