"Leitin algjörlega stjórnlaus“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2014 10:50 Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn, svo virðist sem hann hafi horfið á Miðnesheiði. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli. Hópur sjálfboðaliða hefur leitað hundsins stundanna á milli en án árangurs. Í nótt var fellibúr, eins konar gildra, sett upp í þeirri von að hundurinn léti gabbast og færi inn í búrið. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og einn þeirra sem leitar hundsins, telur að hundurinn hafi fært sig austur á bóginn. „Erlendir sérfræðingar tala um að hann gæti verið kominn margar mílur frá Leifsstöð. Þannig að það er í raun aldrei að vita hvar hann gæti haldið sig en það eru dæmi um það að Border Collie hafi horfið í allt að fjórtán daga áður en hann loks fannst,“ segir Árni.Búrið sett upp.mynd/árni stefánÁrni segir mikið af ábendingum hafa borist varðandi hundinn, og kann hann öllum þeim sem hafa haft samband miklar þakkir. Hann segir þó töluvert af tófu á sveimi á þessum slóðum og telur líkur á að fólk rugli saman hundinum og tófunni. Ólíklegt sé þó að tófan hafi ráðist á hundinn. Þá segir Árni að enga aðstoð sé að fá, hvorki frá lögreglu né Matvælastofnun og gagnrýnir það harðlega. „Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er hvað opinberir aðilar hafa ekkert komið að þessari aðstoð. Leitin hefur verið algjörlega stjórnlaus. Eigandanum hefur ekki boðist nein aðstoð frá opinberum aðilum og þá sérstaklega Matvælastofnun. Þetta tel ég mjög ámælisvert,“ segir Árni. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum. Verið var að flytja hann yfir Atlantshafið en þurfti að millilenda hér á landi. Þegar verið var að flytja hann yfir í aðra flugvél opnaðist búrið og slapp hann í kjölfarið. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Verði fólk hundsins vart er það beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 eða við Árna Stefán í síma 695-2662. Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44 Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli. Hópur sjálfboðaliða hefur leitað hundsins stundanna á milli en án árangurs. Í nótt var fellibúr, eins konar gildra, sett upp í þeirri von að hundurinn léti gabbast og færi inn í búrið. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og einn þeirra sem leitar hundsins, telur að hundurinn hafi fært sig austur á bóginn. „Erlendir sérfræðingar tala um að hann gæti verið kominn margar mílur frá Leifsstöð. Þannig að það er í raun aldrei að vita hvar hann gæti haldið sig en það eru dæmi um það að Border Collie hafi horfið í allt að fjórtán daga áður en hann loks fannst,“ segir Árni.Búrið sett upp.mynd/árni stefánÁrni segir mikið af ábendingum hafa borist varðandi hundinn, og kann hann öllum þeim sem hafa haft samband miklar þakkir. Hann segir þó töluvert af tófu á sveimi á þessum slóðum og telur líkur á að fólk rugli saman hundinum og tófunni. Ólíklegt sé þó að tófan hafi ráðist á hundinn. Þá segir Árni að enga aðstoð sé að fá, hvorki frá lögreglu né Matvælastofnun og gagnrýnir það harðlega. „Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er hvað opinberir aðilar hafa ekkert komið að þessari aðstoð. Leitin hefur verið algjörlega stjórnlaus. Eigandanum hefur ekki boðist nein aðstoð frá opinberum aðilum og þá sérstaklega Matvælastofnun. Þetta tel ég mjög ámælisvert,“ segir Árni. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum. Verið var að flytja hann yfir Atlantshafið en þurfti að millilenda hér á landi. Þegar verið var að flytja hann yfir í aðra flugvél opnaðist búrið og slapp hann í kjölfarið. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Verði fólk hundsins vart er það beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 eða við Árna Stefán í síma 695-2662.
Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44 Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59
Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44
Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36
Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43