Um gerð samninga án útboðs Sigurður Snædal Júlíusson skrifar 4. júní 2014 10:36 Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun