Lífið

Semur smásögu um Lindsay Lohan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn James Franco birtir smásöguna Bungalow 89 á vefsíðunni Vice en sagan fjallar um kynni hans við partípíuna Lindsay Lohan.

Hann segir að Lindsay hafi heimsótt sig seint um kvöld en að hann hafi ekki sofið hjá henni þó það hafi verið það sem hún vildi.

„Einu sinni las gaur, Hollywood-gaur, Salinger fyrir unga stúlku sem hafði ekki lesið hann áður. Köllum þessa stúlku Lindsay. Hún var Hollywood-stelpa en skemmd. Ég vissi að henni myndi líka Salinger því flestum ungum stúlkum líkar við hann. Við vorum uppí rúmi. Ég ætlaði ekki að ríða henni. Hún var með höfuð sitt á öxl minni. Hún byrjaði að tala. Ég leyfði henni það,“ skrifar James meðal annars.

Lindsay hefur glímt við vímuefnafíkn um áraskeið og vonar James að henni vegni vel.

„Ég vona að henni batni. Hún er fræg sjáið til. Hún er fræg því hún var hæfileikarík barnastjarna en nú er hún fræg því hún lendir í vandræðum. Hún er skemmd.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.