Glöggt er gests augað Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 4. júní 2014 10:29 Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.Hærra hlutfall innflytjenda fyrirtækjaeigendur Flestar vestrænar þjóðir hafa áttað sig á þessu fyrir þó nokkru síðan. Í rannsókn, sem unnin var af háskóla í Kaliforníu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.Kaffihúsið hans Augustins Við vitum að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks atvinnulífs og þar hafa innflytjendur látið til sín taka. Það má sem dæmi nefna fjölda veitingastaða sem reknir eru af innflytjendum og hafa svo sannarlega auðgað matarmenningu þjóðarinnar. Ég starfaði sjálf fyrir um tveimur áratugum á kaffihúsi í eigu innflytjanda, hins spænska Augustins. Ég veit ekki betur en að hann hafi allar götur síðan verið í veitingarekstri og sé enn. Hann hefur að jafnaði verið að skapa 5-10 störf á hverjum tíma.Tækifærin sem við sjáum ekki Það var einnig áhugavert fyrir okkur Íslendingana sem unnum fyrir Augustin að kynnast spænskri menningu og spænskum mat. Þetta vakti áhuga minn á Spáni og ég fór í kjölfarið til Madrid þar sem ég dvaldi í eitt ár til að sjúga í mig menninguna og læra tungumálið – og kom reynslunni ríkari til baka. Það mætti nefna svipuð dæmi af erlendum aðilum sem hafa starfað í öðrum geirum hér á landi og víkkað þannig sjóndeildarhring okkar.Fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks Glöggt er gests augað, segir málshátturinn – en það á vel við um þá sem hingað flytja. Þeir sjá tækifæri sem við hin sjáum ekki vegna þess að þeir koma úr allt öðru umhverfi. Þetta hefur orðið til þess að svo stór hluti útlendinga stofnar fyrirtæki sem mjög oft eru farsæl – oft eða yfirleitt byggð á eða undir áhrifum frá fyrirmynd í þeirra eigin landi eða menningu. Tökum þeim fagnandi og sköpum hér farsælt og fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.Hærra hlutfall innflytjenda fyrirtækjaeigendur Flestar vestrænar þjóðir hafa áttað sig á þessu fyrir þó nokkru síðan. Í rannsókn, sem unnin var af háskóla í Kaliforníu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.Kaffihúsið hans Augustins Við vitum að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks atvinnulífs og þar hafa innflytjendur látið til sín taka. Það má sem dæmi nefna fjölda veitingastaða sem reknir eru af innflytjendum og hafa svo sannarlega auðgað matarmenningu þjóðarinnar. Ég starfaði sjálf fyrir um tveimur áratugum á kaffihúsi í eigu innflytjanda, hins spænska Augustins. Ég veit ekki betur en að hann hafi allar götur síðan verið í veitingarekstri og sé enn. Hann hefur að jafnaði verið að skapa 5-10 störf á hverjum tíma.Tækifærin sem við sjáum ekki Það var einnig áhugavert fyrir okkur Íslendingana sem unnum fyrir Augustin að kynnast spænskri menningu og spænskum mat. Þetta vakti áhuga minn á Spáni og ég fór í kjölfarið til Madrid þar sem ég dvaldi í eitt ár til að sjúga í mig menninguna og læra tungumálið – og kom reynslunni ríkari til baka. Það mætti nefna svipuð dæmi af erlendum aðilum sem hafa starfað í öðrum geirum hér á landi og víkkað þannig sjóndeildarhring okkar.Fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks Glöggt er gests augað, segir málshátturinn – en það á vel við um þá sem hingað flytja. Þeir sjá tækifæri sem við hin sjáum ekki vegna þess að þeir koma úr allt öðru umhverfi. Þetta hefur orðið til þess að svo stór hluti útlendinga stofnar fyrirtæki sem mjög oft eru farsæl – oft eða yfirleitt byggð á eða undir áhrifum frá fyrirmynd í þeirra eigin landi eða menningu. Tökum þeim fagnandi og sköpum hér farsælt og fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun