Umfjöllun: Bosnía - Ísland 33-32 | Síðasta korterið reyndist dýrkeypt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2014 00:01 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk í sínum 300. landsleik. vísir/stefán Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk. Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk.
Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira