Lítil og meðalstór fyrirtæki – og fólk Gísli Hvanndal skrifar 11. júní 2014 15:53 Því ber auðvitað alltaf að fagna þegar fólk í valdastöðu tekur sig til og bendir á hina augljósu kosti fjölmenningar. Á þessum orðum hefur Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, pistil sinn frá því í síðustu viku: „Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.“ Þetta hljómar ágætlega. Ég efast í sjálfu sér ekki um að Þórey líti svo á að innflytjendur auðgi samfélagið, sem er vel, þó skrifin lykti af ímyndarherferð innanríkisráðuneytisins. En Þórey bendir hvorki á ábyrgð stjórnvalda né leitar lausna til að bæta stöðuna. Þess í stað reynir hún að vekja upp sameiginlega sektarkennd hjá „okkur“ fyrir að vanmeta jákvæð áhrif innflytjenda á íslenskt samfélag; þó reyndar fyrst og fremst fyrir að koma ekki auga á fjárhagslegan ávinning þjóðarbúsins af litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru rekin af útlendingum (mannúðin hreinlega drýpur af þessu). Kostirnir við fjölþjóðlegt einkaframtak og efnahagslegan ávinning af fyrirtækjarekstri innflytjenda er nefnilega kjarni greinarinnar – ekki fólk. Þórey telur að frumkvöðlaeðlið sé ríkara hjá innflytjendum og vísar í bandaríska rannsókn þar sem „kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.“Frumkvöðlaeðli og skortur á tækifærum Byrjum á fyrirtækjarekstrinum, þó ég finni reyndar ekki rannsóknina sem vísað er til. Ég er alveg sammála Þóreyju að innflytjendur séu líklegir til að sjá tækifæri sem innfæddir komi ekki auga á. Því miður held ég þó að skortur á tækifærum í móttökulandinu sé stór ástæða þess að fólk stofnar til eigin rekstrar, sem og löggjöf sem bíður peninga velkomna frekar en fólk. Þeir útlendingar sem ég þekki hafa flestir sömu sögu að segja af atvinnuleit: Útlendingar eru eftirsóttir í láglaunastarf, en þekkingar þeirra er almennt ekki óskað. Það ætti því ekki að koma á óvart að sumir þeirra hefji eigin rekstur, til að nýta hæfileika sína og gera Ísland ögn byggilegra í leiðinni. Íslenskukunnátta er oft stór hindrun og þar bera stjórnvöld sína ábyrgð. Það er óskiljanlegt að Ísland skuli ekki sjá sömu ástæðu og nágrannalöndin til að bjóða innflytjendum upp á fría tungumálakennslu. Á því myndu augljóslega allir græða.Einkaleyfi og dvalarleyfi Snúum okkur þá að tölfræðinni sem sýnir að innflytjendur koma að stærstum hluta uppfinninga sem fá einkaleyfi við bandaríska háskóla. Þessa skýrslu var reyndar auðvelt að finna (sláið eftirfarandi inn í leitarvél Patent Pending: How Immigrants Are Reinventing The American Economy), sem og skýran boðskap skýrslunnar af lestri fyrstu blaðsíðna að dæma: Hættum að henda okkar besta vísindafólki úr landi eftir útskrift. Vandamálið í Bandaríkjunum var sem sagt það að framúrskarandi námsmenn og vísindamenn fengu að vera í Bandaríkjunum rétt á meðan þeir fundu upp hjólið í skapandi og hvetjandi umhverfi toppháskóla, en eftir útskrift var allt eins líklegt að þeim yrði hent úr landi. Málið var því hápólitískt og sneri að því að þrýsta á stjórnvöld að breyta innflytjendalöggjöf. En Þóreyju yfirsást auðvitað þessi kjarni umfjöllunarinnar og það væri gaman að vita hvort hún hafi einhverja þekkingu á stöðu þessara mála á Íslandi. Kannski er hún fróðari um ástarmál hælisleitenda. Á Íslandi er „verðmætu“ fólki líka sparkað á dyr í nafni stórfurðulegrar innflytjendalöggjafar, þó við megum reyndar aldrei gleyma því að allt fólk er verðmætt! En til þess að leggja áherslu á fáránleika löggjafarinnar vil ég taka dæmi um góðan vin minn, sem ekki fékk að „auðga íslenskt samfélag“. Raunveruleikinn segir nefnilega miklu meiri en áróðursmaskína innanríkisráðuneytisins. Frá 2008 hafa íslensk stjórnvöld styrkt íslenskunám við kínverskan háskóla. Ég kenndi fyrsta hópnum en í námið völdust úrvalsnemendur. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenska var kennd í Kína og því voru ótalmörg tækifæri sem biðu nemendanna eftir útskrift – eða svo var þeim sagt. Besti nemandinn fékk íslenskan styrk til að halda íslenskunámi sínu áfram í eitt ár á Íslandi, eftir útskrift í Kína. Þegar skólaárið á Íslandi var á enda var hann langt kominn með merkilega BA-ritgerð (um innflytjendur) og var auk þess við það að klára kínverska þýðingu á íslenskri verðlaunabók. Hann var ekki lengur undir verndarvæng íslenska menntakerfisins og sá því fram á að þurfa að fara aftur heim, enda gat fátækur námsmaðurinn ekki reitt fram stórar fjárhæðir til að sýna fram á framfærslu. Það var þó einhver fræðilegur möguleiki á að hann gæti verið áfram, ef hann fengi vinnu (þó ekkert benti svo sem til að Vinnumálastofnun myndi samþykkja slíkt) og gæti unnið nógu mikið til framfleyta sér með skóla (sem hann mátti alls ekki með námsmannadvalarleyfi). Eftir að hafa fengið misvísandi upplýsingar og tíu sinnum „tölvan segir nei“ við öllu – viti menn – gekk allt í einu allt upp og kínverski nemandinn fékk að vinna og vera áfram á Íslandi. Í stuttu máli virtust geðþóttaákvörðanir og furðulegar tilviljanir (hver hringdi í hvern þann daginn) ráða þar mestu um; ófagleg vinnubrögð sem ættu ekki að ráða því hver fær að vera og hver er sendur burt. Enda var ekki búið að gera mikið meira en að fresta vandanum. Hann hélt því áfram BA-ritgerðarskrifum, þýðingum og fullu bókmenntafræðinámi til viðbótar, enda var fullt nám önnur forsenda dvalarleyfis. Hin forsendan var lágmarksframfærslan og til að ná henni (og geta lifað) þurfti hann að vinna heilmikið. Hann var framúrskarandi nemandi og starfsmaður, en í lok annar náði hann ekki að skila síðustu ritgerðinni (af 10) í einu námskeiði. Það þýddi fall í einu námskeiði, sem þýddi að hann skilaði ekki af sér fullum einingafjölda, sem þýddi að hann var ekki lengur velkominn í opna fjölmenningarsamfélaginu Íslandi, sem metur fólk að verðleikum – en ekki hverju? Hann flaug því aftur heim til Kína í upphafi þessa árs. Ég er ekki viss um að hann muni nokkurn tímann aftur koma til Íslands, né geta notfært sér fimm og hálfs árs nám í íslensku til að „auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi“, kynna íslenskar bókmenntir fyrir Kínverjum og brúa bilið á milli þjóðanna. Sem Kínverji er hann einfaldlega ekki velkominn á Íslandi. Ég er alls ekki að mæla fyrir því að fólk sem kann að fallbeygja ær og kýr fái undanþágur frá meingölluðu regluverki. Meingallað regluverk þarf einfaldlega að laga. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira í málum vina minna sem búa hér á landi en eru ekki með íslenskt vegabréf. Alltof margir eru, eða hafa einhvern tímann þurft, að berjast við mótsagnakenndar og oft ósanngjarnar vindmyllur íslenskrar innflytjendalöggjafar. Ég læt fyrrgreint dæmi þó nægja því þær upplýsingar, sem mála ósanngirnina hvað sterkustum litum, varða flestar viðkvæm persónuleg mál – og ekki ber maður slíkar upplýsingar um hjálpar- og valdalaust fólk á torg. Það ætti innanríkisráðuneytið nú að vita.Þjóðarstolt eða -skömm Þórey reynir að gera „okkur Íslendinga“ samábyrga fyrir óvinveittri, eða í besta falli óskiljanlegri, stefnu íslenskra stjórnvalda og stofnana í garð þeirra sem vilja setjast að hér á landi. Flestir held ég að geti verið talsvert stoltari af framkomu sinni við aðflutta og brottrekna samborgara sína heldur en Þórey og ráðuneytið sem hún er talsmaður fyrir. En þó ég sé stoltur af ýmsu á ég ekki jafn auðvelt og Sigmundur Davíð með þjóðarstoltið þessa dagana. Ekki á meðan framkoma okkar við fólk, sem vill koma til landsins með annað og meira en peninga, er ekki betri en raunin ber vitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Því ber auðvitað alltaf að fagna þegar fólk í valdastöðu tekur sig til og bendir á hina augljósu kosti fjölmenningar. Á þessum orðum hefur Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, pistil sinn frá því í síðustu viku: „Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.“ Þetta hljómar ágætlega. Ég efast í sjálfu sér ekki um að Þórey líti svo á að innflytjendur auðgi samfélagið, sem er vel, þó skrifin lykti af ímyndarherferð innanríkisráðuneytisins. En Þórey bendir hvorki á ábyrgð stjórnvalda né leitar lausna til að bæta stöðuna. Þess í stað reynir hún að vekja upp sameiginlega sektarkennd hjá „okkur“ fyrir að vanmeta jákvæð áhrif innflytjenda á íslenskt samfélag; þó reyndar fyrst og fremst fyrir að koma ekki auga á fjárhagslegan ávinning þjóðarbúsins af litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru rekin af útlendingum (mannúðin hreinlega drýpur af þessu). Kostirnir við fjölþjóðlegt einkaframtak og efnahagslegan ávinning af fyrirtækjarekstri innflytjenda er nefnilega kjarni greinarinnar – ekki fólk. Þórey telur að frumkvöðlaeðlið sé ríkara hjá innflytjendum og vísar í bandaríska rannsókn þar sem „kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.“Frumkvöðlaeðli og skortur á tækifærum Byrjum á fyrirtækjarekstrinum, þó ég finni reyndar ekki rannsóknina sem vísað er til. Ég er alveg sammála Þóreyju að innflytjendur séu líklegir til að sjá tækifæri sem innfæddir komi ekki auga á. Því miður held ég þó að skortur á tækifærum í móttökulandinu sé stór ástæða þess að fólk stofnar til eigin rekstrar, sem og löggjöf sem bíður peninga velkomna frekar en fólk. Þeir útlendingar sem ég þekki hafa flestir sömu sögu að segja af atvinnuleit: Útlendingar eru eftirsóttir í láglaunastarf, en þekkingar þeirra er almennt ekki óskað. Það ætti því ekki að koma á óvart að sumir þeirra hefji eigin rekstur, til að nýta hæfileika sína og gera Ísland ögn byggilegra í leiðinni. Íslenskukunnátta er oft stór hindrun og þar bera stjórnvöld sína ábyrgð. Það er óskiljanlegt að Ísland skuli ekki sjá sömu ástæðu og nágrannalöndin til að bjóða innflytjendum upp á fría tungumálakennslu. Á því myndu augljóslega allir græða.Einkaleyfi og dvalarleyfi Snúum okkur þá að tölfræðinni sem sýnir að innflytjendur koma að stærstum hluta uppfinninga sem fá einkaleyfi við bandaríska háskóla. Þessa skýrslu var reyndar auðvelt að finna (sláið eftirfarandi inn í leitarvél Patent Pending: How Immigrants Are Reinventing The American Economy), sem og skýran boðskap skýrslunnar af lestri fyrstu blaðsíðna að dæma: Hættum að henda okkar besta vísindafólki úr landi eftir útskrift. Vandamálið í Bandaríkjunum var sem sagt það að framúrskarandi námsmenn og vísindamenn fengu að vera í Bandaríkjunum rétt á meðan þeir fundu upp hjólið í skapandi og hvetjandi umhverfi toppháskóla, en eftir útskrift var allt eins líklegt að þeim yrði hent úr landi. Málið var því hápólitískt og sneri að því að þrýsta á stjórnvöld að breyta innflytjendalöggjöf. En Þóreyju yfirsást auðvitað þessi kjarni umfjöllunarinnar og það væri gaman að vita hvort hún hafi einhverja þekkingu á stöðu þessara mála á Íslandi. Kannski er hún fróðari um ástarmál hælisleitenda. Á Íslandi er „verðmætu“ fólki líka sparkað á dyr í nafni stórfurðulegrar innflytjendalöggjafar, þó við megum reyndar aldrei gleyma því að allt fólk er verðmætt! En til þess að leggja áherslu á fáránleika löggjafarinnar vil ég taka dæmi um góðan vin minn, sem ekki fékk að „auðga íslenskt samfélag“. Raunveruleikinn segir nefnilega miklu meiri en áróðursmaskína innanríkisráðuneytisins. Frá 2008 hafa íslensk stjórnvöld styrkt íslenskunám við kínverskan háskóla. Ég kenndi fyrsta hópnum en í námið völdust úrvalsnemendur. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenska var kennd í Kína og því voru ótalmörg tækifæri sem biðu nemendanna eftir útskrift – eða svo var þeim sagt. Besti nemandinn fékk íslenskan styrk til að halda íslenskunámi sínu áfram í eitt ár á Íslandi, eftir útskrift í Kína. Þegar skólaárið á Íslandi var á enda var hann langt kominn með merkilega BA-ritgerð (um innflytjendur) og var auk þess við það að klára kínverska þýðingu á íslenskri verðlaunabók. Hann var ekki lengur undir verndarvæng íslenska menntakerfisins og sá því fram á að þurfa að fara aftur heim, enda gat fátækur námsmaðurinn ekki reitt fram stórar fjárhæðir til að sýna fram á framfærslu. Það var þó einhver fræðilegur möguleiki á að hann gæti verið áfram, ef hann fengi vinnu (þó ekkert benti svo sem til að Vinnumálastofnun myndi samþykkja slíkt) og gæti unnið nógu mikið til framfleyta sér með skóla (sem hann mátti alls ekki með námsmannadvalarleyfi). Eftir að hafa fengið misvísandi upplýsingar og tíu sinnum „tölvan segir nei“ við öllu – viti menn – gekk allt í einu allt upp og kínverski nemandinn fékk að vinna og vera áfram á Íslandi. Í stuttu máli virtust geðþóttaákvörðanir og furðulegar tilviljanir (hver hringdi í hvern þann daginn) ráða þar mestu um; ófagleg vinnubrögð sem ættu ekki að ráða því hver fær að vera og hver er sendur burt. Enda var ekki búið að gera mikið meira en að fresta vandanum. Hann hélt því áfram BA-ritgerðarskrifum, þýðingum og fullu bókmenntafræðinámi til viðbótar, enda var fullt nám önnur forsenda dvalarleyfis. Hin forsendan var lágmarksframfærslan og til að ná henni (og geta lifað) þurfti hann að vinna heilmikið. Hann var framúrskarandi nemandi og starfsmaður, en í lok annar náði hann ekki að skila síðustu ritgerðinni (af 10) í einu námskeiði. Það þýddi fall í einu námskeiði, sem þýddi að hann skilaði ekki af sér fullum einingafjölda, sem þýddi að hann var ekki lengur velkominn í opna fjölmenningarsamfélaginu Íslandi, sem metur fólk að verðleikum – en ekki hverju? Hann flaug því aftur heim til Kína í upphafi þessa árs. Ég er ekki viss um að hann muni nokkurn tímann aftur koma til Íslands, né geta notfært sér fimm og hálfs árs nám í íslensku til að „auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi“, kynna íslenskar bókmenntir fyrir Kínverjum og brúa bilið á milli þjóðanna. Sem Kínverji er hann einfaldlega ekki velkominn á Íslandi. Ég er alls ekki að mæla fyrir því að fólk sem kann að fallbeygja ær og kýr fái undanþágur frá meingölluðu regluverki. Meingallað regluverk þarf einfaldlega að laga. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira í málum vina minna sem búa hér á landi en eru ekki með íslenskt vegabréf. Alltof margir eru, eða hafa einhvern tímann þurft, að berjast við mótsagnakenndar og oft ósanngjarnar vindmyllur íslenskrar innflytjendalöggjafar. Ég læt fyrrgreint dæmi þó nægja því þær upplýsingar, sem mála ósanngirnina hvað sterkustum litum, varða flestar viðkvæm persónuleg mál – og ekki ber maður slíkar upplýsingar um hjálpar- og valdalaust fólk á torg. Það ætti innanríkisráðuneytið nú að vita.Þjóðarstolt eða -skömm Þórey reynir að gera „okkur Íslendinga“ samábyrga fyrir óvinveittri, eða í besta falli óskiljanlegri, stefnu íslenskra stjórnvalda og stofnana í garð þeirra sem vilja setjast að hér á landi. Flestir held ég að geti verið talsvert stoltari af framkomu sinni við aðflutta og brottrekna samborgara sína heldur en Þórey og ráðuneytið sem hún er talsmaður fyrir. En þó ég sé stoltur af ýmsu á ég ekki jafn auðvelt og Sigmundur Davíð með þjóðarstoltið þessa dagana. Ekki á meðan framkoma okkar við fólk, sem vill koma til landsins með annað og meira en peninga, er ekki betri en raunin ber vitni.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun