Umfjöllun: Bosnía - Ísland 33-32 | Síðasta korterið reyndist dýrkeypt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2014 00:01 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk í sínum 300. landsleik. vísir/stefán Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk. Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk.
Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira