Innlent

Pallbíl stolið úr geymsluhúsnæði í Súðarvogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá mynd af bílnum.
Hér má sjá mynd af bílnum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ford F350 Crew 4x4 SRW pallbíl, en honum var stolið úr geymsluhúsnæði í Súðarvogi í Reykjavík.

Pallhýsið var ofan á bílnum og var því einnig stolið. Pallbíllinn hafði verið í geymslu undanfarna mánuði og því er ekki vitað með vissi hvenær honum var stolið, en þjófnaðurinn uppgötvaðist í gær.

Skráningarnúmer ökutækisins, AT-837, voru lögð inn í vetur, en einnig hafði eigandinn fjarlægt rafgeymirinn úr bílnum. Pallbíllinn var læstur og í parki þegar honum var stolið.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu, en upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ef einhver sér til pallbílsins í umferðinni er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hringja tafarlaust í 112 svo hægt sé bregðast við strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×