Innlent

Reyndi að afstýra því að aka á fugl og lenti í árekstri

Gissur Sigurðsson skrifar
Fugl olli árekstri tveggja bíla á Álftanesvegi laust fyrir miðnætti, en hvorki fugl né ökumenn sakaði. Báðum bílunun var ekið í vesturátt, en ökumaður fremri bílsins hægði skyndilega á bílnum þegar fugl flaug lágt fyrir framan hann, með þeim afleiðingum að aftari bíllinn skall á þeim fremri.

Báðir bílarnir skemmdust svo mikið að það þurfti að fjarlægja þá með kranabílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×