Skipun sendiherra Dr. Svala Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 13:15 Í síðustu viku skipaði utanríkisráðherra tvo nýja sendiherra, þá Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson. Talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum og skipun þeirra Geirs og Árna verið gagnrýnd, en báðir eru sem kunnugt er fyrrverandi/núverandi stjórnmálamenn og koma ekki úr röðum starfsmanna utanríkisráðuneytisins. Í fjölmiðlum hefur auk þess verið fjallað um möguleikann á að auglýsa starfið líkt og önnur störf embættismanna og bent hefur verið á að töluvert halli á kvenfólk í skipunum í embætti sendiherra. Í gegnum tíðina hefur í reynd verið framgangskerfi í utanríkisþjónustunni, þ.e. starfsmenn hafa átt þess kost að vinna sig upp eftir hinum diplómatísku stöðuheitum og orðið loks sendiherrar. Er það fyrirkomulag í samræmi við venju í flestum nágrannaríkjum okkar. Gallinn við framkvæmdina í þessu kerfi hefur hins vegar verið sá að utanríkisráðherrann hverju sinni hefur haft um það alræðisvald að skipa sendiherra, og hefur í þeim efnum ekki þurft að styðjast við mat á hæfni, árangri, starfsreynslu eða öðrum viðmiðunum. Með skipun þeirra Geirs og Árna í embætti sendiherra er augljóslega verið að takmarka möguleika núverandi starfsmanna utanríkisráðuneytisins til starfsframa, auk þess sem verið er að endurvekja gamla siði með því að skipa stjórnmálamenn í slíkar stöður.Reynsla og rannsóknir Bent hefur verið á þá leið að auglýsa stöður sendiherra, þar sem þeir teljist embættismenn samkvæmt skilgreiningu starfsmannalaganna svokölluðu um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Það tel ég hins vegar ekki vera góða leið. Um er að ræða tæplega fjörutíu stöðugildi innan sama ráðuneytis. Ætti þá t.d. að auglýsa sendiherrastöðurnar í Washington og Moskvu sérstaklega? Auk þess teljast sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni til embættismanna samkvæmt starfsmannalögunum. Ætti þá einnig að auglýsa störf þeirra lausar til umsóknar? Hætt er við því að það dragi úr stöðugleika innan stjórnsýslunnar ef auglýsa þarf opinberlega störf á öllum stigum innan utanríkisþjónustunnar, auk þess sem starfsmönnum yrði þá ekki gefinn kostur á að vaxa og dafna í starfi án þess að sækja stöðugt um ný störf á sama vinnustað. Reynsla og rannsóknir hafa sýnt að erfitt getur verið að ráða starfsmenn sem eiga að starfa í alþjóðlegu umhverfi. Huga þarf að þáttum eins og aðlögunarhæfni viðkomandi starfsmanns og fjölskyldu hans. Brottfall er gjarnan mikið meðal útsendra starfsmanna og mikill kostnaður sem hlýst af ef viðkomandi starfsmaður vill koma heim fyrr en áætlað er. Einnig er þekkt að starfsmenn hætta gjarnan störfum eftir að heim er komið af ýmsum ástæðum. En eins og flestum er kunnugt felst starf sendiherra ekki bara í vinnu erlendis heldur einnig hér heima í ráðuneytinu.Hæfni og árangur Ef við lítum okkur nær og skoðum utanaðkomandi ráðningar í störf sendiherra hérlendis lítur út fyrir, að þegar sendiherrar hafa verið skipaðir í embætti án þess að hafa unnið í utanríkisþjónustunni, þá hafa þeir í flestum tilvikum farið strax til starfa erlendis í um 4-8 ár en að þeim tíma liðnum farið til starfa á öðrum vettvangi og hætt í utanríkisþjónustunni. Þeir hafa því hvorki verið að störfum í ráðuneytinu í upphafi ráðningar né þegar heim er komið. Á Norðurlöndunum er þessu þannig háttað að í flestum tilfellum er um að ræða framgang í starfi enda má ætla að starfsmenn utanríkisþjónustunnar hafi reynslu af því að starfa og búa erlendis og ekki óalgengt að starfandi sendiherra hafi starfað og búið erlendis í nokkrum löndum áður en viðkomandi kemur til greina sem sendiherra. Starfsmenn eru því búnir að gera það upp við sig hvort þessi starfsgrein og flutningar hentar þeim og fjölskyldum þeirra. Utanríkisþjónustan ætti að standa að ráðningu starfsmanna sinna með því að auglýsa stöður sendiráðsritara, þar sem gerð væri krafa um ákveðna menntun, þekkingu og færni, auk þess sem jafnréttissjónarmið yrðu höfð til hliðsjónar við skipun í starfið. Eftir það myndi það ráðast af reynslu, hæfni og árangri í starfi hvort og hversu fljótt starfsmenn ynnu sig upp í það að verða sendiráðunautar, sendifulltrúar og síðan sendiherrar. Að því leyti væri ekki þörf á því að huga sérstaklega að kynjasjónarmiðum við skipun sendiherra, enda hefðu starfsmenn af báðum kynjum jafnan rétt og möguleika til að vinna sig upp í starfi og verða sendiherrar. Til að auka fagmennsku í kringum skipan sendiherra væri hægt að skipa sérstaka framgangsnefnd innan utanríkisráðuneytisins sem væri skipuð ráðuneytisstjóra, mannauðsstjóra og skrifstofustjórum þeirra þriggja skrifstofa sem kynntar eru í skipuriti ráðuneytisins. Framgangsnefndin hefði það hlutverk að gera tillögu til utanríkisráðherra um skipun embættismanna ráðuneytisins, þ.e. sendifulltrúa og sendiherra, og væri utanríkisráðherra bundinn af því að skipa í embættin á grundvelli tillagna nefndarinnar. Ef ekki finnst einstaklingur með þá þekkingu, færni og hæfni sem til þarf, er sjálfsagt að leita utan veggja ráðuneytisins, og myndi það vera hlutverk framgangsnefndar að leggja fram þá tillögu að undangengnu mati. Tilgangur framgangskerfisins yrði þá fyrst og fremst sá að starfsmenn og almenningur geti treyst því að við skipun í æðstu embætti utanríkisþjónustunnar verði byggt á faglegu mati, og að samhliða verði dregið úr pólitískum áhrifum varðandi þessar skipanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku skipaði utanríkisráðherra tvo nýja sendiherra, þá Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson. Talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum og skipun þeirra Geirs og Árna verið gagnrýnd, en báðir eru sem kunnugt er fyrrverandi/núverandi stjórnmálamenn og koma ekki úr röðum starfsmanna utanríkisráðuneytisins. Í fjölmiðlum hefur auk þess verið fjallað um möguleikann á að auglýsa starfið líkt og önnur störf embættismanna og bent hefur verið á að töluvert halli á kvenfólk í skipunum í embætti sendiherra. Í gegnum tíðina hefur í reynd verið framgangskerfi í utanríkisþjónustunni, þ.e. starfsmenn hafa átt þess kost að vinna sig upp eftir hinum diplómatísku stöðuheitum og orðið loks sendiherrar. Er það fyrirkomulag í samræmi við venju í flestum nágrannaríkjum okkar. Gallinn við framkvæmdina í þessu kerfi hefur hins vegar verið sá að utanríkisráðherrann hverju sinni hefur haft um það alræðisvald að skipa sendiherra, og hefur í þeim efnum ekki þurft að styðjast við mat á hæfni, árangri, starfsreynslu eða öðrum viðmiðunum. Með skipun þeirra Geirs og Árna í embætti sendiherra er augljóslega verið að takmarka möguleika núverandi starfsmanna utanríkisráðuneytisins til starfsframa, auk þess sem verið er að endurvekja gamla siði með því að skipa stjórnmálamenn í slíkar stöður.Reynsla og rannsóknir Bent hefur verið á þá leið að auglýsa stöður sendiherra, þar sem þeir teljist embættismenn samkvæmt skilgreiningu starfsmannalaganna svokölluðu um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Það tel ég hins vegar ekki vera góða leið. Um er að ræða tæplega fjörutíu stöðugildi innan sama ráðuneytis. Ætti þá t.d. að auglýsa sendiherrastöðurnar í Washington og Moskvu sérstaklega? Auk þess teljast sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni til embættismanna samkvæmt starfsmannalögunum. Ætti þá einnig að auglýsa störf þeirra lausar til umsóknar? Hætt er við því að það dragi úr stöðugleika innan stjórnsýslunnar ef auglýsa þarf opinberlega störf á öllum stigum innan utanríkisþjónustunnar, auk þess sem starfsmönnum yrði þá ekki gefinn kostur á að vaxa og dafna í starfi án þess að sækja stöðugt um ný störf á sama vinnustað. Reynsla og rannsóknir hafa sýnt að erfitt getur verið að ráða starfsmenn sem eiga að starfa í alþjóðlegu umhverfi. Huga þarf að þáttum eins og aðlögunarhæfni viðkomandi starfsmanns og fjölskyldu hans. Brottfall er gjarnan mikið meðal útsendra starfsmanna og mikill kostnaður sem hlýst af ef viðkomandi starfsmaður vill koma heim fyrr en áætlað er. Einnig er þekkt að starfsmenn hætta gjarnan störfum eftir að heim er komið af ýmsum ástæðum. En eins og flestum er kunnugt felst starf sendiherra ekki bara í vinnu erlendis heldur einnig hér heima í ráðuneytinu.Hæfni og árangur Ef við lítum okkur nær og skoðum utanaðkomandi ráðningar í störf sendiherra hérlendis lítur út fyrir, að þegar sendiherrar hafa verið skipaðir í embætti án þess að hafa unnið í utanríkisþjónustunni, þá hafa þeir í flestum tilvikum farið strax til starfa erlendis í um 4-8 ár en að þeim tíma liðnum farið til starfa á öðrum vettvangi og hætt í utanríkisþjónustunni. Þeir hafa því hvorki verið að störfum í ráðuneytinu í upphafi ráðningar né þegar heim er komið. Á Norðurlöndunum er þessu þannig háttað að í flestum tilfellum er um að ræða framgang í starfi enda má ætla að starfsmenn utanríkisþjónustunnar hafi reynslu af því að starfa og búa erlendis og ekki óalgengt að starfandi sendiherra hafi starfað og búið erlendis í nokkrum löndum áður en viðkomandi kemur til greina sem sendiherra. Starfsmenn eru því búnir að gera það upp við sig hvort þessi starfsgrein og flutningar hentar þeim og fjölskyldum þeirra. Utanríkisþjónustan ætti að standa að ráðningu starfsmanna sinna með því að auglýsa stöður sendiráðsritara, þar sem gerð væri krafa um ákveðna menntun, þekkingu og færni, auk þess sem jafnréttissjónarmið yrðu höfð til hliðsjónar við skipun í starfið. Eftir það myndi það ráðast af reynslu, hæfni og árangri í starfi hvort og hversu fljótt starfsmenn ynnu sig upp í það að verða sendiráðunautar, sendifulltrúar og síðan sendiherrar. Að því leyti væri ekki þörf á því að huga sérstaklega að kynjasjónarmiðum við skipun sendiherra, enda hefðu starfsmenn af báðum kynjum jafnan rétt og möguleika til að vinna sig upp í starfi og verða sendiherrar. Til að auka fagmennsku í kringum skipan sendiherra væri hægt að skipa sérstaka framgangsnefnd innan utanríkisráðuneytisins sem væri skipuð ráðuneytisstjóra, mannauðsstjóra og skrifstofustjórum þeirra þriggja skrifstofa sem kynntar eru í skipuriti ráðuneytisins. Framgangsnefndin hefði það hlutverk að gera tillögu til utanríkisráðherra um skipun embættismanna ráðuneytisins, þ.e. sendifulltrúa og sendiherra, og væri utanríkisráðherra bundinn af því að skipa í embættin á grundvelli tillagna nefndarinnar. Ef ekki finnst einstaklingur með þá þekkingu, færni og hæfni sem til þarf, er sjálfsagt að leita utan veggja ráðuneytisins, og myndi það vera hlutverk framgangsnefndar að leggja fram þá tillögu að undangengnu mati. Tilgangur framgangskerfisins yrði þá fyrst og fremst sá að starfsmenn og almenningur geti treyst því að við skipun í æðstu embætti utanríkisþjónustunnar verði byggt á faglegu mati, og að samhliða verði dregið úr pólitískum áhrifum varðandi þessar skipanir.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar