Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 30-28 | Stelpurnar luku keppni með sæmd Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 15. júní 2014 00:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir, hornamaður Íslands. Vísir/valli Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið." Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið."
Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira