Ég kaupi, þess vegna er ég Hildur Þórðardóttir skrifar 3. júlí 2014 15:32 Fyrir nokkrum öldum skrifaði Descartes: „Ég hugsa, þess vegna er ég“. Viðhorfið var einmitt að það sem aðgreinir manneskjur frá dýrum er að þær fyrrnefndu hugsa. Manneskjur nota hugann til að fara yfir atburði, draga ályktanir og afla sér þekkingar. Hugsunin sýndi þannig þroska mannsins, mótaði heimsmynd hans og var talin réttlæta yfirburðastöðu hans yfir dýrunum. Núna finnst mér að við séum að glata þessum hæfileika til að hugsa. Sjálfsmynd okkar snýst ekki lengur um hvað við hugsum, heldur hvað við kaupum. Því meira sem við höfum efni á að kaupa, því merkilegri einstaklingar erum við. Þeir sem hafa efni á að kaupa nýjustu græjurnar, nýja bíla, „glæsilegt“ húsnæði og nýtískuföt eru þar af leiðandi merkilegri en þeir sem hafa ekki efni á því. Ótti við útskúfun og höfnun drífur okkur áfram í kaupæðinu. Ef við lítum út eins og fólkið í auglýsingunum verður okkur ekki útskúfað. Við erum því ekki til vegna þess að við hugsum heldur af því að við kaupum. Ef við keyptum ekkert værum við ekki til. Neysluhyggjan er orðin öllu yfirsterkari. Þegar sjálfsmat okkar byggist á því hvað við höfum efni á að kaupa, skiptir svo miklu máli að hafa há laun. Við verðum að fá hærri laun til að standa undir þeim kröfum sem við gerum til sjálfra okkar, til að geta staðið undir þeirri sjálfsmynd sem við viljum hafa. Þess vegna þarf fólkið hærri laun og þess vegna fer fólk í verkfall. Það vill geta keypt jafnmikið og aðrir, svo það verði jafn merkilegt og aðrir. Kennarar kvarta mikið um að engin virðing sé borin fyrir menntun. Þegar sjálfsmynd samfélags byggir á því hvað við kaupum skiptir menntun engu máli. Nema kannski til að veita okkur vellaunaða vinnu. Nám er heldur einkis virði þegar það snýst bara um að læra utanbókar gamlar ályktanir annarra og bæla niður alla ástríðu. Er ekki kominn tími til að endurskoða þessa neysluhyggju og byggja okkur frekar upp innan frá? Byggja sjálfsmyndina frekar á hæfileikum okkar og styrkleikum, hugsunum, þekkingu og viðhorfum. Finna ástríðuna og elta hana. Við höfum öll mismunandi hæfileika og styrkleika og þeir eru allir jafn mikilvægir og réttháir. Við höfum líka öll ástríður. Það er bara búið að bæla þær svo markvisst niður með kerfinu að við þurfum kannski svolítið að leita. Við þurfum ekki hærri laun, við þurfum meiri sjálfstæða hugsun. Allt þetta efnislega er bara til að dreifa athygli okkar svo við förum ekki að berjast fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að opna augun og skoða samfélagið. Viljum við að samfélagið mótist af græðgi og eiginhagsmunum eða viljum við að samhygð og kærleikur sé í forgrunni. Losum okkur við óttann og verum við sjálf. Hættum að láta eyðsluna móta sjálfsmyndina og hættum að kaupa dót sem við þurfum ekkert á að halda. Við erum stórkostleg eins og við erum, hér og nú, án alls dótsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum öldum skrifaði Descartes: „Ég hugsa, þess vegna er ég“. Viðhorfið var einmitt að það sem aðgreinir manneskjur frá dýrum er að þær fyrrnefndu hugsa. Manneskjur nota hugann til að fara yfir atburði, draga ályktanir og afla sér þekkingar. Hugsunin sýndi þannig þroska mannsins, mótaði heimsmynd hans og var talin réttlæta yfirburðastöðu hans yfir dýrunum. Núna finnst mér að við séum að glata þessum hæfileika til að hugsa. Sjálfsmynd okkar snýst ekki lengur um hvað við hugsum, heldur hvað við kaupum. Því meira sem við höfum efni á að kaupa, því merkilegri einstaklingar erum við. Þeir sem hafa efni á að kaupa nýjustu græjurnar, nýja bíla, „glæsilegt“ húsnæði og nýtískuföt eru þar af leiðandi merkilegri en þeir sem hafa ekki efni á því. Ótti við útskúfun og höfnun drífur okkur áfram í kaupæðinu. Ef við lítum út eins og fólkið í auglýsingunum verður okkur ekki útskúfað. Við erum því ekki til vegna þess að við hugsum heldur af því að við kaupum. Ef við keyptum ekkert værum við ekki til. Neysluhyggjan er orðin öllu yfirsterkari. Þegar sjálfsmat okkar byggist á því hvað við höfum efni á að kaupa, skiptir svo miklu máli að hafa há laun. Við verðum að fá hærri laun til að standa undir þeim kröfum sem við gerum til sjálfra okkar, til að geta staðið undir þeirri sjálfsmynd sem við viljum hafa. Þess vegna þarf fólkið hærri laun og þess vegna fer fólk í verkfall. Það vill geta keypt jafnmikið og aðrir, svo það verði jafn merkilegt og aðrir. Kennarar kvarta mikið um að engin virðing sé borin fyrir menntun. Þegar sjálfsmynd samfélags byggir á því hvað við kaupum skiptir menntun engu máli. Nema kannski til að veita okkur vellaunaða vinnu. Nám er heldur einkis virði þegar það snýst bara um að læra utanbókar gamlar ályktanir annarra og bæla niður alla ástríðu. Er ekki kominn tími til að endurskoða þessa neysluhyggju og byggja okkur frekar upp innan frá? Byggja sjálfsmyndina frekar á hæfileikum okkar og styrkleikum, hugsunum, þekkingu og viðhorfum. Finna ástríðuna og elta hana. Við höfum öll mismunandi hæfileika og styrkleika og þeir eru allir jafn mikilvægir og réttháir. Við höfum líka öll ástríður. Það er bara búið að bæla þær svo markvisst niður með kerfinu að við þurfum kannski svolítið að leita. Við þurfum ekki hærri laun, við þurfum meiri sjálfstæða hugsun. Allt þetta efnislega er bara til að dreifa athygli okkar svo við förum ekki að berjast fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að opna augun og skoða samfélagið. Viljum við að samfélagið mótist af græðgi og eiginhagsmunum eða viljum við að samhygð og kærleikur sé í forgrunni. Losum okkur við óttann og verum við sjálf. Hættum að láta eyðsluna móta sjálfsmyndina og hættum að kaupa dót sem við þurfum ekkert á að halda. Við erum stórkostleg eins og við erum, hér og nú, án alls dótsins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar