Stóra Fiskistofumálið Ásgeir Magnússon skrifar 4. júlí 2014 13:40 Að sjálfsögðu á að flytja opinber störf út á land, ekki bara bakvinnslu, símavörslu og þýðingarstörf þó þau séu öll góðra gjalda verð, heldur einnig aðalstöðvar opinberra stofnana. Auðvitað verður það áfram svo að stærstur hluti opinberrar stjórnsýslu verði í höfuðborginni, en það er ekki sjálfgefið að allar opinberar stofnanir séu á einum og sama stað landsins. Það skipti e.t.v. máli í eina tíð að allri stjórnsýslunni væri fyrir komið á einum stað, en með þeirri stjórnsýslutækni sem við búum við í dag, skiptir þetta engu eða litlu sem engu máli í flestum tilfellum. Ég veit ekki annað en að starfsemi þeirra stofnana sem hafa verið fluttar til í landinu hafi bara gengið ágætlega á nýjum stað. E.t.v fluttu ekki margir með þessum stofnunum eins og bent hefur verið á, en þær ganga samt með nýju fólki og sinna sínum verkefnum eftir sem áður. Mér dettur ekki í hug að sveitarfélagið hér í Mýrdal færi á hliðina, þó við sem störfum á skrifstofu Mýrdalshrepps í dag hættum og aðrir tækju við okkar störfum. Það er nefnilega enn þannig að maður kemur í manns stað. Ef tekið er mið af umræðunni í fjölmiðlum og á netmiðlum dagsins, mætti halda að tekin hafi verið ákvörðun um að leggja heilt samfélag rúst og hrekja tugi manna í atvinnuleysi og á vergang, en ekki að tilkynnt hafi verið, að mér skilst á réttum stað og með góðum fyrirvara að til stæði á næstu 18 mánuðum að flytja allt að 30 opinber störf til í landinu. Ég skil vel tilfinningar þeirra sem fá uppsagnarbréf í hendur og tilkynningu um að búið sé að leggja þeirra starf niður, en mér vitanlega hefur enginn starfsmaður Fiskistofu enn fengið slíkt bréf. Ég þekki það af eigin raun, eins og reyndar fjölmargir íslendingar að vera tilkynnt fyrirvaralaust að starfsstöðin mín hafi verið lögð niður og mér sagt upp og var þó hvorki boðin áfallahjálp, starfslokasamningur eða tilkynnt að ég gæti gengið að starfinu mínu vísu á nýjum stað. Það er nú einu sinni svo að við skattborgarar þessa lands hvar sem við búum greiðum kostnaðinn af opinberri stjórnsýslu og því er ekki nema eðlilegt að stigin séu skref í þá átt að jafna aðstöðu fólks til slíkar starfa. Störf innan opinbera stjórnkerfisins eru verðmæt og skipta miklu máli á landsbyggðinni. Þau þýða auknar skatttekjur sveitarfélaga á viðkomandi stöðum og aukin fjölbreytileika atvinnulífs sem sárlega skortir og skapa þannig oft grundvöll fyrir því að ungt velmenntað fólk geti snúið aftur til heimahaganna. Það er einfaldlega rangt sem haldið hefur verið fram m.a. af einum öflugasta og besta pistlahöfundi Fréttablaðsins að það þurfi bara að breyta fiskveiðistjórnuninni til að byggðirnar í kringum landið blómstri á ný. Það sama á nefnilega við um sjávarútveginn og aðrar framleiðslugreinar að í dag þarf ekki nema lítinn hluta þess fólks sem áður sinnti slíkum framleiðslustörfum til að vinna þann afla sem á land berst þökk sé tæknivæðingu í greininni. Það sama hefur verið að gerast hér og allstaðar annarsstaðar í heiminum að framleiðslustörfum fækkar og þjónustustörfum fjölgar þ.m.t opinberum þjónustustörfum og ef við ákveðum að öll slík þjónusta skuli vera á einum og sama stað, er augljóst til hvers það leiðir. Ef mig misminnir ekki hefur það verið á stefnuskrá flestra undangenginna stjórnvalda í áraraðir að fjölga skuli opinberum störfum á landsbyggðinni, en því miður fyrir okkur sem þar búum, án mikils sýnilegs árangurs. Nú stendur til um næstu áramót að lögð verða niður fjölmörg sýslumannsembætti á landsbyggðinni, í Vík í Mýrdal, Höfn á Hornafirði, Akranesi, Patreksfirði, Búðardal, Hólmavík og Siglufirði auk starfsemi sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó innanríkisráðherra hafi lofað því að ekki yrði um fækkun starfa að ræða á þessum stöðum, þá lítur þetta samt þannig út a.m.k. án frekari ákvarðana af hálfu stjórnvalda, að sýslumennirnir sem auðvitað eru þungavigtarmenn hverrar einingar hverfa af vettvangi, og um það munar í fámennum byggðarlögum þar sem störf fyrir langskólagengið fólk eru ekki á hverju strái. Hér er því upplagt tækifæri fyrir stjórnvöld til að taka nú strax ákvörðun um að efla þá opinberu starfsemi sem fyrir er á framangreindum stöðum með frekari tilflutningi stofnana og/eða verkefna innan opinberrar stjórnsýslu. Ég bjó á Akureyri sjálfviljugur í tæp 20 ár, það er ágætt að búa á Akureyri. Innfæddir að vísu svolítil seinteknir, en besta fólk og veðrið er oftar en ekki betra en í Reykjavík. Við ykkur starfsmenn Fiskistofu segi ég því, prófið að flytjast Norður með stofnuninni ef af verður, það felst engin stóráhætta í því að reyna sig á nýjum stað, hér talar maður með talsverða reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu á að flytja opinber störf út á land, ekki bara bakvinnslu, símavörslu og þýðingarstörf þó þau séu öll góðra gjalda verð, heldur einnig aðalstöðvar opinberra stofnana. Auðvitað verður það áfram svo að stærstur hluti opinberrar stjórnsýslu verði í höfuðborginni, en það er ekki sjálfgefið að allar opinberar stofnanir séu á einum og sama stað landsins. Það skipti e.t.v. máli í eina tíð að allri stjórnsýslunni væri fyrir komið á einum stað, en með þeirri stjórnsýslutækni sem við búum við í dag, skiptir þetta engu eða litlu sem engu máli í flestum tilfellum. Ég veit ekki annað en að starfsemi þeirra stofnana sem hafa verið fluttar til í landinu hafi bara gengið ágætlega á nýjum stað. E.t.v fluttu ekki margir með þessum stofnunum eins og bent hefur verið á, en þær ganga samt með nýju fólki og sinna sínum verkefnum eftir sem áður. Mér dettur ekki í hug að sveitarfélagið hér í Mýrdal færi á hliðina, þó við sem störfum á skrifstofu Mýrdalshrepps í dag hættum og aðrir tækju við okkar störfum. Það er nefnilega enn þannig að maður kemur í manns stað. Ef tekið er mið af umræðunni í fjölmiðlum og á netmiðlum dagsins, mætti halda að tekin hafi verið ákvörðun um að leggja heilt samfélag rúst og hrekja tugi manna í atvinnuleysi og á vergang, en ekki að tilkynnt hafi verið, að mér skilst á réttum stað og með góðum fyrirvara að til stæði á næstu 18 mánuðum að flytja allt að 30 opinber störf til í landinu. Ég skil vel tilfinningar þeirra sem fá uppsagnarbréf í hendur og tilkynningu um að búið sé að leggja þeirra starf niður, en mér vitanlega hefur enginn starfsmaður Fiskistofu enn fengið slíkt bréf. Ég þekki það af eigin raun, eins og reyndar fjölmargir íslendingar að vera tilkynnt fyrirvaralaust að starfsstöðin mín hafi verið lögð niður og mér sagt upp og var þó hvorki boðin áfallahjálp, starfslokasamningur eða tilkynnt að ég gæti gengið að starfinu mínu vísu á nýjum stað. Það er nú einu sinni svo að við skattborgarar þessa lands hvar sem við búum greiðum kostnaðinn af opinberri stjórnsýslu og því er ekki nema eðlilegt að stigin séu skref í þá átt að jafna aðstöðu fólks til slíkar starfa. Störf innan opinbera stjórnkerfisins eru verðmæt og skipta miklu máli á landsbyggðinni. Þau þýða auknar skatttekjur sveitarfélaga á viðkomandi stöðum og aukin fjölbreytileika atvinnulífs sem sárlega skortir og skapa þannig oft grundvöll fyrir því að ungt velmenntað fólk geti snúið aftur til heimahaganna. Það er einfaldlega rangt sem haldið hefur verið fram m.a. af einum öflugasta og besta pistlahöfundi Fréttablaðsins að það þurfi bara að breyta fiskveiðistjórnuninni til að byggðirnar í kringum landið blómstri á ný. Það sama á nefnilega við um sjávarútveginn og aðrar framleiðslugreinar að í dag þarf ekki nema lítinn hluta þess fólks sem áður sinnti slíkum framleiðslustörfum til að vinna þann afla sem á land berst þökk sé tæknivæðingu í greininni. Það sama hefur verið að gerast hér og allstaðar annarsstaðar í heiminum að framleiðslustörfum fækkar og þjónustustörfum fjölgar þ.m.t opinberum þjónustustörfum og ef við ákveðum að öll slík þjónusta skuli vera á einum og sama stað, er augljóst til hvers það leiðir. Ef mig misminnir ekki hefur það verið á stefnuskrá flestra undangenginna stjórnvalda í áraraðir að fjölga skuli opinberum störfum á landsbyggðinni, en því miður fyrir okkur sem þar búum, án mikils sýnilegs árangurs. Nú stendur til um næstu áramót að lögð verða niður fjölmörg sýslumannsembætti á landsbyggðinni, í Vík í Mýrdal, Höfn á Hornafirði, Akranesi, Patreksfirði, Búðardal, Hólmavík og Siglufirði auk starfsemi sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó innanríkisráðherra hafi lofað því að ekki yrði um fækkun starfa að ræða á þessum stöðum, þá lítur þetta samt þannig út a.m.k. án frekari ákvarðana af hálfu stjórnvalda, að sýslumennirnir sem auðvitað eru þungavigtarmenn hverrar einingar hverfa af vettvangi, og um það munar í fámennum byggðarlögum þar sem störf fyrir langskólagengið fólk eru ekki á hverju strái. Hér er því upplagt tækifæri fyrir stjórnvöld til að taka nú strax ákvörðun um að efla þá opinberu starfsemi sem fyrir er á framangreindum stöðum með frekari tilflutningi stofnana og/eða verkefna innan opinberrar stjórnsýslu. Ég bjó á Akureyri sjálfviljugur í tæp 20 ár, það er ágætt að búa á Akureyri. Innfæddir að vísu svolítil seinteknir, en besta fólk og veðrið er oftar en ekki betra en í Reykjavík. Við ykkur starfsmenn Fiskistofu segi ég því, prófið að flytjast Norður með stofnuninni ef af verður, það felst engin stóráhætta í því að reyna sig á nýjum stað, hér talar maður með talsverða reynslu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun