Svona var reglunum breytt hjá IHF Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júlí 2014 09:11 Hassan Moustafa, forseti IHF. Vísir/Getty Arne Elovsson, varaforseti Handknattleikssambands Evrópu, útskýrir í samtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í dag hvernig reglunum var breytt hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF, sem varð til þess að Þýskalandi var hleypt inn á HM í Katar. Á þriðjudaginn kom svokallað IHF-ráð saman í Zagreb í Króatíu en Elovsson er einn átján manna sem á sæti í ráðinu. Fyrir ráðinu lágu nokkrar reglubreytingatillögur frá framkvæmdastjórn IHF en þær voru allar samþykktar, líkt og nánast alltaf er gert. Í framkvæmdastjórn IHF sitja fimm manns, þar af forseti, varaforseti og gjaldkeri IHF. Þar voru allar reglubreytingar hannaðar sem urðu til þess að Þýskaland komst á HM á kostnað Eyjaálfu. „Fyrsta mál á fundi ráðsins var að afgreiða nýjar reglur sem framkvæmdastjórn IHF hafði unnið að frá því í vor þess efnis að ráðið gæti hafnað þátttöku frá þjóðum sem hefðu svo veikt landslið að það væri slæmt fyrir ímynd heimsmeistaramóta. Sú tillaga var samþykkt,“ sagði Elovsson. „Því næst var samþykkt að afturkalla keppnisleyfi Eyjaálfu á HM. Það var ekki nóg að afturkalla keppnisrétt Ástralíu því þar með var Nýja-Sjáland næsti kostur frá álfunni.“ Næsta tillaga sneri að því að breyta þeim reglum sem mestu málu skipti fyrir aðkomu Íslands að málinu. Gömlu reglurnar sögðu að ef keppnisréttur heimsálfu yrði afturkallaður fengi fyrsta varaþjóð frá sömu heimsálfu og ríkjandi heimsmeistarar sæti viðkomandi á HM. Það var Ísland. En nú var lögð fram tillaga sem sagði að litið yrði til árangurs á síðasta heimsmeistaramóti og því liði hleypt inn sem bestum árangri náði af þeim sem féllu úr leik í undankeppni HM. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á HM í Spáni. Þess má geta að ef önnur þjóð gengur úr skaftinu fyrir HM í Katar mun Ungverjaland komast næst inn samkvæmt sömu skilgreiningu. Elovsson vildi ekki gefa upp hvernig atkvæðin skiptust innan ráðsins en hann sagðist þó hafa verið samþykkur breytingunum. „Þegar ég tók afstöðu til þessa máls spurði ég mig þriggja spurninga: Var farið eftir lögum? Er þessi breyting góð fyrir handboltann? Er þetta betra fyrir evrópskan handbolta? Svarið við öllum spurningum er já, að mínu viti.“ Hann bendir enn fremur á að handboltaforystan hafi byrjað að velta fyrir sér þátttöku smáliða líkt og Ástralíu eftir HM á Spáni. Liðið hafi tapað öllum leikjum sínum þar líkt og í fyrri keppnum með miklum mun. Svipað hafi verið upp á teningnum á HM kvenna í Serbíu þar sem Spánn leiddi í hálfleik gegn Paragvæ með fjórtán mörkum gegn engu. „Eftir HM kvenna í desember í Serbíu hóf framkvæmdastjórn IHF undirbúning að vinnu við að breyta reglunum til að fækka slöku liðunum og lagði þær breytingar fyrir okkur á fundi ráðsins á síðasta þriðjudag þar sem þær voru samþykktar enda höfðu þær áður verið samþykktar í framkvæmdastjórn. Og eftir þeim var unnið,“ sagði Elovsson í samtali við Morgunblaðið í dag. Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga Landsliðsþjálfarinn brjálaður vegna ákvörðunar IHF að senda Þýskaland á HM. 11. júlí 2014 11:00 Ísland á að fara dómstólaleiðina Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. 12. júlí 2014 08:00 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Arne Elovsson, varaforseti Handknattleikssambands Evrópu, útskýrir í samtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í dag hvernig reglunum var breytt hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF, sem varð til þess að Þýskalandi var hleypt inn á HM í Katar. Á þriðjudaginn kom svokallað IHF-ráð saman í Zagreb í Króatíu en Elovsson er einn átján manna sem á sæti í ráðinu. Fyrir ráðinu lágu nokkrar reglubreytingatillögur frá framkvæmdastjórn IHF en þær voru allar samþykktar, líkt og nánast alltaf er gert. Í framkvæmdastjórn IHF sitja fimm manns, þar af forseti, varaforseti og gjaldkeri IHF. Þar voru allar reglubreytingar hannaðar sem urðu til þess að Þýskaland komst á HM á kostnað Eyjaálfu. „Fyrsta mál á fundi ráðsins var að afgreiða nýjar reglur sem framkvæmdastjórn IHF hafði unnið að frá því í vor þess efnis að ráðið gæti hafnað þátttöku frá þjóðum sem hefðu svo veikt landslið að það væri slæmt fyrir ímynd heimsmeistaramóta. Sú tillaga var samþykkt,“ sagði Elovsson. „Því næst var samþykkt að afturkalla keppnisleyfi Eyjaálfu á HM. Það var ekki nóg að afturkalla keppnisrétt Ástralíu því þar með var Nýja-Sjáland næsti kostur frá álfunni.“ Næsta tillaga sneri að því að breyta þeim reglum sem mestu málu skipti fyrir aðkomu Íslands að málinu. Gömlu reglurnar sögðu að ef keppnisréttur heimsálfu yrði afturkallaður fengi fyrsta varaþjóð frá sömu heimsálfu og ríkjandi heimsmeistarar sæti viðkomandi á HM. Það var Ísland. En nú var lögð fram tillaga sem sagði að litið yrði til árangurs á síðasta heimsmeistaramóti og því liði hleypt inn sem bestum árangri náði af þeim sem féllu úr leik í undankeppni HM. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á HM í Spáni. Þess má geta að ef önnur þjóð gengur úr skaftinu fyrir HM í Katar mun Ungverjaland komast næst inn samkvæmt sömu skilgreiningu. Elovsson vildi ekki gefa upp hvernig atkvæðin skiptust innan ráðsins en hann sagðist þó hafa verið samþykkur breytingunum. „Þegar ég tók afstöðu til þessa máls spurði ég mig þriggja spurninga: Var farið eftir lögum? Er þessi breyting góð fyrir handboltann? Er þetta betra fyrir evrópskan handbolta? Svarið við öllum spurningum er já, að mínu viti.“ Hann bendir enn fremur á að handboltaforystan hafi byrjað að velta fyrir sér þátttöku smáliða líkt og Ástralíu eftir HM á Spáni. Liðið hafi tapað öllum leikjum sínum þar líkt og í fyrri keppnum með miklum mun. Svipað hafi verið upp á teningnum á HM kvenna í Serbíu þar sem Spánn leiddi í hálfleik gegn Paragvæ með fjórtán mörkum gegn engu. „Eftir HM kvenna í desember í Serbíu hóf framkvæmdastjórn IHF undirbúning að vinnu við að breyta reglunum til að fækka slöku liðunum og lagði þær breytingar fyrir okkur á fundi ráðsins á síðasta þriðjudag þar sem þær voru samþykktar enda höfðu þær áður verið samþykktar í framkvæmdastjórn. Og eftir þeim var unnið,“ sagði Elovsson í samtali við Morgunblaðið í dag.
Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga Landsliðsþjálfarinn brjálaður vegna ákvörðunar IHF að senda Þýskaland á HM. 11. júlí 2014 11:00 Ísland á að fara dómstólaleiðina Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. 12. júlí 2014 08:00 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45
Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30
Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45
Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30
Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30
Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga Landsliðsþjálfarinn brjálaður vegna ákvörðunar IHF að senda Þýskaland á HM. 11. júlí 2014 11:00
Ísland á að fara dómstólaleiðina Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. 12. júlí 2014 08:00
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48