Önnur íþrótt í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2014 19:00 Sigríður tekur við heiðursverðlaunum sínum. Vísir/Getty „Þetta var frábært afrek á sínum tíma og fjöldi aðdáenda var eftir því. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi handboltakona og Íþróttamaður ársins, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Sigríður var hluti af liði Íslands sem varð Norðurlandameistari fyrir 50 árum síðan. Á úrslitaleikinn mættu rúmlega 4000 manns sem er áhorfendamet á kvennaleik á Íslandi sem enn stendur í dag, 50 árum síðar. „Það var ansi margt gert fyrir okkur. Æfingaraðstaðan var ekki nægilega góð svo við fórum og æfðum upp á Keflavíkurflugvelli. Þar kom samheldnin, við vorum allar í mismunandi liðum en kynntumst í rútunni. Í Keflavík æfðum við þrek sem var óþekkt á þeim tíma.“ „Það var ótrúlega gaman þegar maður var að keppa að horfa upp í stúku og sjá fólk í öllum sætunum. Þetta var yndislegur tími og það er gríðarlega gaman að rifja þetta upp.“ Stór hluti hópsins mætti á blaðamannafund HSÍ þar sem leikmennirnir voru heiðraðir fyrir þátttöku sína. „Við erum eins og lítil fjölskylda og við hittumst sífellt oftar. Það er gaman að rifja upp sögur og skoða myndir. Við upplifðum þetta allar á sinn hátt og það er gaman að heyra sögur frá öllum sjónarmiðum.“ Gríðarleg breyting hefur orðið á handboltanum frá því þegar liðið varð Norðurlandameistari. Úrslitaleikurinn fór fram á grasi og spiluðu leikmenn í takkaskóm. „Það var spilað á grasi eða malarvelli, það var betra að spila á grasinu en það er stór munur á þessu. Það er mun meiri hraði í dag og mun meira af tæknilegum hlutum. Fólki er hent útaf fyrir eitthvað smávægilegt.“ „Hraðinn er orðinn allt of mikill, að mörkin skuli fara yfir 30 er of mikið. Þetta er ekkert skylt því sem ég þekki, þetta er önnur íþrótt,“ sagði Sigríður. Íslenski handboltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
„Þetta var frábært afrek á sínum tíma og fjöldi aðdáenda var eftir því. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi handboltakona og Íþróttamaður ársins, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Sigríður var hluti af liði Íslands sem varð Norðurlandameistari fyrir 50 árum síðan. Á úrslitaleikinn mættu rúmlega 4000 manns sem er áhorfendamet á kvennaleik á Íslandi sem enn stendur í dag, 50 árum síðar. „Það var ansi margt gert fyrir okkur. Æfingaraðstaðan var ekki nægilega góð svo við fórum og æfðum upp á Keflavíkurflugvelli. Þar kom samheldnin, við vorum allar í mismunandi liðum en kynntumst í rútunni. Í Keflavík æfðum við þrek sem var óþekkt á þeim tíma.“ „Það var ótrúlega gaman þegar maður var að keppa að horfa upp í stúku og sjá fólk í öllum sætunum. Þetta var yndislegur tími og það er gríðarlega gaman að rifja þetta upp.“ Stór hluti hópsins mætti á blaðamannafund HSÍ þar sem leikmennirnir voru heiðraðir fyrir þátttöku sína. „Við erum eins og lítil fjölskylda og við hittumst sífellt oftar. Það er gaman að rifja upp sögur og skoða myndir. Við upplifðum þetta allar á sinn hátt og það er gaman að heyra sögur frá öllum sjónarmiðum.“ Gríðarleg breyting hefur orðið á handboltanum frá því þegar liðið varð Norðurlandameistari. Úrslitaleikurinn fór fram á grasi og spiluðu leikmenn í takkaskóm. „Það var spilað á grasi eða malarvelli, það var betra að spila á grasinu en það er stór munur á þessu. Það er mun meiri hraði í dag og mun meira af tæknilegum hlutum. Fólki er hent útaf fyrir eitthvað smávægilegt.“ „Hraðinn er orðinn allt of mikill, að mörkin skuli fara yfir 30 er of mikið. Þetta er ekkert skylt því sem ég þekki, þetta er önnur íþrótt,“ sagði Sigríður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita