Glöggt er gests augað Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 4. júní 2014 10:29 Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.Hærra hlutfall innflytjenda fyrirtækjaeigendur Flestar vestrænar þjóðir hafa áttað sig á þessu fyrir þó nokkru síðan. Í rannsókn, sem unnin var af háskóla í Kaliforníu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.Kaffihúsið hans Augustins Við vitum að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks atvinnulífs og þar hafa innflytjendur látið til sín taka. Það má sem dæmi nefna fjölda veitingastaða sem reknir eru af innflytjendum og hafa svo sannarlega auðgað matarmenningu þjóðarinnar. Ég starfaði sjálf fyrir um tveimur áratugum á kaffihúsi í eigu innflytjanda, hins spænska Augustins. Ég veit ekki betur en að hann hafi allar götur síðan verið í veitingarekstri og sé enn. Hann hefur að jafnaði verið að skapa 5-10 störf á hverjum tíma.Tækifærin sem við sjáum ekki Það var einnig áhugavert fyrir okkur Íslendingana sem unnum fyrir Augustin að kynnast spænskri menningu og spænskum mat. Þetta vakti áhuga minn á Spáni og ég fór í kjölfarið til Madrid þar sem ég dvaldi í eitt ár til að sjúga í mig menninguna og læra tungumálið – og kom reynslunni ríkari til baka. Það mætti nefna svipuð dæmi af erlendum aðilum sem hafa starfað í öðrum geirum hér á landi og víkkað þannig sjóndeildarhring okkar.Fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks Glöggt er gests augað, segir málshátturinn – en það á vel við um þá sem hingað flytja. Þeir sjá tækifæri sem við hin sjáum ekki vegna þess að þeir koma úr allt öðru umhverfi. Þetta hefur orðið til þess að svo stór hluti útlendinga stofnar fyrirtæki sem mjög oft eru farsæl – oft eða yfirleitt byggð á eða undir áhrifum frá fyrirmynd í þeirra eigin landi eða menningu. Tökum þeim fagnandi og sköpum hér farsælt og fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.Hærra hlutfall innflytjenda fyrirtækjaeigendur Flestar vestrænar þjóðir hafa áttað sig á þessu fyrir þó nokkru síðan. Í rannsókn, sem unnin var af háskóla í Kaliforníu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.Kaffihúsið hans Augustins Við vitum að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks atvinnulífs og þar hafa innflytjendur látið til sín taka. Það má sem dæmi nefna fjölda veitingastaða sem reknir eru af innflytjendum og hafa svo sannarlega auðgað matarmenningu þjóðarinnar. Ég starfaði sjálf fyrir um tveimur áratugum á kaffihúsi í eigu innflytjanda, hins spænska Augustins. Ég veit ekki betur en að hann hafi allar götur síðan verið í veitingarekstri og sé enn. Hann hefur að jafnaði verið að skapa 5-10 störf á hverjum tíma.Tækifærin sem við sjáum ekki Það var einnig áhugavert fyrir okkur Íslendingana sem unnum fyrir Augustin að kynnast spænskri menningu og spænskum mat. Þetta vakti áhuga minn á Spáni og ég fór í kjölfarið til Madrid þar sem ég dvaldi í eitt ár til að sjúga í mig menninguna og læra tungumálið – og kom reynslunni ríkari til baka. Það mætti nefna svipuð dæmi af erlendum aðilum sem hafa starfað í öðrum geirum hér á landi og víkkað þannig sjóndeildarhring okkar.Fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks Glöggt er gests augað, segir málshátturinn – en það á vel við um þá sem hingað flytja. Þeir sjá tækifæri sem við hin sjáum ekki vegna þess að þeir koma úr allt öðru umhverfi. Þetta hefur orðið til þess að svo stór hluti útlendinga stofnar fyrirtæki sem mjög oft eru farsæl – oft eða yfirleitt byggð á eða undir áhrifum frá fyrirmynd í þeirra eigin landi eða menningu. Tökum þeim fagnandi og sköpum hér farsælt og fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun