Íslenski boltinn

Sjáðu umdeilt mark Árna | Myndband

Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik í 1-0 í gær með vægast sagt skrautlegu marki. Árni nýtti sér misskilning í vörn Fram, lék á Denis Cardaklija og renndi boltanum í autt netið.

Hafsteinn Briem tók þá aukaspyrnu og virtist ætla að láta Denis taka hana og gaf boltann laflaust til baka. Árni var hinsvegar fljótur að átta sig á stöðunni að Hafsteinn hefði tæknilega séð tekið aukaspyrnuna og komst inn í sendinguna, lék á Denis og renndi boltanum í autt netið.

Ótrúlegt mark en Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, var ósáttur með dómara leiksins að leyfa markið.

Sitt sýnist hverjum um markið en það má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.