Enski boltinn

Yaya vill fá loforð um framtíðarvinnu hjá Man. City

Yaya fagnar marki í vetur.
Yaya fagnar marki í vetur. vísir/getty
Stuðið í kringum Yaya Toure, leikmann Man. City, heldur áfram en umboðsmaður hans hefur farið mikinn síðustu daga og framtíð hans hjá félaginu virðist vera í óvissu.

Umbinn, Dimitry Seluk, segir að Toure njóti ekki nægrar virðingar hjá félaginu og það hafi meðal annars sýnt sig í því að menn hjá félaginu hafi ekki óskað honum til hamingju með afmælið í síðustu viku.

Nýjasta nýtt hjá Seluk er að Toure sé meira en til í að vera áfram hjá félaginu ef það getur lofað honum góðu starfi eftir að ferlinum lýkur.

Þá er Seluk að tala annað hvort um þjálfarastarf eða framkvæmdastjórastöðu.

"Það kemur vel til greina. Bara rétt eins og Real Madrid gerði við Zidane. Yaya þarf að vita að framtíð hans verði hjá félaginu," sagði Seluk.

"Við erum ekki á höttunum eftir meiri peningum eða lengri samningi. Aðeins athygli. Félagið þarf að sýna Yaya meiri athygli."


Tengdar fréttir

Umboðsmaður Toure staðfestir fýluna

Umboðsmaður Yaya Toure segir framferði forráðamanna Manchester City ógeðfellt en þeir óskuðu kappanum ekki til hamingju með afmælið á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×