Vörustjóri sendur í leyfi Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2014 13:35 Vörustjóri grófvöru fer í tímabundið leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. Stjórn Húsasmiðjunnar hefur kynnt sér efni ákæra á sex núverandi starfsmenn Húsasmiðjunnar ehf. vegna meintra samkeppnislagabrota. Niðurstaða stjórnarinnar er að vörustjóri grófvöru fari í tímabundið leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Húsasmiðjunni. Fram kemur í tilkynningunni að ekki eru talin efni til þess að senda aðra starfsmenn Húsasmiðjunnar í leyfi, en hinir sem sæta ákæru í málinu eru þrír starfsmenn þjónustuvers, framkvæmdastjóri verslanasviðs og núverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs. Málið sé nú í höndum dómstóla. „Ákærur sérstaks saksóknara eru fyrirtækinu vonbrigði og þeim starfsmönnum sem í hlut eiga þungbærar. Þrátt fyrir að Húsasmiðjan ehf. sé ekki undir rannsókn vegna framangreinds máls mun félagið í samvinnu við fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar veita framangreindum starfsmönnum aðstoð varðandi málið.“ Í tilkynningunni kemur fram að eins og áður hafi komið fram áttu þau atvik, sem urðu tilefni afskipta Samkeppniseftirlitsins, sér stað áður en danska byggingavörukeðjan Bygma Gruppen A/S keypti rekstur og eignir Húsasmiðjunnar af Framtakssjóði Íslands í desember 2011. „Fyrri eigendur Húsasmiðjunnar tóku við söluna fulla ábyrgð á mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum vegna meintra samkeppnislagabrota sem Samkeppniseftirlitið hefur til meðferðar. Stjórnendur og starfsmenn Húsasmiðjunnar hafa á undanförnum þremur árum hlotið reglulega fræðslu um samkeppnismál og samkeppnisrétt frá óháðum fagaðilum.“ Nýtt félag um rekstur Húsasmiðjunnar tók til starfa í ársbyrjun árið 2012 og er félagið hluti af Bygma samstæðunni. Nýr forstjóri var ráðinn til starfa hjá Húsasmiðjunni sumarið 2013 og nokkrar breytingar hafa orðið á yfirstjórn fyrirtækisins. Húsasmiðjan og Bygma samstæðan í heild hafa að leiðarljósi að stunda ávallt virka samkeppni. Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Stjórn Húsasmiðjunnar hefur kynnt sér efni ákæra á sex núverandi starfsmenn Húsasmiðjunnar ehf. vegna meintra samkeppnislagabrota. Niðurstaða stjórnarinnar er að vörustjóri grófvöru fari í tímabundið leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Húsasmiðjunni. Fram kemur í tilkynningunni að ekki eru talin efni til þess að senda aðra starfsmenn Húsasmiðjunnar í leyfi, en hinir sem sæta ákæru í málinu eru þrír starfsmenn þjónustuvers, framkvæmdastjóri verslanasviðs og núverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs. Málið sé nú í höndum dómstóla. „Ákærur sérstaks saksóknara eru fyrirtækinu vonbrigði og þeim starfsmönnum sem í hlut eiga þungbærar. Þrátt fyrir að Húsasmiðjan ehf. sé ekki undir rannsókn vegna framangreinds máls mun félagið í samvinnu við fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar veita framangreindum starfsmönnum aðstoð varðandi málið.“ Í tilkynningunni kemur fram að eins og áður hafi komið fram áttu þau atvik, sem urðu tilefni afskipta Samkeppniseftirlitsins, sér stað áður en danska byggingavörukeðjan Bygma Gruppen A/S keypti rekstur og eignir Húsasmiðjunnar af Framtakssjóði Íslands í desember 2011. „Fyrri eigendur Húsasmiðjunnar tóku við söluna fulla ábyrgð á mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum vegna meintra samkeppnislagabrota sem Samkeppniseftirlitið hefur til meðferðar. Stjórnendur og starfsmenn Húsasmiðjunnar hafa á undanförnum þremur árum hlotið reglulega fræðslu um samkeppnismál og samkeppnisrétt frá óháðum fagaðilum.“ Nýtt félag um rekstur Húsasmiðjunnar tók til starfa í ársbyrjun árið 2012 og er félagið hluti af Bygma samstæðunni. Nýr forstjóri var ráðinn til starfa hjá Húsasmiðjunni sumarið 2013 og nokkrar breytingar hafa orðið á yfirstjórn fyrirtækisins. Húsasmiðjan og Bygma samstæðan í heild hafa að leiðarljósi að stunda ávallt virka samkeppni.
Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00
Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30