Hvenær var stúdentsprófið formlega gjaldfellt? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2014 12:54 Á undangengnum árum hefur sífærst í aukana að halda inntökupróf í hinar ýmsu deildir Háskóla Íslands. Á nýliðnum dögum bættist lagadeild sama skóla við og það gefið i skyn að von sé á inntökuprófum í fleiri deildir skólans. Menn koma fram og segja sitt álit á þessum gjörningi. Nemendur sem þreyttu þetta svokallaða inntökupróf inn í lagadeildina voru spurðir um hvaða þýðingu slík próf hefðu. Sumir þeirra vilja meina að inntökuprófin varpi betra ljósi á stöðu þeirra ... væntanlega þá sem „námsmanna“...þ.e. fólks sem líklegt er að geti numið við deildina og lokið þaðan prófi. Starfsmenn lagadeildar háskólans eru líka spurðir álits og Vísir hefur eftir Eyvindi G. Gunnarssyni forseta lagadeildarinnar „að:það sé stórt gæðamál fyrir lagadeild Háskóla Íslands að stíga þetta skref“. Ennfremur segir í frétt á Vísi: „Deildin hefur verið gagnrýnd fyrir of stóra hópa nemenda og hátt brottfall þar sem slíkt samrýmist ekki alþjóðlegum gæðastöðlum. Um 100 manns þreyttu prófið en ráðgert hafði verið að hleypa 150 nemendum inn í lögfræðina að prófi loknu. Það komast því allir inn sem tóku prófið eins og Vísir greindi frá í dag“ Fengust við inntökupróf þessi niðurstöður sem ekki lágu þegar fyrir? Var þetta allt saman ókeypis?Gildi stúdentsprófsins Í áraraðir hefur stúdentspróf verið nokkurskonar aðgöngumiði inn í háskóla. Nemendur framhaldsskólanna hafa fengið skírteini í hendur, stúdentsveislur hafa verið haldnar, hátíð hefur verið í bæ. Menn koma saman og gleðjast. Það er vissulega fagnaðarefni ef einhverjum fjölskyldumeðlimi okkar, vini eða samferðamanni gengur vel og hann uppsker vel. En eru þessi hátíðarhöld þá kannski bara vina og fjölskyldumót.. undir fölskum formerkjum? Er stúdentsprófsskírteinið þá ónýtt plagg ef sanngildi þess skal véfengt með þessum inntökuprófum?Af hverju inntökupróf og út á hvað ganga þau? Það er nokkuð ljóst að með inntökuprófum háskólanna er framhaldsskólastiginu ekki treyst fyrir að meta nemendur upp í háskóla. Hvað ganga annars.þessi inntökupróf út á.? Eru þau til að kanna hvort nemendur eru t.a.m. í þessu síðasta tilfelli betur búnir undir laganám? Eru þau til að kanna almenna þekkingu í stærðfræði, íslensku og fleiri greinum? Hafði framhaldsskólinn ekki kveðið upp sinn dóm um það? Eru þau til að kanna vitneskju manna um hvaða stofnanir eru staðsettar við ákveðin númer við ákveðnar götur á höfuðborgarsvæðinu? Sá kvittur flýgur fjöllunum hærra þessa dagana, um að nú ríki hörmungaástand á menntavísindasviði Háskóla Íslands og að á næsta skólaári verði teknir inn í nemendur í leikskólakennara og grunnskólakennaranám sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Þessum orðrómi fylgir,að fólk með stúdentspróf sýni ekki þessu námi áhuga ...sennilega vegna þeirra launa sem í boði eru og fylla eigi upp í tómar deildir með fólki sem hefur litla eða enga grunnmenntun! Á meðan halda aðrar deildir inntökupróf! Ljótt ef satt reynist! Hvaða skilaboð er hér verið að senda út í samfélagið?Ábyrgðin Mikil er ábyrgð þeirra sem breyttu áður ágætu kerfi sem ríkti í menntamálum þjóðarinnar allt fram á áttunda áratug síðustu aldar.Leiðir inn í framhaldsskólann opnuðust skyndilega upp á gátt., framhaldsskólum fjölgaði og allir skyldu verða stúdentar..Umræðan og virðingin fyrir verknámi þvarr og enginn var maður með mönnum nema að hann hefði stúdentsskírteini upp á vasann. Inntökuprófin eru vísast afsprengi þeirra afleiðinga.Dómurinn Þeim sem hafa unnið við kennslu á framhaldsskólastiginu árum saman hlýtur að svíða undan því að pappírar þeir sem afhentir eru við hver skólaslit framhaldsskólanna, sjálf útskriftarskírteinin, séu metin sem einskis nýt plögg af aðilum næsta skólastigs fyrir ofan. Hvað annað er í raun verið að segja okkur starfsfólki framhaldsskólanna? Hver stjórnar þessari þróun? Er kannski stjórnleysi þessara mála í frjálsu falli eins og margt annað á Ísalandinu góða? Hvernig væri að fara að gera hvert skólastig ábyrgt fyrir sínum þætti, herða kröfur í efri bekkjum grunnskólanna í stað fljótandi flæðis á milli bekkja. Gera meiri kröfur til framhaldsskólanna til að útgefnir pappírar, skírteinin sjálf séu hvorki véfengd né dregin í efa? Til að svo megi verða verður yfirstjórn menntamála í landinu að koma sterk inn og ráðgjafar úr röðum þaulreyndra kennara að koma að málum. Til að koma þessum málum á réttan kjöl, þarf fyrst og fremst vilja til að laga laskað menntakerfi, framsýni, þolinmæði, rökhyggju og góða yfirsýn þessara mála. Með því drögum við úr brottfalli á öllum skólastigum og sköpum auk þess traust á milli skólastiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á undangengnum árum hefur sífærst í aukana að halda inntökupróf í hinar ýmsu deildir Háskóla Íslands. Á nýliðnum dögum bættist lagadeild sama skóla við og það gefið i skyn að von sé á inntökuprófum í fleiri deildir skólans. Menn koma fram og segja sitt álit á þessum gjörningi. Nemendur sem þreyttu þetta svokallaða inntökupróf inn í lagadeildina voru spurðir um hvaða þýðingu slík próf hefðu. Sumir þeirra vilja meina að inntökuprófin varpi betra ljósi á stöðu þeirra ... væntanlega þá sem „námsmanna“...þ.e. fólks sem líklegt er að geti numið við deildina og lokið þaðan prófi. Starfsmenn lagadeildar háskólans eru líka spurðir álits og Vísir hefur eftir Eyvindi G. Gunnarssyni forseta lagadeildarinnar „að:það sé stórt gæðamál fyrir lagadeild Háskóla Íslands að stíga þetta skref“. Ennfremur segir í frétt á Vísi: „Deildin hefur verið gagnrýnd fyrir of stóra hópa nemenda og hátt brottfall þar sem slíkt samrýmist ekki alþjóðlegum gæðastöðlum. Um 100 manns þreyttu prófið en ráðgert hafði verið að hleypa 150 nemendum inn í lögfræðina að prófi loknu. Það komast því allir inn sem tóku prófið eins og Vísir greindi frá í dag“ Fengust við inntökupróf þessi niðurstöður sem ekki lágu þegar fyrir? Var þetta allt saman ókeypis?Gildi stúdentsprófsins Í áraraðir hefur stúdentspróf verið nokkurskonar aðgöngumiði inn í háskóla. Nemendur framhaldsskólanna hafa fengið skírteini í hendur, stúdentsveislur hafa verið haldnar, hátíð hefur verið í bæ. Menn koma saman og gleðjast. Það er vissulega fagnaðarefni ef einhverjum fjölskyldumeðlimi okkar, vini eða samferðamanni gengur vel og hann uppsker vel. En eru þessi hátíðarhöld þá kannski bara vina og fjölskyldumót.. undir fölskum formerkjum? Er stúdentsprófsskírteinið þá ónýtt plagg ef sanngildi þess skal véfengt með þessum inntökuprófum?Af hverju inntökupróf og út á hvað ganga þau? Það er nokkuð ljóst að með inntökuprófum háskólanna er framhaldsskólastiginu ekki treyst fyrir að meta nemendur upp í háskóla. Hvað ganga annars.þessi inntökupróf út á.? Eru þau til að kanna hvort nemendur eru t.a.m. í þessu síðasta tilfelli betur búnir undir laganám? Eru þau til að kanna almenna þekkingu í stærðfræði, íslensku og fleiri greinum? Hafði framhaldsskólinn ekki kveðið upp sinn dóm um það? Eru þau til að kanna vitneskju manna um hvaða stofnanir eru staðsettar við ákveðin númer við ákveðnar götur á höfuðborgarsvæðinu? Sá kvittur flýgur fjöllunum hærra þessa dagana, um að nú ríki hörmungaástand á menntavísindasviði Háskóla Íslands og að á næsta skólaári verði teknir inn í nemendur í leikskólakennara og grunnskólakennaranám sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Þessum orðrómi fylgir,að fólk með stúdentspróf sýni ekki þessu námi áhuga ...sennilega vegna þeirra launa sem í boði eru og fylla eigi upp í tómar deildir með fólki sem hefur litla eða enga grunnmenntun! Á meðan halda aðrar deildir inntökupróf! Ljótt ef satt reynist! Hvaða skilaboð er hér verið að senda út í samfélagið?Ábyrgðin Mikil er ábyrgð þeirra sem breyttu áður ágætu kerfi sem ríkti í menntamálum þjóðarinnar allt fram á áttunda áratug síðustu aldar.Leiðir inn í framhaldsskólann opnuðust skyndilega upp á gátt., framhaldsskólum fjölgaði og allir skyldu verða stúdentar..Umræðan og virðingin fyrir verknámi þvarr og enginn var maður með mönnum nema að hann hefði stúdentsskírteini upp á vasann. Inntökuprófin eru vísast afsprengi þeirra afleiðinga.Dómurinn Þeim sem hafa unnið við kennslu á framhaldsskólastiginu árum saman hlýtur að svíða undan því að pappírar þeir sem afhentir eru við hver skólaslit framhaldsskólanna, sjálf útskriftarskírteinin, séu metin sem einskis nýt plögg af aðilum næsta skólastigs fyrir ofan. Hvað annað er í raun verið að segja okkur starfsfólki framhaldsskólanna? Hver stjórnar þessari þróun? Er kannski stjórnleysi þessara mála í frjálsu falli eins og margt annað á Ísalandinu góða? Hvernig væri að fara að gera hvert skólastig ábyrgt fyrir sínum þætti, herða kröfur í efri bekkjum grunnskólanna í stað fljótandi flæðis á milli bekkja. Gera meiri kröfur til framhaldsskólanna til að útgefnir pappírar, skírteinin sjálf séu hvorki véfengd né dregin í efa? Til að svo megi verða verður yfirstjórn menntamála í landinu að koma sterk inn og ráðgjafar úr röðum þaulreyndra kennara að koma að málum. Til að koma þessum málum á réttan kjöl, þarf fyrst og fremst vilja til að laga laskað menntakerfi, framsýni, þolinmæði, rökhyggju og góða yfirsýn þessara mála. Með því drögum við úr brottfalli á öllum skólastigum og sköpum auk þess traust á milli skólastiga.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun