Viðskipti innlent

Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
visir/gva
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Aurum málinu svokallaða, þar sem þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson voru sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim,  til Hæstaréttar. RÚV greindi fyrst frá málinu. Í áfrýjuninni krefst Ríkissaksóknari þess að héraðsdómurinn verði ómerktur.

Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní síðastliðinn þar sem mennirnir voru allir sýknaðir og ríkinu gert að greiða 45 milljónir í lögmannskostnað.

Samkvæmt heimildum RÚV telur Ríkissaksóknari að einn dómaranna, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann er bróðir Ólafs Ólafssonar sem var í fyrra sakfelldur í héraðsdómi fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al Thani málinu. Málið á hendur Ólafi var sótt af sérstökum saksóknara líkt og Aurum málið. RÚV hefur þar að auki heimildir fyrir því að fleiri ástæður liggi að baki því að Ríkissaksóknari telji Sverri vanhæfan.

Með ómerkingarkröfu fer ríkissaksóknari fram á að málið verði sent aftur til héraðsdóms og réttað í því upp á nýtt.

Í málinu voru fjórmenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.

Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs segist vera hissa á þessari ákvörun Ríkissaksóknara. „
Ég held að það séu ekki skilyrði samkvæmt lögum til að líta svo á að Sverrir Ólafsson hafi verið vanhæfur sem dómari í málinu. Þar að auki trúi ég því ekki að sérstökum saksóknara hafi ekki verið kunnugt um þau tengsl sem nú eru talin eiga að valda því að Sverrir hafi ekki verið hæfur,“ segir Gestur.

 


Tengdar fréttir

Fá að bera vitni símleiðis frá Dubai

Dómari í Aurum málinu hefur úrskurðað að heimilt sé að taka símaskýrslu af tveimur vitnum sem búsett eru í Dubai. Þá var kröfu sérstaks saksóknara um að fá að taka skýrslu af fleiri vitnum, hafnað.

Rannsakaður afturábak og áfram í 12 ár

Í síðustu viku féll dómur í svo kölluðu Aurum máli. Þar var enn á ný dæmt um sakargiftir á hendur mér. Í vel rökstuddum forsendum dómsins er í raun tekið undir allt sem ég hef haldið fram í þessu máli frá upphafi. Mikilvægast er að sýnt er fram á með rökum að Glitnir var betur settur eftir viðskiptin en áður var.

Bjarni Ármannsson þarf að bera vitni

Sjö fyrrverandi sjórnendur Glitnis þurfa að bera vitni í Aurum Holding-málinu auk tveggja forsvarsmanna skartgripafyrirtækis í Duabi.

Allir sýknaðir í Aurum-málinu

Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins.

Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli

Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir.

Báru vitni frá Dubai

Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu.

Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega

Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu.

Var trúnaðarvinur Lárusar

Jón Sigurðsson fyrrverandi forstjóri FL Group og stjórnarmaður í Glitni gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í Aurum málinu í dag. Þá fór fram munnlegur málflutningur um skýrslur ákveðinna vitna fyrir dómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×