Formúla 1

Ísmaðurinn hefur verið óheppinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Raikkonen vill meina að þetta sé bara spurning um heppni
Raikkonen vill meina að þetta sé bara spurning um heppni Vísir/Getty
Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari telur að frammistaða sín í ár hafi verið betri en úrslitin hafi sýnt. Hann telur ólán sitt felast í atvikum sem hann fær ekki stjórnað.

Raikkonen er 44 stigum á eftir liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Spánverjinn hefur komið á undan Raikkonen í mark í öllum keppnum tímabilsins.

Það leit út fyrir breytingar þar á í Mónakó þar sem Raikkonen átti gríðar góða byrjun og komst í þriðja sæti. Hann varð svo fyrir því að sprengja dekk í samstuði við ökumann sem hann hafði hringað.

Spurður hvort Mónakó hafi verið hans besta keppni hingað til sagði Raikkonen „Ég hef oft ekið vel, en það hefur alltaf eitthvað komið fyrir í keppnunum - eins og sprungið dekk eftir að aðrir hafa ekið á mig - og þetta hefur bara aldrei smollið saman í raun.“

„Litlir hlutir klikka og það hefur mikil áhrif að lokum,“ sagði Raikkonen.

Hann er fullviss um að gæfan muni snúast honum í vil og skila sér í betri úrslitum.


Tengdar fréttir

Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó

Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag.

Ferrari hefur enn trú á Raikkonen

James Allison, tæknistjóri Ferrari-liðsins í formúlu eitt, trúir að Kimi Raikkonen nái að yfirstíga vandræðin sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Tilraunir finnska ökumannsins til að berjast við liðsfélaga sinn, Fernando Alonso hafa hingað til mistekist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×