Ég kaupi, þess vegna er ég Hildur Þórðardóttir skrifar 3. júlí 2014 15:32 Fyrir nokkrum öldum skrifaði Descartes: „Ég hugsa, þess vegna er ég“. Viðhorfið var einmitt að það sem aðgreinir manneskjur frá dýrum er að þær fyrrnefndu hugsa. Manneskjur nota hugann til að fara yfir atburði, draga ályktanir og afla sér þekkingar. Hugsunin sýndi þannig þroska mannsins, mótaði heimsmynd hans og var talin réttlæta yfirburðastöðu hans yfir dýrunum. Núna finnst mér að við séum að glata þessum hæfileika til að hugsa. Sjálfsmynd okkar snýst ekki lengur um hvað við hugsum, heldur hvað við kaupum. Því meira sem við höfum efni á að kaupa, því merkilegri einstaklingar erum við. Þeir sem hafa efni á að kaupa nýjustu græjurnar, nýja bíla, „glæsilegt“ húsnæði og nýtískuföt eru þar af leiðandi merkilegri en þeir sem hafa ekki efni á því. Ótti við útskúfun og höfnun drífur okkur áfram í kaupæðinu. Ef við lítum út eins og fólkið í auglýsingunum verður okkur ekki útskúfað. Við erum því ekki til vegna þess að við hugsum heldur af því að við kaupum. Ef við keyptum ekkert værum við ekki til. Neysluhyggjan er orðin öllu yfirsterkari. Þegar sjálfsmat okkar byggist á því hvað við höfum efni á að kaupa, skiptir svo miklu máli að hafa há laun. Við verðum að fá hærri laun til að standa undir þeim kröfum sem við gerum til sjálfra okkar, til að geta staðið undir þeirri sjálfsmynd sem við viljum hafa. Þess vegna þarf fólkið hærri laun og þess vegna fer fólk í verkfall. Það vill geta keypt jafnmikið og aðrir, svo það verði jafn merkilegt og aðrir. Kennarar kvarta mikið um að engin virðing sé borin fyrir menntun. Þegar sjálfsmynd samfélags byggir á því hvað við kaupum skiptir menntun engu máli. Nema kannski til að veita okkur vellaunaða vinnu. Nám er heldur einkis virði þegar það snýst bara um að læra utanbókar gamlar ályktanir annarra og bæla niður alla ástríðu. Er ekki kominn tími til að endurskoða þessa neysluhyggju og byggja okkur frekar upp innan frá? Byggja sjálfsmyndina frekar á hæfileikum okkar og styrkleikum, hugsunum, þekkingu og viðhorfum. Finna ástríðuna og elta hana. Við höfum öll mismunandi hæfileika og styrkleika og þeir eru allir jafn mikilvægir og réttháir. Við höfum líka öll ástríður. Það er bara búið að bæla þær svo markvisst niður með kerfinu að við þurfum kannski svolítið að leita. Við þurfum ekki hærri laun, við þurfum meiri sjálfstæða hugsun. Allt þetta efnislega er bara til að dreifa athygli okkar svo við förum ekki að berjast fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að opna augun og skoða samfélagið. Viljum við að samfélagið mótist af græðgi og eiginhagsmunum eða viljum við að samhygð og kærleikur sé í forgrunni. Losum okkur við óttann og verum við sjálf. Hættum að láta eyðsluna móta sjálfsmyndina og hættum að kaupa dót sem við þurfum ekkert á að halda. Við erum stórkostleg eins og við erum, hér og nú, án alls dótsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum öldum skrifaði Descartes: „Ég hugsa, þess vegna er ég“. Viðhorfið var einmitt að það sem aðgreinir manneskjur frá dýrum er að þær fyrrnefndu hugsa. Manneskjur nota hugann til að fara yfir atburði, draga ályktanir og afla sér þekkingar. Hugsunin sýndi þannig þroska mannsins, mótaði heimsmynd hans og var talin réttlæta yfirburðastöðu hans yfir dýrunum. Núna finnst mér að við séum að glata þessum hæfileika til að hugsa. Sjálfsmynd okkar snýst ekki lengur um hvað við hugsum, heldur hvað við kaupum. Því meira sem við höfum efni á að kaupa, því merkilegri einstaklingar erum við. Þeir sem hafa efni á að kaupa nýjustu græjurnar, nýja bíla, „glæsilegt“ húsnæði og nýtískuföt eru þar af leiðandi merkilegri en þeir sem hafa ekki efni á því. Ótti við útskúfun og höfnun drífur okkur áfram í kaupæðinu. Ef við lítum út eins og fólkið í auglýsingunum verður okkur ekki útskúfað. Við erum því ekki til vegna þess að við hugsum heldur af því að við kaupum. Ef við keyptum ekkert værum við ekki til. Neysluhyggjan er orðin öllu yfirsterkari. Þegar sjálfsmat okkar byggist á því hvað við höfum efni á að kaupa, skiptir svo miklu máli að hafa há laun. Við verðum að fá hærri laun til að standa undir þeim kröfum sem við gerum til sjálfra okkar, til að geta staðið undir þeirri sjálfsmynd sem við viljum hafa. Þess vegna þarf fólkið hærri laun og þess vegna fer fólk í verkfall. Það vill geta keypt jafnmikið og aðrir, svo það verði jafn merkilegt og aðrir. Kennarar kvarta mikið um að engin virðing sé borin fyrir menntun. Þegar sjálfsmynd samfélags byggir á því hvað við kaupum skiptir menntun engu máli. Nema kannski til að veita okkur vellaunaða vinnu. Nám er heldur einkis virði þegar það snýst bara um að læra utanbókar gamlar ályktanir annarra og bæla niður alla ástríðu. Er ekki kominn tími til að endurskoða þessa neysluhyggju og byggja okkur frekar upp innan frá? Byggja sjálfsmyndina frekar á hæfileikum okkar og styrkleikum, hugsunum, þekkingu og viðhorfum. Finna ástríðuna og elta hana. Við höfum öll mismunandi hæfileika og styrkleika og þeir eru allir jafn mikilvægir og réttháir. Við höfum líka öll ástríður. Það er bara búið að bæla þær svo markvisst niður með kerfinu að við þurfum kannski svolítið að leita. Við þurfum ekki hærri laun, við þurfum meiri sjálfstæða hugsun. Allt þetta efnislega er bara til að dreifa athygli okkar svo við förum ekki að berjast fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að opna augun og skoða samfélagið. Viljum við að samfélagið mótist af græðgi og eiginhagsmunum eða viljum við að samhygð og kærleikur sé í forgrunni. Losum okkur við óttann og verum við sjálf. Hættum að láta eyðsluna móta sjálfsmyndina og hættum að kaupa dót sem við þurfum ekkert á að halda. Við erum stórkostleg eins og við erum, hér og nú, án alls dótsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar