Formúla 1

Rosberg á ráspól á Silverstone

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg náði ráspól í dag í bleytunni.
Rosberg náði ráspól í dag í bleytunni. Vísir/Getty
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í breska kappakstrinum, Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Jenson Button á McLaren varð þriðji. Tímatakan einkenndist af skúrum á köflum og miklum sviftingum.

Fyrsta lota tímatökunnar hófst i rigningu. Allir ökumenn völdu milliregndekk. Þegar líða fór á lotuna reyndu einhverjir að fara út á dekkjum fyrir þurra braut.



Þau dekk virtust virka betur, Max Chilton á Marussia var skyndilega orðinn annar fljótastur úr 20. sæti.

Gulum flöggum var veifaði víða um brautina undir lok lotunnar þegar margir á sléttum þurr dekkjum snérust í beygjum. Ferrari og Williams liðin sátu eftir sem er afar óvenjulegt í fyrstu lotu. Þeim fylgdi Caterham liðið, sem oftar situr eftir í fyrstu lotu.

Valtteri Bottas og Felipe Massa á Williams, Fernando Alonso og Kimi Raikkonen á Ferrari og Marcus Ericsson og Kamui Kobayashi á Caterham, sátu eftir í fyrstu lotu.

Það rigndi í upphafi annarrar lotu svo milliregndekk aftur fyrir valinu hjá öllum ökumönnum. Rigningin hætti og brautin þornaði ört. Ökumenn skiptu þá á sléttu þurr dekkin.

Marussia ökumennirnir voru aftur komnir óvenju ofarlega í töflunni undir lok lotunnar í 5. og 6. sæti. Gulum flöggum var veifað þegar Esteban Gutierrez fór útaf brautinni og lenti á varnarvegg.

Þeir sem sátu eftir í annarri lotu voru Romain Grosjean og Pastor Maldonado á Lotus, Jules Bianchi og Max Chilton á Marussia og Sauber mennirnir Esteban Gutierrez og Adrian Sutil.

Þriðja lotan hófst í þurru og svo hóf að rigna. Margir ökumenn lentu í vandræðum í Stowe beygjunni, þar sem rigningin hófst. Mikill erill myndaðist á þjónustusvæðinu.

„Mín mistök,“ sagði Lewis Hamilton einfaldlega. eftir að hafa komið inn á þjónustusvæði á síðasta tímatökuhring sínum. Hann hefði hugsanlega getað náð ofar en sjötta sæti á ráslínu.

„Ég veit að þetta er bara þriðja sætið í tímatöku en þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið og mig því síðaustu 18 mánuðir hafa verið gríðarlega erfiðir. Mjög gott að ná þessu á heimaveilli,“ sagði Jenson Button eftir tímatökuna.

Áhorfendur munu margir klæðast bleiku á morgun til að mynnast John Button föður Jenson Button sem lést fyrr á þessu ári. Hann var vanur að klæðast bleikri skyrtu á keppnisdögum.

„Það mun væntanlega taka hann (Hamilton) tíma til að berjast í gegnum þvöguna en ég geri alveg ráð fyrir því að hann geri það. Hann mun ekkert gefa mér neitt á morgun,“ sagði Rosberg eftir tímatökuna. 

Ferrari átti ekki góðan dag, Alonso og Raikkonen sátu báðir eftir í fyrstu lotu.Vísir/Getty
Niðurstaða tímatökunnar varð:

1.Nico Rosberg - Mercedes

2.Sebastian Vettel - Red Bull

3.Jenson Button - McLaren

4.Nico Hulkenberg - Force India

5.Kevin Magnussen - McLaren

6.Lewis Hamilton - Mercedes

7.Sergio Perez - Force India

8.Daniel Ricciardo - Red Bull

9.Daniil Kvyat - Toro Rosso

10.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso

11.Romain Grosjean - Lotus

12.Jules Bianchi - Marussia

13.Max Cilton - Marussia

14.Esteban Gutierrez - Sauber

15.Pastor Maldonado - Lotus

16.Adrian Sutil - Sauber

17.Valtteri Bottas - Williams

18.Felipe Massa - Williams

19.Fernando Alonso - Ferrari

20.Kimi Raikkonen - Ferrari

21.Marcus Ericsson - Caterham

22.Kamui Kobayashi - Caterham


Tengdar fréttir

Mercedesmenn fljótastir á föstudagsæfingum

Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Silverstone brautinni á tímanum 1:35,424. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingunni á tímanum 1:34,508.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×