Í minningu um Sigga Hallvarðs Sigurlaugur Ingólfsson skrifar 18. júlí 2014 10:17 Þegar ég var polli þá hafði ég tvö áhugamál: Bækur og fótbolta. Þetta áhugamál sameinaðist oft í ritröðinni Íslensk knattspyrna. Jafnan staldraði ég við eitt nafn sem vakti áhuga minn: Sigurður H. Hallvarðsson. Þvílík markamaskína! Þegar ég fór að fylgjast fyrst með Þrótti, sumarið 1994, þá hafði Siggi hengt upp skóna sína. Allt leit út fyrir að ég myndi aldrei sjá þessa goðsögn á knattspyrnuvellinum. En það átti eftir að breytast. Þegar ég var 14 ára, sumarið 1996, var ég í unglingavinnuhóp sem starfaði í Sæviðasundinu. Þar leit ég goðsögnina fyrst augum og það sem meira var Siggi tilkynnti nærstöddum að hann nennti ekki lengur að hanga í Old boys, hann var búinn að taka fram skóna aftur og það sem meira var fyrsti leikurinn var í kvöld. Ég náð því í skottið á ferli þessa einstaka markaskorara, sem olli ekki vonbrigðum og setti nokkur mörk, oft eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Einn leikur stendur upp úr í minningunni, fremur öllum öðrum. Í lok sumars 1999 stóð Þróttur höllum fæti og var kominn með annan fótinn í 2. deild (C-deild). Willum þjálfari sendi út neyðarkall á Sigga, sem var staddur í fríi á Spáni og Siggi svaraði kallinu, flaug heim og tók sæti á bekknum. Andstæðingar okkar voru spútnik lið Dalvíkur og staðan í hálfleik var ekki vænleg: 0-1 Dalvík í vil. Um miðjan seinni hálfleik kom skiptingin sem allir voru að bíða eftir og ég man hvað ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að Siggi myndi skora. Það var eins og það væri skrifað í skýin. Þetta var eins og söguþráður í Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Siggi kom inn á, og stuttu seinna var hann kominn með boltann í fæturnar, einn og óvaldaður og sendi bogabolta yfir markvörð Dalvíkur, jafnaði, hljóp út af vellinum, velti sér í kollhnís í brekkunni, kom aftur til baka, fékk gult spjald hjá dómaranum og bjargaði Þróttti frá falli. Þvílík goðsögn og þvílík forréttindi að fá að vera bera goðsögnina augum. Á síðustu árum náði ég að kynnast goðsögninni betur og ekki úr fjarlægð og það voru líka forréttindi. Ég votta vinum og fjölskyldu Sigga samúðarkveðjur mínar.Útför Sigurðar fer fram í Hallgrímskirkju í dag, 18. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13.15. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sigurður Hallvarðsson látinn Sigurður Helgi Hallvarðsson er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. 10. júlí 2014 19:32 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var polli þá hafði ég tvö áhugamál: Bækur og fótbolta. Þetta áhugamál sameinaðist oft í ritröðinni Íslensk knattspyrna. Jafnan staldraði ég við eitt nafn sem vakti áhuga minn: Sigurður H. Hallvarðsson. Þvílík markamaskína! Þegar ég fór að fylgjast fyrst með Þrótti, sumarið 1994, þá hafði Siggi hengt upp skóna sína. Allt leit út fyrir að ég myndi aldrei sjá þessa goðsögn á knattspyrnuvellinum. En það átti eftir að breytast. Þegar ég var 14 ára, sumarið 1996, var ég í unglingavinnuhóp sem starfaði í Sæviðasundinu. Þar leit ég goðsögnina fyrst augum og það sem meira var Siggi tilkynnti nærstöddum að hann nennti ekki lengur að hanga í Old boys, hann var búinn að taka fram skóna aftur og það sem meira var fyrsti leikurinn var í kvöld. Ég náð því í skottið á ferli þessa einstaka markaskorara, sem olli ekki vonbrigðum og setti nokkur mörk, oft eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Einn leikur stendur upp úr í minningunni, fremur öllum öðrum. Í lok sumars 1999 stóð Þróttur höllum fæti og var kominn með annan fótinn í 2. deild (C-deild). Willum þjálfari sendi út neyðarkall á Sigga, sem var staddur í fríi á Spáni og Siggi svaraði kallinu, flaug heim og tók sæti á bekknum. Andstæðingar okkar voru spútnik lið Dalvíkur og staðan í hálfleik var ekki vænleg: 0-1 Dalvík í vil. Um miðjan seinni hálfleik kom skiptingin sem allir voru að bíða eftir og ég man hvað ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að Siggi myndi skora. Það var eins og það væri skrifað í skýin. Þetta var eins og söguþráður í Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Siggi kom inn á, og stuttu seinna var hann kominn með boltann í fæturnar, einn og óvaldaður og sendi bogabolta yfir markvörð Dalvíkur, jafnaði, hljóp út af vellinum, velti sér í kollhnís í brekkunni, kom aftur til baka, fékk gult spjald hjá dómaranum og bjargaði Þróttti frá falli. Þvílík goðsögn og þvílík forréttindi að fá að vera bera goðsögnina augum. Á síðustu árum náði ég að kynnast goðsögninni betur og ekki úr fjarlægð og það voru líka forréttindi. Ég votta vinum og fjölskyldu Sigga samúðarkveðjur mínar.Útför Sigurðar fer fram í Hallgrímskirkju í dag, 18. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13.15.
Sigurður Hallvarðsson látinn Sigurður Helgi Hallvarðsson er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. 10. júlí 2014 19:32
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar