Aron: Leystum þetta lengst af vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2014 21:01 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í íslenska landsliðinu töpuðu fyrir Bosníu í kvöld. Vísir/Getty "Við lentum aðeins undir í byrjun fyrri hálfleiks, en komum til baka og vorum yfir í hálfleik. Við vorum með góða stjórn á leiknum," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Vísi eftir eins marks tap Íslands, 33-32, fyrir Bosníu í Sarajevó í kvöld. "Við náðum góðu fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en svo fórum við að tapa of mörgum boltum og fengum alltaf hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það er dýrt að gera svona mörg mistök í jafn mikilvægum leik sem þessum. "Við vissum að ef við næðum ekki að ljúka sóknunum okkar nægjanlega vel, þá myndu þeir refsa með hraðaupphlaupum sem og þeir gerðu. Þeir gerðu þetta vel og komu miklum þrýstingi á okkur og við megum vinna varnarvinnuna betur í seinni leiknum," sagði Aron, en allar aðstæður voru Bosníumönnum í hag í leiknum í kvöld. "Við vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur og við að fengjum ekki neitt hjá dómurunum, en mér fannst við leysa þetta lengst af vel. Svo náðu þeir þessu áhlaupi í seinni hálfleik sem var okkur dýrt. "Þeir voru komnir 2-3 mörkum yfir í lokin og miðað við stemmninguna hjá þeim hefði sá munur getað aukist, en við sýndum góðan leik síðustu mínúturnar og náðum að minnka muninn í eitt mark fyrir leikslok. "Við skorum 32 mörk á útivelli, en við þurfum að verjast hraðaupphlaupunum þeirra betur og við megum bæta varnarleikinn. Við eigum að vera betri en þetta, að ná að loka leiknum þegar við erum komnir fjórum mörkum yfir" sagði Aron, en það er allt opið fyrir seinni leikinn sem fer fram í Laugardalshöll 15. júní næstkomandi. "Þetta var bara fyrri hálfleikur, við erum búnir að fara á erfiðan útivöll þar sem aðstæðurnar voru þeim í hag. Við eigum eftir að mæta þeim í Höllinni og við vonumst til að áhorfendur fjölmenni á leikinn og hjálpi okkur áfram. "Við þurfum að vinna upp eitt mark og nú þurfum við bara að undirbúa okkur vel fyrir seinni leikinn og klára hann," sagði Aron að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
"Við lentum aðeins undir í byrjun fyrri hálfleiks, en komum til baka og vorum yfir í hálfleik. Við vorum með góða stjórn á leiknum," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Vísi eftir eins marks tap Íslands, 33-32, fyrir Bosníu í Sarajevó í kvöld. "Við náðum góðu fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en svo fórum við að tapa of mörgum boltum og fengum alltaf hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það er dýrt að gera svona mörg mistök í jafn mikilvægum leik sem þessum. "Við vissum að ef við næðum ekki að ljúka sóknunum okkar nægjanlega vel, þá myndu þeir refsa með hraðaupphlaupum sem og þeir gerðu. Þeir gerðu þetta vel og komu miklum þrýstingi á okkur og við megum vinna varnarvinnuna betur í seinni leiknum," sagði Aron, en allar aðstæður voru Bosníumönnum í hag í leiknum í kvöld. "Við vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur og við að fengjum ekki neitt hjá dómurunum, en mér fannst við leysa þetta lengst af vel. Svo náðu þeir þessu áhlaupi í seinni hálfleik sem var okkur dýrt. "Þeir voru komnir 2-3 mörkum yfir í lokin og miðað við stemmninguna hjá þeim hefði sá munur getað aukist, en við sýndum góðan leik síðustu mínúturnar og náðum að minnka muninn í eitt mark fyrir leikslok. "Við skorum 32 mörk á útivelli, en við þurfum að verjast hraðaupphlaupunum þeirra betur og við megum bæta varnarleikinn. Við eigum að vera betri en þetta, að ná að loka leiknum þegar við erum komnir fjórum mörkum yfir" sagði Aron, en það er allt opið fyrir seinni leikinn sem fer fram í Laugardalshöll 15. júní næstkomandi. "Þetta var bara fyrri hálfleikur, við erum búnir að fara á erfiðan útivöll þar sem aðstæðurnar voru þeim í hag. Við eigum eftir að mæta þeim í Höllinni og við vonumst til að áhorfendur fjölmenni á leikinn og hjálpi okkur áfram. "Við þurfum að vinna upp eitt mark og nú þurfum við bara að undirbúa okkur vel fyrir seinni leikinn og klára hann," sagði Aron að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita