Stóra Fiskistofumálið Ásgeir Magnússon skrifar 4. júlí 2014 13:40 Að sjálfsögðu á að flytja opinber störf út á land, ekki bara bakvinnslu, símavörslu og þýðingarstörf þó þau séu öll góðra gjalda verð, heldur einnig aðalstöðvar opinberra stofnana. Auðvitað verður það áfram svo að stærstur hluti opinberrar stjórnsýslu verði í höfuðborginni, en það er ekki sjálfgefið að allar opinberar stofnanir séu á einum og sama stað landsins. Það skipti e.t.v. máli í eina tíð að allri stjórnsýslunni væri fyrir komið á einum stað, en með þeirri stjórnsýslutækni sem við búum við í dag, skiptir þetta engu eða litlu sem engu máli í flestum tilfellum. Ég veit ekki annað en að starfsemi þeirra stofnana sem hafa verið fluttar til í landinu hafi bara gengið ágætlega á nýjum stað. E.t.v fluttu ekki margir með þessum stofnunum eins og bent hefur verið á, en þær ganga samt með nýju fólki og sinna sínum verkefnum eftir sem áður. Mér dettur ekki í hug að sveitarfélagið hér í Mýrdal færi á hliðina, þó við sem störfum á skrifstofu Mýrdalshrepps í dag hættum og aðrir tækju við okkar störfum. Það er nefnilega enn þannig að maður kemur í manns stað. Ef tekið er mið af umræðunni í fjölmiðlum og á netmiðlum dagsins, mætti halda að tekin hafi verið ákvörðun um að leggja heilt samfélag rúst og hrekja tugi manna í atvinnuleysi og á vergang, en ekki að tilkynnt hafi verið, að mér skilst á réttum stað og með góðum fyrirvara að til stæði á næstu 18 mánuðum að flytja allt að 30 opinber störf til í landinu. Ég skil vel tilfinningar þeirra sem fá uppsagnarbréf í hendur og tilkynningu um að búið sé að leggja þeirra starf niður, en mér vitanlega hefur enginn starfsmaður Fiskistofu enn fengið slíkt bréf. Ég þekki það af eigin raun, eins og reyndar fjölmargir íslendingar að vera tilkynnt fyrirvaralaust að starfsstöðin mín hafi verið lögð niður og mér sagt upp og var þó hvorki boðin áfallahjálp, starfslokasamningur eða tilkynnt að ég gæti gengið að starfinu mínu vísu á nýjum stað. Það er nú einu sinni svo að við skattborgarar þessa lands hvar sem við búum greiðum kostnaðinn af opinberri stjórnsýslu og því er ekki nema eðlilegt að stigin séu skref í þá átt að jafna aðstöðu fólks til slíkar starfa. Störf innan opinbera stjórnkerfisins eru verðmæt og skipta miklu máli á landsbyggðinni. Þau þýða auknar skatttekjur sveitarfélaga á viðkomandi stöðum og aukin fjölbreytileika atvinnulífs sem sárlega skortir og skapa þannig oft grundvöll fyrir því að ungt velmenntað fólk geti snúið aftur til heimahaganna. Það er einfaldlega rangt sem haldið hefur verið fram m.a. af einum öflugasta og besta pistlahöfundi Fréttablaðsins að það þurfi bara að breyta fiskveiðistjórnuninni til að byggðirnar í kringum landið blómstri á ný. Það sama á nefnilega við um sjávarútveginn og aðrar framleiðslugreinar að í dag þarf ekki nema lítinn hluta þess fólks sem áður sinnti slíkum framleiðslustörfum til að vinna þann afla sem á land berst þökk sé tæknivæðingu í greininni. Það sama hefur verið að gerast hér og allstaðar annarsstaðar í heiminum að framleiðslustörfum fækkar og þjónustustörfum fjölgar þ.m.t opinberum þjónustustörfum og ef við ákveðum að öll slík þjónusta skuli vera á einum og sama stað, er augljóst til hvers það leiðir. Ef mig misminnir ekki hefur það verið á stefnuskrá flestra undangenginna stjórnvalda í áraraðir að fjölga skuli opinberum störfum á landsbyggðinni, en því miður fyrir okkur sem þar búum, án mikils sýnilegs árangurs. Nú stendur til um næstu áramót að lögð verða niður fjölmörg sýslumannsembætti á landsbyggðinni, í Vík í Mýrdal, Höfn á Hornafirði, Akranesi, Patreksfirði, Búðardal, Hólmavík og Siglufirði auk starfsemi sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó innanríkisráðherra hafi lofað því að ekki yrði um fækkun starfa að ræða á þessum stöðum, þá lítur þetta samt þannig út a.m.k. án frekari ákvarðana af hálfu stjórnvalda, að sýslumennirnir sem auðvitað eru þungavigtarmenn hverrar einingar hverfa af vettvangi, og um það munar í fámennum byggðarlögum þar sem störf fyrir langskólagengið fólk eru ekki á hverju strái. Hér er því upplagt tækifæri fyrir stjórnvöld til að taka nú strax ákvörðun um að efla þá opinberu starfsemi sem fyrir er á framangreindum stöðum með frekari tilflutningi stofnana og/eða verkefna innan opinberrar stjórnsýslu. Ég bjó á Akureyri sjálfviljugur í tæp 20 ár, það er ágætt að búa á Akureyri. Innfæddir að vísu svolítil seinteknir, en besta fólk og veðrið er oftar en ekki betra en í Reykjavík. Við ykkur starfsmenn Fiskistofu segi ég því, prófið að flytjast Norður með stofnuninni ef af verður, það felst engin stóráhætta í því að reyna sig á nýjum stað, hér talar maður með talsverða reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu á að flytja opinber störf út á land, ekki bara bakvinnslu, símavörslu og þýðingarstörf þó þau séu öll góðra gjalda verð, heldur einnig aðalstöðvar opinberra stofnana. Auðvitað verður það áfram svo að stærstur hluti opinberrar stjórnsýslu verði í höfuðborginni, en það er ekki sjálfgefið að allar opinberar stofnanir séu á einum og sama stað landsins. Það skipti e.t.v. máli í eina tíð að allri stjórnsýslunni væri fyrir komið á einum stað, en með þeirri stjórnsýslutækni sem við búum við í dag, skiptir þetta engu eða litlu sem engu máli í flestum tilfellum. Ég veit ekki annað en að starfsemi þeirra stofnana sem hafa verið fluttar til í landinu hafi bara gengið ágætlega á nýjum stað. E.t.v fluttu ekki margir með þessum stofnunum eins og bent hefur verið á, en þær ganga samt með nýju fólki og sinna sínum verkefnum eftir sem áður. Mér dettur ekki í hug að sveitarfélagið hér í Mýrdal færi á hliðina, þó við sem störfum á skrifstofu Mýrdalshrepps í dag hættum og aðrir tækju við okkar störfum. Það er nefnilega enn þannig að maður kemur í manns stað. Ef tekið er mið af umræðunni í fjölmiðlum og á netmiðlum dagsins, mætti halda að tekin hafi verið ákvörðun um að leggja heilt samfélag rúst og hrekja tugi manna í atvinnuleysi og á vergang, en ekki að tilkynnt hafi verið, að mér skilst á réttum stað og með góðum fyrirvara að til stæði á næstu 18 mánuðum að flytja allt að 30 opinber störf til í landinu. Ég skil vel tilfinningar þeirra sem fá uppsagnarbréf í hendur og tilkynningu um að búið sé að leggja þeirra starf niður, en mér vitanlega hefur enginn starfsmaður Fiskistofu enn fengið slíkt bréf. Ég þekki það af eigin raun, eins og reyndar fjölmargir íslendingar að vera tilkynnt fyrirvaralaust að starfsstöðin mín hafi verið lögð niður og mér sagt upp og var þó hvorki boðin áfallahjálp, starfslokasamningur eða tilkynnt að ég gæti gengið að starfinu mínu vísu á nýjum stað. Það er nú einu sinni svo að við skattborgarar þessa lands hvar sem við búum greiðum kostnaðinn af opinberri stjórnsýslu og því er ekki nema eðlilegt að stigin séu skref í þá átt að jafna aðstöðu fólks til slíkar starfa. Störf innan opinbera stjórnkerfisins eru verðmæt og skipta miklu máli á landsbyggðinni. Þau þýða auknar skatttekjur sveitarfélaga á viðkomandi stöðum og aukin fjölbreytileika atvinnulífs sem sárlega skortir og skapa þannig oft grundvöll fyrir því að ungt velmenntað fólk geti snúið aftur til heimahaganna. Það er einfaldlega rangt sem haldið hefur verið fram m.a. af einum öflugasta og besta pistlahöfundi Fréttablaðsins að það þurfi bara að breyta fiskveiðistjórnuninni til að byggðirnar í kringum landið blómstri á ný. Það sama á nefnilega við um sjávarútveginn og aðrar framleiðslugreinar að í dag þarf ekki nema lítinn hluta þess fólks sem áður sinnti slíkum framleiðslustörfum til að vinna þann afla sem á land berst þökk sé tæknivæðingu í greininni. Það sama hefur verið að gerast hér og allstaðar annarsstaðar í heiminum að framleiðslustörfum fækkar og þjónustustörfum fjölgar þ.m.t opinberum þjónustustörfum og ef við ákveðum að öll slík þjónusta skuli vera á einum og sama stað, er augljóst til hvers það leiðir. Ef mig misminnir ekki hefur það verið á stefnuskrá flestra undangenginna stjórnvalda í áraraðir að fjölga skuli opinberum störfum á landsbyggðinni, en því miður fyrir okkur sem þar búum, án mikils sýnilegs árangurs. Nú stendur til um næstu áramót að lögð verða niður fjölmörg sýslumannsembætti á landsbyggðinni, í Vík í Mýrdal, Höfn á Hornafirði, Akranesi, Patreksfirði, Búðardal, Hólmavík og Siglufirði auk starfsemi sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó innanríkisráðherra hafi lofað því að ekki yrði um fækkun starfa að ræða á þessum stöðum, þá lítur þetta samt þannig út a.m.k. án frekari ákvarðana af hálfu stjórnvalda, að sýslumennirnir sem auðvitað eru þungavigtarmenn hverrar einingar hverfa af vettvangi, og um það munar í fámennum byggðarlögum þar sem störf fyrir langskólagengið fólk eru ekki á hverju strái. Hér er því upplagt tækifæri fyrir stjórnvöld til að taka nú strax ákvörðun um að efla þá opinberu starfsemi sem fyrir er á framangreindum stöðum með frekari tilflutningi stofnana og/eða verkefna innan opinberrar stjórnsýslu. Ég bjó á Akureyri sjálfviljugur í tæp 20 ár, það er ágætt að búa á Akureyri. Innfæddir að vísu svolítil seinteknir, en besta fólk og veðrið er oftar en ekki betra en í Reykjavík. Við ykkur starfsmenn Fiskistofu segi ég því, prófið að flytjast Norður með stofnuninni ef af verður, það felst engin stóráhætta í því að reyna sig á nýjum stað, hér talar maður með talsverða reynslu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar