Hamilton sækir innblástur til Muhammads Ali Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 15:45 Lewis Hamilton er í öðru sæti stigakeppninnar. vísir/getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1, segist sækja innblástur til hnefaleikakappans MuhammadsAli fyrir Silverstone-kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Hamilton byrjaði tímabilið frábærlega og vann fjórar af fyrstu fimm keppnunum. Síðan þá hefur Hamilton lent í öðru sæti í tvígang á eftir liðsfélaga sínum NicoRosberg, en í Kanada þurfti hann að hætta keppni. Rosberg hefur verið mjög stöðugur á tímabilinu; unnið þrjár keppnir og lent fimm sinnum í öðru sæti. Hann er í efsta sæti stigakeppni ökumanna eftir átta kappakstra með 165 stig, 29 stigum á undan Hamilton. „Ég hugsa mikið um Muhammad Ali,“ segir Hamilton í viðtali við BBC og vísar til „rope a dope“-bardagans gegn GeorgeForman árið 1974. „Hann hélt sig við reipin og leyfði Forman að hafa yfirhöndina þar til hann ákvað að nú væri nóg komið og sneri bardaganum sér í hag. Ég vonast til að geta gert svipaða hluti. Ali veitir mér innblástur.“ Það skiptir Breta miklu máli að vinna Silverstone-kappaksturinn á heimavelli, en það tókst Hamilton árið 2008 þegar hann varð meistari með McLaren. Rosberg vann á Silverstone í fyrra nokkuð óvænt en það kæmi fáum á óvart ef hann myndi fagna sigri á sunnudaginn. Mercedes-bílarnir eru nær ósigrandi og unnu Hamilton og Rosberg fyrstu sjö keppnir ársins áður en Felipe Massa vann afar óvæntan sigur í Kanada.Svona hefur tímabilið verið; einn Mercedes bíll á eftir þeim næsta í baráttunni um fyrsta sæti.vísir/getty Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1, segist sækja innblástur til hnefaleikakappans MuhammadsAli fyrir Silverstone-kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Hamilton byrjaði tímabilið frábærlega og vann fjórar af fyrstu fimm keppnunum. Síðan þá hefur Hamilton lent í öðru sæti í tvígang á eftir liðsfélaga sínum NicoRosberg, en í Kanada þurfti hann að hætta keppni. Rosberg hefur verið mjög stöðugur á tímabilinu; unnið þrjár keppnir og lent fimm sinnum í öðru sæti. Hann er í efsta sæti stigakeppni ökumanna eftir átta kappakstra með 165 stig, 29 stigum á undan Hamilton. „Ég hugsa mikið um Muhammad Ali,“ segir Hamilton í viðtali við BBC og vísar til „rope a dope“-bardagans gegn GeorgeForman árið 1974. „Hann hélt sig við reipin og leyfði Forman að hafa yfirhöndina þar til hann ákvað að nú væri nóg komið og sneri bardaganum sér í hag. Ég vonast til að geta gert svipaða hluti. Ali veitir mér innblástur.“ Það skiptir Breta miklu máli að vinna Silverstone-kappaksturinn á heimavelli, en það tókst Hamilton árið 2008 þegar hann varð meistari með McLaren. Rosberg vann á Silverstone í fyrra nokkuð óvænt en það kæmi fáum á óvart ef hann myndi fagna sigri á sunnudaginn. Mercedes-bílarnir eru nær ósigrandi og unnu Hamilton og Rosberg fyrstu sjö keppnir ársins áður en Felipe Massa vann afar óvæntan sigur í Kanada.Svona hefur tímabilið verið; einn Mercedes bíll á eftir þeim næsta í baráttunni um fyrsta sæti.vísir/getty
Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira