Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2014 10:54 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga. Visir/Pjetur Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016. Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016.
Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00
67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11
Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45
Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00
Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57